Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 34
15 Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan Læknarnir lugu fyrirEzra Pound Stuttu eftir seinni heimsstyrj- öldina var bandaríski rithöfund- urinn Ezra Pound ákærður fyrir landráð en komst hjá dómi vegna þess að geðlæknar sögðu hann ekki heilan á geðsmunum. Nú hef- ur komið á daginn að þessi um- sögn var röng en með ráðum gerð. Ezra Pound var úrskurðaður til dvalar á geðsjúkrahúsi og þar var hann í nær þrettán ár og liföi nokk- urn veginn eölilegu lífi. Pound þóttist vera geðveikur og læknar, sem voru honum velvilj- aðir, gáfu ósanna yfirlýsingu um að hann væri ekki sjálfráður gerða sinna og þyrfti að vistast á geð- veikrahæli. Pound dvaldi og „var til lækninga” á St. Elisabeth-spítal- anum í Washington og það er ein- mitt læknir þar, E. Fuller Torrey, sem heldur því fram að vottorðið um geðheilsu skáldsins hafi veriö uppspuni. Hann fékk loks í fyrra aðgang aö læknaskýrslum um Pound eftir að hafa reynt til þess án árangurs árum saman. Hann heldur því fram eftir athugun á þeim og eftir viðtöl við lækna sem störfuðu við spítalann þegar Pound var þar að myndin sem flestir bókmenntafræðingar og ævisöguritarar hafa dregið upp af Pound sé mjög villandi. Skoðanir Ezra Pound Ezra Pound hefur valdið mörgum bókelskum manninum hugarangri. Hann var vinur stór- skáldsins T.S. Elliots og raunar fleiri frægra rithöfunda en skoðanir hans voru vægast sagt undarlegar. Árið 1924 fór hann til Italíu og varð tryggur liðsmaður í fasistahreyfingu Mussolinis. Nas- isminn og fasisminn fundu góðan hljómgrunn í Pound því hann hat- aði gyðinga fyrir. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út tók hann að eigin frumkvæði að ann- ast áróöursþætti á ensku í út- varpinu í Róm. Hann jós lofi á öx- ulveldin og skammaði Roosevelt og Churchill. Jafnvel eftir að Japanar réðust á Perluhöfn á Hawaii hélt hann þessu áfram og þetta olli því að bandarískur dóm- stóll dæmdi hann fyrir landráð að honum fjarstöddum. Eftir stríð var hann handtekinn af bandaríska hemum og settur í gæslu í herbúðum rétt við borgina Pisa. Þar var hann reyndar fyrst hafður í búri úti, nánast undir beru lofti. Hann sætti geðrannsókn hjá þrem herlæknum sem ekki þóttust finna nein merki and- legrar truflunar hjá honum. 1 nóvember 1945 var hann færður til Washington og kærður fyrir landráð. Ákæran var í 19 liðum. Að sögn Torrey reyndi hann fyrst að bera við málfrelsi sér til vamar. Ef til vill varð hann hræddur er hann frétti af dómum í málum stríðsglæpamanna annars staðar: Quisling var tekinn af lífi í Noregi, Laval drepinn í Frakk- landi og Niimberg-réttarhöldin voru að hefjast. Síöast en ekki síst var William Joyce, sem kallaður var „Ho-Ho lávarður”, dæmdur til dauöa fyrir að taka þátt í stríðsút- varpi Þjóðverja! Þetta kann að hafa leitt til þess að Pound skipti um vamaraðferð. Verjandi hans hélt því nú fram að honum væri ekki sjálfrátt og fór fram á geð- rannsókn. Fallist var á tilmæli hans. Dr. Winfred Overholser, yfir- læknir við hið virta St. Elisabeth- sjúkrahús, var skipaður yfir- maður rannsóknarinnar á Pound. Stuttu seinna var hann valinn for- maöur félags bandarískra geö- lækna. 