Vikan


Vikan - 07.02.1985, Side 27

Vikan - 07.02.1985, Side 27
Umsjón: Geir R. Andersen China Rose (Kínverska rósin) Eftirlýstar myndir Leikstjóri: Robert Day. Framleiðandi: Robert Halmi jr. Aðalleikarar: George C. Scott og Ali MacGraw. Sýningartími er 120 mín Auöugur bandarískur kaupsýslumaöur tekst á hendur ferð til Kína, nánar tiltekið Canton-héraðs, til þess að leita að syni sínum. Sögusviðið endur- speglar vel hin dulmögnuöu Austurlönd og hér kynnumst við Kína nútímans. Myndin byggir á sannsögulegum heimildum og gerist eftir menningarbyltinguna í Kína. Aðalsöguhetjan, sem er leikin af George C. Scott, er viss um að sonurinn hafi verið myrtur í bylt- ingunni. Hann hefur ráðið sér leið- sögumann (Ali MacCraw) til að aðstoöa sig við leitina. Saman gera þau örvæntingar- fullar tilraunir til að komast að sannleikanum um örlög sonarins. Leitin leiðir þau dýpra og dýpra inn í undirheima pólitískrar spillingar og eiturlyfjafram- leiðslu. Eftir að þau fá upplýsingar um að hinn týndi sonur hafi farið frá Canton til Hong Kong færist sögusviðið þangað og gerist myndin ýmist innan nýtísku hótel- veggja eða á götum og hafnar- bökkum hins nafntogaða borg- ríkis. Þetta er örlagaþrungin mynd um tvær manneskjur í veröld sem virðist oftar en ekki vera að hrynja í kringum þær. I myndinni kemur George C. Scott enn á óvart með frábærum leik og þeim std sem hann einn hefur lag á að beita. Áhugafólk um kvikmyndir man eftir honum úr Patton, Hard- core og sem tónlistarkennaranum í The Changerling. Ali MacGraw, sem leikur leið- sögumanninn, er fræg fyrir leik sinn í myndinni The Getaway og ekki síður Love Story. Myndin er með íslenskum texta. í framhaldi af umfjöllun um Jacqueline Kennedy myndina hér í þættinum koma örlög forsetans sjálfs upp í hugann. Um þau hefur verið fjallað í kvikmyndum og þá í ýmsum útgáfum. Eina þeirra var hægt að fá á myndbandaleigum eða -leigu hér þar til fyrir skömmu. Kvikmyndin heitir HARRY og OSWALD. Þetta var einstaklega vel gerð mynd og lýsti aðdragandanum að morðinu á Kennedy forseta og öðrum at- burðum því tengdum, svo sem þegar Lee Harry Oswald, meintur morðingi Kennedys, var skotinn til bana í fangelsinu. Það er eins og þessi mynd hafi hreinlega „gufað upp” á mynd- bandaleigunum. Ef hins vegar einhver lesenda okkar kynni að hafa rekið augun í þessa mynd á myndbandaleigu eða séð hana nýlega væri okkur akkur í því að fá fregnir af henni til þess að geta kynnt hana hér í þættinum. Önnur kvikmynd og ekki síðri hefur ekki gert víðreist á mynd- bandaleigunum að undanfömu en var til dæmis lengi vel til staðar í Vídeóspólunni á Holtsgötu. Þetta er myndin THE ELIMINATOR. Hún fjallar um fund þeirra Stalíns, Churchills og Roosevelts í Teheran árið 1943 — og upp komst um samsæri gegn þeim meðan á fundinum stóð. Mynd þessi er með þeim betri sem gerðar hafa verið um samsæri af þessu tagi og afleiðing- ar þess og uppljóstrun löngu eftir stríð. — Aðalleikari í myndinni er Alain Delon og gerist myndin bæði nú á dögum jafnt og þegar þessir þrír „stóru” voru að fjalla um heimsmálin í Teheran. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar um þessa frábæru mynd gerðu okkur greiöa með því að láta okkur hér á Vikunni vita, svo hægt sé að fjalla um hana eins og hún á skiliö. Viö höldum áfram að kynna frambærilegar og áhugaverðar myndir í næsta blaði og kveðjum að sinni að kvikmyndasið: „stand by”. 6. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.