Vikan


Vikan - 12.04.1984, Side 41

Vikan - 12.04.1984, Side 41
Gúmmísvuntan var sett á mig, svo átti ég aö halda á vatnsfötunni í brjósthæö og síðan nálguðust hjúkrunarkonurnar mig ísmeygi- lega meö gúmmíslönguna. — Hefuröu gert þetta áöur? spuröi önnur þeirra. Ég gætti mín á þessu bragöi. Eg sá í hendi mér að ef ég opnaði munninn og segöi nei þá myndi gúmmíslangan tafarlaust verða rekin niöur í kok á mér svo ég lét mér nægja aö hrista höfuðið. — Ertu með falskar? spuröi hin. Aftur hristi ég höfuöið og mætti augnaráði andstæöingsins ótrauöur. Svo herti ég takið um vatnsfötuna svo hnúarnir hvítnuðu og ákvaö að ég skyldi selja mig eins dýrt og kostur væri. I dyrunum stóðu þrír sjúklingar af deildinni og horfðu stjarfir á. — Þú skalt ekkert vera hrædd- ur, sagöi einn þeirra og flissaði vandræðalega, þetta er ekkert. Það bítur enginn. Þú segir bara HAPS og þá er þetta komið. Hann þúaði mig, það gera sjúklingar á spítulum svo sem alltaf, og ég varö ekkert móðg- aður þó hann væri svona kumpán- legur við mig. Viö vorum reyndar öll á sama báti ef svo mátti segja. Þegar gúmmíslönguhetjurnar króa mann af í orrustunni verða óbreyttur og hershöfðingi sam- herjar og öll mörk titlatogs falla. — Opna vel og anda rólega, sagði önnur hjúkkan hljómlaust. Eg gnísti tönnum og andaði ótt og títt. — Hvernig er þetta, ertu skræfa, heyrði ég einn áhorfand- ann segja í dyrunum, þorirðu ekki? — Hvemig væri að loka dyrunum? sagði ég argur. En þaö hefði ég ekki átt að segja því um leið og ég opnaði munninn var slangan komin niður í kok. Ég gerði örvæntingarfulla tilraun til að bíta en í hvert sinn sem mér fannst ég ná tannfestu ýtti hjúkrunarkonan slöngunni lengra niður í kok. Tárin trítluöu niður kinnarnar á mér og mér fannst ég nær dauða en lífi. — Andaðu bara rólega, andaðu rólega, heyrði ég gegnum tárin. Hvemig er hægt að vera að kæfa mann og biðja hann samtímis að anda rólega? Það eru líklegast bara konur sem láta sér detta slíkt og þvíumlíkt í hug. Hjúkkan stoppaði í þessu, hún átti ekki nema tuttugu sentímetra eftir. Þá sleppti ég vatnsfötunni, sló hana harkalega í höndina og togaöi slönguna tuttugu sentímetra upp! Ég fylltist baráttuþreki eftir þetta einstæða afrek. Til að safna kröftum í næstu atlögu dró ég and- ann djúpt ... og þá óð slangan tuttugu sentímetra niður aftur. Þá greip ég dauðahaldi í handleggi hjúkrunarkonunnar og hélt þeim eins og skrúfstykki. Andartak horföumst við í auga með haturs- svip. — Kitlaöu hann, sagði hún þá. Hin fór á bak við mig og kitlaði mig svolítiö í handakrikanum eftir því sem hún komst að. Það er versti staður sem ég get hugsað mér. Þær kunna sko sitt fag. — Ha-ha-ha, heyrðist í mér og nú rauk slangan að minnsta kosti hálfan metra niður. — Ég skal veðja heilum pakka af sígarettum að ykkur tekst þetta, sagði einhver í dyrunum. En nei! Með eldsnöggri höfuðhreyfingu tókst mér að losa mig við þetta gúmmískrímsli og það flaug á gólfið í glæsilegri sveiflu eins og eiturslanga í krampakasti. Ég og önnur hjúkkan vorum jafnsnögg . . . og stukkum á hana. Andartak lágum viö þarna bæði á gólfinu og mát- um vígstöðuna. Við fylgdumst náið með hreyfingum hvort annars. Fjandmaður minn þorði ekkert að segja. Það var á hreinu að um leið og hjúkrunarkonan myndi segja eitt einasta orð fengi hún slönguna í kokiö. Svo dró hin mig gróflega með hnakkataki aftur í stólinn og batt hendurnar á mér niður með ólum. — Nú er úti um hann, vesl- inginn, heyrði ég einn í dyrunum segja. Um leið fann ég fyrir harðsvíraðri árás í maganum og um leið og ég sagði ÖÖ-ÖÐ var gúmmíslangan komin 1,20 niður í maga á mér. Gúmmíboltinn