1 desember lögðu lækn- amir fram skýrslú um geðheilsu Ezra Pound og lokaniðurstaöa hennar var að hann gæti ekki talist ábyrgur gerða sinna sökum geðveiki og þyrfti á meðferð á spítala að halda. „Hreinn uppspuni" Fuller Torrey heldur því fram að þetta hafi verið einskær tilbún- ingur í því skyni að koma Pound hjá refsingu. Mest af því sem læknamir lögðu til grundvaUar áliti sínu er glatað. Áð sögn dr. Dalmau var það Overholser sjálf- ur sem eyðilagði gögnin. Þau gögn sem finnast benda til að það hafi verið Overholser sem fékk hina læknana til þess að fallast á að segja Pound geðveikan. Geðlækn- ar verjandans höfðu í fyrstu atrennu ekkert fundið sem benti til geðtruflunar hjá. skáldinu. Á næsta fundi þeirra með honum kom hins vegar ekki eitt einasta orð af viti upp úr honum. Torrey telur að Pound hafi gert sér þetta upp allt saman. Skýrsla læknanefndarinnar um Ezra Pound var tekin góö og gUd af rétt- inum og enginn hinna þriggja her- lækna, sem áður höföu átt við hann, var kaUaður fyrir dóm til vitnisburðar. Niðurstaðan var að Ezra Pound var lagður á geðspítalann þar sem hann eyddi næstu tólf árunum og hálfu ári betur. Enginn þeirra 40 lækna sem stunduðu hann þar minntist nokkm sinni á geðtrufl- anir hjá þessum sjúklingi sínum. Sjö þeirra, sem enn eru á lífi, hafa sagt við Torrey að þeir hafi taUð skáldið fullkomlega heUbrigöan mann! Hann naut engrar sérstakrar meðferðar á spítalanum en fékk þann tíma sem hann þurfti tU eigin sýslu. Hann skrifaði þrjár bækur sem gefnar voru út, þar á meðal þýðingu á ritum Konfúsíus- ar úr kínversku, og kom á fram- færi á annað hundrað greinum um ýmis efni (auk margra nafnlausra sem flestar voru um kynþátta- mál). Líf hans var viðburðaríkt. Hann tók oftast á annan tug bóka að láni vikulega og bauð tU sín gestum. TU hans streymdu gamlir og nýir vinir og engar hömlur voru á heimsóknum kvenna — hvenær sem var sólarhringsins. Undir verndarvæng læknisins Dr. Overholser gætti þessa ein- stæða sjúklings vel og bauð honum reyndar annað veifið í mat heim tU sín. Þegar landráðaákæran á hendur Pound var dregin tíl baka 1958 sá hann tU þess að skáldið gat yfirgefið sjúkrahúsið strax. (Hann fór tU Italíu og dó þar 1972.) Fyrir dómstólunum sagði hann á hinn bóginn að Pound væri of veikur tU þess að þola réttarhöld og að hann þjáðist af ólæknandi sinnisveiki. Torrey segir að læknirinn hafi vitað að þetta var ósatt. Hann sór rangan eið. Þetta er staðfest af starfsbróður Overholser sem seg- ir líka að hann mundi hafa gert þetta sjálfur. Þá á hann við að hann hefði svarið rangan eið tU að bjarga hinum mikla listamanni Ezra Pound. Það var einungis vegna bók- menntalegra verðleika Pounds að læknamir björguðu honum, segir Torrey. Hann spyr hvort þeir hefðu gert þaö sama ef hann hefði ekki verið svona mikið skáld, ef hann hefði ekki verið hvítur mað- ur af engilsaxneskum uppruna, ef hann hefði ekki verið kristinn maður. Að dómi Torreys er ÖU þessi saga dæmi um afskræmingu á réttarfari, dæmi um það hvemig sáUæknar geti misnotað þekkingu sina fyrir dómstólum og notfært sér vald þekkingarinnar til þess að hafa áhrif að geðþótta. Hann viU að það sé ævinlega víst að dómstólamir en ekki einhverjir aðvífandi læknar kveði á um það hvort einhver sakbomingur skuU njóta mUdi vegna ytri aðstæðna. 34 Vlfcan b.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.