Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 20

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 20
■ÍI Smásaga Ég haföi bil milli orðanna og reyndi aö gera mér upp kæruleysi. „Nei,” sagöi hann glaölega. „Þá heföi ég ekki spurt. Vitfirr- ingar eru ekki góðir eiginmenn. Viltu kannski heldur að ég skeri af mér eyrað?” „Gerðu þaö, Van Gogh. Hvaö heitirðu?” Ég hafði sætt mig viö að boröa úti meö vitleysingi. „Gavin Blandford — einstak- lega efnilegur teiknari! ” „Margrét Piper, tuttugu og tveggja ára, metnaðargjöm og ógift.” Þetta sagöi ég honum til aö sýna honum í eitt skipti fyrir öll aö ég væri sjálfstæð kona. „Þaö er auövelt aö eiga við mig,” sagöi hann. „Við höfum tímann fyrir okkur. ’ ’ Næstu vikumar haföi ég mikiö aö gera því að 150 ára hátíðarhöld- in nálguðust hjá Fotherby. Veitingar voru pantaðar, boös- kort send til fjölmiðla, glugga- skreytingamenn og ljósmyndarar unnu dag sem nótt og öll bygging- in var gerö hrein. Tina reyndi aö róa mig og sagði aö sér heföi alltaf fundist Gavin töfrandi en óútreiknanlegur og að allir sannir listamenn væru stundum skrýtnir. Eg heföi svo sem átt aö sjá viö- vörunarmerkin þegar ég gekk fyrir horniö heima og sá TIL SÖLU fyrir utan eitt húsiö. Þremur vikum seinna varð mér litiö út um eldhúsgluggann einn sunnudagsmorgun og þá sá ég svartan flutningabíl nálgast. Ég horföi undrandi á Gavin Blandford og tvo sterka unga menn bera inn fornmuni, liti, teikniborð og loks úttroönu möpp- una. Ég vonaöi fyrst að hinir tveir væru að flytja en svo sá ég Gavin standa einan eftir, heima hjá sér. Þá skildist mér aö þaö væri ekki til neins að reyna aö forðast Gavin svo ég ákvað að reyna að venjast honum. Þaö var laugardagsmorgun í apríl sem ég heyrði kunnuglega rödd þegar ég opnaði gluggann: „Eg eldaði nóg karrí handa tveimur. Viltu koma og fá bita?” Gavin fannst greinilega eðlilegt aö talast við milli glugga. „Beröu aldrei aö dyrum?” kall- aði ég á móti. Notarðu aldrei síma?” „Sjaldan! Sjáumst klukkan hálfátta í kvöld!” Og áöur en ég vissi hvaöan á mig stóö veðrið hvarf hann. Að minnsta kosti sex sinnum um daginn lá við aö ég hringdi og af- boðaði en einhvem veginn fékk ég þaö ekki af mér. „Þú áttir aö gera það fyrr, nú er þaö of seint,” sagði ég viö sjálfa mig þegar ég fór í hvíta blússu og pils. Ég gekk yfir aö húsinu andspæn- is meö vínflösku í hendinni. Eg gat þá varið mig meö henni ef illa færi. En maturinn var svo góöur aö ég sagði: „Þú ert frábær mat- sveinn. Ég veit heilmikiö um dhansak, það er erfitt aö búa það til — ég er mjög hrifin! ” Gavin sat sín megin í sófanum og nú leit hann beint í augun á mér. Eg heyrði eitthvert tikk. Kannski hafði ég hjartslátt af of- áti! „Dhansak er indverskur hátíö- armatur,” sagöi hann. „Gifstu mér og þú færö þaö á hverjum laugardegi.” „Gavin,” sagði ég og var þolin- móð eins og við kenjakrakka. „Eg kann vel viö þig. Eg þekki þig ekki vel en ég kann vel viö þig. En ég ætla ekki að gifta mig. ’ ’ „Hvers vegna ekki?” Gavin virtist mjög undrandi. „Ég bý til góðan mat. Ég á hús. Eg er þekkt- ur listamaður og hef mikið að gera. Eg dáist að konum sem vita hvað þær vilja. Ég elska þig! ” „Þú þekkir mig ekki. ’ ’ „Þaö lagast meö tímanum.” „Nei, Gavin.” Eg var ákveðin. „Sleppumþessu.” Daginn eftir skildist mér aö þetta væri til einskis því aö þegar ég vaknaði stóö GIFSTU MER, MARGRET á húsgaflinum. „Róleg, Margrét, róleg!” sagði ég við sjálfa mig enda var búið að mála yfir stafina þegar ég kom heim einn daginn. Ég mátti svo sem vita aö þaö yrði skammvinnt hlé. Eg trúði ekki eigin augum þegar bíll nam staðar fyrir utan hjá Gavin eina helgina og út úr honum kom húsbóndi minn, Tina Trav- ers, meö feröatösku, túlípanavönd í annarri hendinni og rafsuðuketil í hinni, eins og hún væri að flytja. Hún lét ekki sjá sig alla helgina svo að ég bjóst við að hún hefði flutt. Eg kom til Fotherbys í slæmu skapi á mánudaginn. Eg vissi eiginlega ekki ástæðuna. Tina tók strax eftir þessu. Hún var helmingi fallegri en venju- lega. Hún ljómaði blátt