Vikan


Vikan - 12.04.1984, Síða 42

Vikan - 12.04.1984, Síða 42
u Framhaldssaga Fimmti hluti „Lögfræöilega verðið þiö Norömenn á norskri grund. Þið eigið rétt á því að nota talstöðvar samkvæmt fjóröu grein sam- komulagsins. Ekki svo að skilja að nokkur maður viröi samkomulag viö þær aðstæöur sem við erum að búa okkur undir.” Hann hló. „Þaö væri hugsanlegt að hafa einkennisbúning til taks ef ýtrasta nauðsyn krefur. Hvað sem öllu líður er sjálfsagt að eiga riffil þarna norðurfrá. Enginn meö fullu viti fer út úr bænum riffils- laus.” Paul Mydland samþykkti aö taka á sig þessa ábyrgö. Hann hafði, þó kaldhæðnislegt væri, verið fús til þess vegna þess að innrás Þjóðverja í seinni heims- styrjöldinni var jafnraunveruleg í hans augum og hún var enn fyrir mörgum Rússum. Síðast höfðu nasistar svipt Norðmenn mál- frelsi og öðrum réttindum. Frændi hans hafði verið í andspyrnuhreyf- ingunni. Hann haföi verið svo illa pyntaður í bækistöðvum Gestapo í Tromsö að hann hafði stokkið út um glugga hátt uppi þegar athygli varðarins hvarflaði frá sem snöggvast. Þaö var taliö að hann hefði heldur kosið dauöann en að hætta á að svíkja félaga sína. Þó aö Paul hefði fæðst löngu eftir stríðslok höfðu minningar móöur hans gert hernám nasista jafn- raunverulegt fyrir honum eins og hefði hann þurft aö búa viö það. Hann var sannfærður um að her- nám Rússa yrði engu betra, eflaust verra. Ari eftir að Mydland kom til Svalbarða haföi hann tekiö við stjórn hópsins þegar einn maðurinn var á förum. Þarna þekktu menn hann ekki sem annað en vel rakaðan, snyrtilegan ungan fulltrúa sem hafði á sér orð fyrir að skeyta ekki um þó hann yrði óhreinn í vinnunni og fyrir að vera fyrsta flokks skíðagöngukappi um 42 Víkan 15. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.