Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 5

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 5
Reyndar er það skoðun margra að „þessar frönsku” séu mun kvenlegri en ýmsar bíla- tegundir af öðrum þjóðemum. Víst er um það aö Frakkar halda fast í straumlínulagið sem þeir hófu manna fyrstir tilraunir með. Reyndar var þaö orkuspamaður sem vakti fyrst og fremst fyrir bílahönnuðum þá sem nú þar sem bensínverð hefur löngum verið hátt í Frakklandi. Annar kostur franskra bíla, sem nýtur sín vel við íslenskar aðstæður, er framhjóladrifið sem kom fyrst fram 1899. Citroén fann upp og hefur einkaleyfi á vökvastýrðum fjaðra- búnaði sem hefur margsannað gildi sitt hér- lendis, t.d. í snjó og á malarvegum sem vilja gjaman „klóra” upp undir venjulega fólks- bOa. En viö Islendingar höfum alltaf verið dá- litlir sveitamenn í okkur og haft hina mestu vantrú á miklu „tæknikrami” og er þaö álit margra að búnaður þessi sé viðkvæmur og bilanagjam. Citroén-aðdáendur segja að sé rétt farið með búnað þennan sé hann mjög öruggur og endingargóður. Páll Skúlason heimspekiprófessor sagði sem dæmi um ást- sýki á afbrigðilegu stigi söguna um manninn sem var svo hugtekinn af tækni þessari að hann sætti ávallt færis ef hann sá Citroénbíl lagt einhvers staðar að bíða þess að eigandinn kæmi til að aka brott og þar með að láta bílinn „lyfta sér” úr setstöðunni, líkt og þegar fagurbotna fljóð rís úr stóli og gengur undur- mjúkum skrefum brott. í hjólför sögunnar; upphafið Enginn er spámaður í eigin föðurlandi, segir einhvers staðar, og víst er að spámenn bifreiðarinnar hafa oft sannreynt það. Miklar uppgötvanir hafa tíðum farið fram hjá sam- tíðarmönnum þeirra sem þær gerðu. Etienne Lenoir fékk einkaleyfi fyrir sprengimótor 1860, Alphonse Beau de Rochas hugsaöi upp fjórskiptingu sprengihreyfilsins 1862 og Nicolaus Otto, þýskur verkfræðingur, byggði fyrsta gassprengimótorinn 1863 og fullkomnaði fjórskiptingu hans. Allar þessar mikilvægu uppgötvanir, sem lögðu grundvöll- inn aö vél nútímabílsins, fóru að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá samtíðarmönnum þeirra. Árið 1881 hófst ævintýri Edouard Delamare-Deboutteville og Leon Malandin sem útbjuggu létta, sjálfstæða mótora á vélar spunaverksmiðju sinnar. Þar með dró verulega úr slysahættu í vélasal verksmiðj- unnar þar sem ekki var lengur þörf fyrir ýmiss konar kasthjól og reimar sem fluttu snúningsorku úr stórum gufuvélum yfir í minni vélar. Þeir félagar höfðu einnig hugvit til að láta mótor sinn á léttvagna sem gátu flutt varn- inginn til jámbrautarstöðvarinnar. Fyrsta einstrokksvélin (þrjú og hálft hest- afl) var gerð eftir Lenoir-aðferðinni og tilraun gerð með aö láta hana knýja þríhjól. I árslok 1883 hófu þeir félagar smíði fjögurra hjóla vagns sem þeir létu tvær fjögurra hestafla vélar knýja áfram en þaö var umtalsverð orka í þá daga. Árangur þessa framtaks þeirra var einkaleyfi fyrir: „fullkomnuðum gasmótor og nýtingu hans” sem þeir fengu 12. febrúar 1884, „fæðingardag franska bílsins”. PANHARD og LEVASSOR 1891/1892: Einn fyrsti bíliinn með bensínmótor að framan, gírkassa fyrir miðju og öxul- mótor að aftan. Hámarks- hraði 18 km, tveggja hestafla vél í 15° V, 320 kg. SCOTTE VAPEUR 1892: Eina eintakið í heiminum af þess- um gufubíl sem Scotte smíðaði, en hann var einn af frumkvöðlum í nýtingu gufuaflsins á farartæki. Vél: tveggja strokka, sívalur kyndikútur, beltisdrif og tannhjólsstýring. Hámarks- hraði 12 km en bíllinn vegur 1200 kg. DELAHAYE 1895/1896: Þessi glæsilegi vagn tók þátt í París — Marseilie —París kappakstrinum 24. sept. 1896 og ók „faðir" hans honum, Emile Delahaye. 6. tbl. Vikan S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.