Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 4
Franskir bílar í
eina öld
Þótt Frakkar séu ekki voldugustu bílaframleiðendur
heims voru þeir verulegir brautryðjendur á sviði bíla-
framleiðslu og bílar þeirra hafa alltaf þótt nýstárlegir
og „öðruvísi".
DELAMARE —DEBOUTTEVILLE 1884:
Nákvæm endursmíð fyrsta franska
bílsins. En það sem réttlætir þessa
nafngift eru tæknilausnir sem enn í
dag hafa fullt gildi, svo sem rafkveikja
með rafhlöðu, háspennukefli og kerti
með notkun rafals (dínamós) í huga;
blöndungur með lofts- eða vatnsupp-
hitun; háþrýstingur; pústkerfi með
hljóðkút; lofts- eða vatnskæling vélar;
stjórnun bíls með stýri og fleira.
Texti og myndir:
Árni Þ. Jónsson
Síðastliðið sumar héldu Frakkar
upp á eitt hundrað ára afmæli
franska bílsins með veglegri yfirlits-
sýningu í Grand Palais í París. Sú
sýningarhöll hefur verið kynningar-
vettvangur nýjunga og tæknifram-
fara í bílaframleiðslu þeirra frá alda-
mótum til 1961. Heimildarmaður
Vikunnar lét þetta gullna tækifæri
til að gefa landanum nasa- eða öllu
heldur linsusjón af sögu franska bíls-
ins ekki ónotað.
Óhjákvæmilega verður að stikla á
stóru en vonandi kitla þessar síður
sjóntaugar áhugamanna um fornbíla
og bílaspekúlanta almennt þótt
grunnt verði kafað í hyldýpi þeirrar
tækniþekkingar sem liggur að baki
þessa þarfasta þjóns tuttugustu
aldarinnar: bílsins.
I þessari Viku og þeirri næstu
verður fjallað um „forfeðurna”
fram yfir fyrri heimsstyrjöld en síðar
munum við líta á ,,afa og ömmur”
nútímabílsins frá því um 1920 fram
yfir síðari heimsstyrjöldina, og í
síðasta áfanga verður litið á ,,for-
eldra” nútímabílsins, það er að segja
bílafrá 1947 til 1973.
Þær frönsku í hundrað
ár
„Þær frönsku eru ekkert grín” söng Maggi
Kjartans hér um árið um margrómaðar
dætur Frakklands. En eins og skoöanir
manna eru skiptar á þeim frönsku deila menn
ekki síður um ágæti franskra bifreiða.
Ýmsir benda á að erfitt sé að gera við þær
og að varahlutaþjónustunni sé ábótavant hér-
lendis. Aðrir segja að þurfi einungis að fara
öðruvísi að þeim og þá gangi allt ofur eðlilega
og vel fyrir sig.
Er ekki fráleitt að þar séum við komin að
sameiginlegum einkennum franskra kvenna
og bifreiða.
DE DION BOUTON 1885: Þessi bíll gerði lengi garðinn frægan og þótti með
merkilegri tegundum. Þessi gerð tók meðal annars þátt í hinni ævintýralegu
þolraun, kappakstrinum frá Peking til Parísar, en þá var að vísu yngra módel
komið til skjalanna.
4 Vlkan 6. tbl.