var skrúfaður á og nú hófst eyðileggingarstarfið fyrir alvöru. Eftir fimm mínútna þaulæföar pyntingar kom afgangurinn af kexinu fram í dagsljósið. — Þetta var prýðilegt! Þá er að skola, og svo er þetta búið. And- aðu rólega. Svo var skolvatni hellt í gegn- um trektina og niður í magann. Vatniö var jökulkalt, ég fann að hernaðaraðgerðirnar höföu tekist. Loksins eftir langa mæöu var gúmmíslangan veidd upp úr mag- anum á mér. Aðgerð: „Tilrauna- máltíð” varáenda. I raun og veru er varla orð á þessu gerandi, eins og ég sagði við hana Maríönnu nokkrum dögum seinna, þegar ég mátti aftur mæla: — Vissulega fylgja þessu smá- vægileg óþægindi en ef maður man bara að anda rólega þá gengur þetta nú allt af sjálfu sér. a Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars-20. april Þér hættir til aö reiðast þeim sem ekkert vilja þér nema gott. Þetta hleypir illu blóöi í fólk og bætir ekki sambúöina. Ljúktu af aö fara í heimsókn sem þú hefur dregiö lengi. Nautið 21. april - 21. mai Þú ert mikið fyrir aö ræöa málin fram og til baka og skoöa þau frá öllum hliöum. Líklegast þarft þú aö taka á vandamáli þar sem enginn tími gefst til slíkra vanga- veltna. Arangurinn veröur mjög góöur. Tviburarnir 22. mai-21. júni Þú þarft alltaf aö gæta aö því hvaö þú segir og viö hvern. Þaö er mjög auðvelt aö rangtúlka orö og einhver hefur mikinn áhuga á að spilla milli þín og annars manns. Krabbinn 22. júni - 23. júli Þú hefur haft óhemju mikiö aö gera aö undanförnu og nú finnst þér erfitt aö ná þér niður. Þú þarfn- ast þess aö hvíla þig rækilega og þú verður aö gera þér grein fyrir aö allt annað getur beöiö. Ijónið 24. júli - 24. ágúst Þaö er mjög góður tími framundan hjá þér. Þér hefur tekist aö ljúka viö ákveöið verkefni á réttum tíma og þú átt von á því aö fá hrós fyrir. Einhver vill hitta þig og þú ættir aö gefa þér tíma til þess. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Engir stórviöburðir framundan en ekki er þar með sagt aö þú eigir ekki aö nýta tímann vel. Þér veröur boöiö í mjög skemmtilegt sam- kvæmi og þú hittir þar fólk sem þú hefur ekki séö lengi. Vogin 24. sept. - 23. okt. Líklegast kemur í ljós aö þú getur ekki framkvæmt ákveöinn hlut sem þig var búíö aö dreyma um. Vertu alveg rólegur því í staðinn munt þú líklegast fara í feröa- lag sem veröur mjög vel heppnaö. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Þú ert undir þrýstingi frá ákveönum aöila og þú átt mjög erfitt meö aö gera upp hug þinn. Þaö er alltaf best aö reyna aö fara einhverja millileiö, þannig geta báðir aöilar oröiö ánægöir. Sporódrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þú sýnir félags- málum og samkvæm- um mikinn áhuga á næstunni og þú skemmtir þér ótrú- lega vel þessa dag- ana. Þú hefur einhverjar fjárhags- áhyggjur en öll vandamál munu leys- ast af sjálfu sér. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Allt mun ganga þér í haginn næstu daga. Þetta er rétti tíminn til aö taka stórar ákvarðanir og þú skalt ekki vera hræddur viö aö tefla á tvær hættur. Ahætt- an mun borga sig. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Þaö lítur út fyrir aö allir vinir og ættingj- ar þínir ætlist til aó þú gerir eitthvað fyrir þá á sama tíma! Dragöu djúpt andann og geröu nákvæmlega þaö sem þér sjálfum finnst rétt, þaö er best. Fiskarnir 20. tebr. — 20. mars Þú átt von á skila- boðum sem gætu haft miklar breytingar í för meö sér fyrir þig. Bittu samt ekki alltof miklar vonir viö þær, ef til vill veröa þetta ekki eins miklar breytingar og þú vonar. lS.tbl. ViKan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.