áfram. Skyldi hún vita að ég bý beint á móti? hugsaði ég. Hafði Gavin sagt henni það? „Hvað er aö, Margrét?” spurði hún glaðlega meðan hún opnaði bréfin. „Var Gavin að ergja þig einu sinni enn?” Ég tautaði eitthvað sem ég skildi ekki einu sinni sjálf. „Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af Gavin. ” Tina tók upp nokkrar ljósmynd- ir og virti þær fyrir sér. „Hann ætlar að fara að gifta sig.” Ég varð mállaus. Ég hafði búist við að ég fagnaði þessum fréttum en svo varð ég ekki hrifin. Var mér ekki sama? Var ég hrifnari af Gavin en ég hélt? Eg beið eftir að heyra meira og ætlaði að óska þeim báðum til hamingju en Tina hafði ekki meiraaðsegja. „Eg verð að fara!” sagði hún og brosti breitt. „Eg kem um tólf. ’ ’ Ég sneri mér í þrjá hringi í gula stólnum mínum. „Farðu til helvítis, Gavin Blandford!” æpti ég svo að dúfa flaug upp af gluggakistunni. Svo tók ég símann. Það var nóg að gera enda hátíðarhöldin eftir viku! 150 ára afmælisdagur Fotherbys rann upp. Sólin lét sjá sig um níu. Þetta yrði júnídagur par excellence! Eg var til í allt þegar ég haföi fariö yfir skreytinguna í tveimur deildum og rætt við veitingamann- inn. „Þetta er hræðilegt, Margrét!” Tina lagði símann frá sér og var áhyggjufull á svipinn. „Fyrirsæt- an okkar fékk botnlangakast. Fyrirtækið getur sent aðra en álít- ur að það sé fljótlegra fyrir okkur að fá einhverja úr starfsliðinu.” Það birti yfir henni. „Notar þú ekki nr. 36?” Hún horfði þegjandi á mig smástund. „Jú, þú getur gengiö!” Hálftíma seinna var ég komin í þann fallegasta, hvíta blúndukjól sem ég hef nokkru sinni séð, snyrtideildin hafði séð um að gera mig mátulega brúðarlega og mér varð litið í spegil. Okunn stúlka horfði á mig. Þetta var svo kvenleg og falleg stúlka að mig langaði til að líta um öxl og sjá hana betur. „Getur þetta verið ég? ” hvíslaði ég undrandi. Ekki veit ég hvers vegna, en á þessari stundu fannst mér Gavin standa við hliðina á mér en svo kom eitthvað fyrir augnaháralit- inn þegar ég mundi að hann ætlaði að giftast Tinu og það tók mig þrjár mínútur að þurrka burt tvo salta bletti á snyrtingunni. Ég var orðin of sein. Gavin var lofaður og það var nú það. Ég rétti úr mér og á síðustu stundu gekk ég milli marmarasúlnanna við fram- dymar á Fotherby. Ég mundi eftir að brosa blítt til fólksins fyrir utan og vonaði að blaðaljósmyndaramir og sjón- varpsmennimir fengju aldrei að vita að ég var ekki rétta stúlkan. „Inn með þig og mundu eftir að brosa,” hvæsti Tina í eyrað á mér um leið og hún ýtti mér í áttina að loftbelgnum sem á stóðu slagorð Fotherbys og beið þess að hefjast á loft. Ég hafði meiri áhyggjur af því að stíga í kjólfaldinn en feröast í loftbelg svo að ég lét róleg hjálpa mér upp í körfuna. Þar brosti ég og veifaði meðan myndir voru teknar og fólk hróp- aöi húrra. Loftbelgurinn hófst á loft og svo kipptist karfan til og þaö lá við að ég missti jafnvægið um leið og ein- hver fyrir aftan mig tók um mitti mitt. Eg hafði rétt tíma til að þekkja eiganda bláu augnanna undir pípuhattinum áður en hann kyssti mig á munninn. Mig svimaði. Ég hafði verið yfir mig ástfangin í margar vikur. Eg hafði bara verið of heimsk til að skilja það! Svo fór mig að gruna margt. „Gavin! Var þetta gabb?” spurði ég. „Auðvitað! Vissirðu ekki að Tina er frænka mín?” svaraði hann. „Hún hjálpaði mér við þetta. Við komumst að þeirri niðurstöðu að mannrán plús smá- afbrýöisemi hlyti aö koma vitinu fyrir þig!” Nú skildi ég loksins allt. Það var nægilega mikið að upp- götva að ég var ástfangin þó að flugið bættist ekki við. „Eg vona að þú getir stjómað loftbelg,” sagði ég lágt og horfði niöur á síminnkandi húsin. „Hafðu engar áhyggjur, elsk- an,” sagði Gavin og tók utan um mig. Þetta er bara æfing. Raun- veruleikinn tekur við eftir mánuð. Kirkja, blóm, kampavín, blöðrur, allt saman! ” „Ætlarðu ekki að biðja mín fyrst?” hvíslaði ég og gafst loks upp. „Fullkomið þegar femt er!” sagði Gavin, brosti sigri hrósandi og kyssti mig aftur. 20 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.