Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 23
Ryan O'Neal, pabbi Tatum, segir að sambandið sé dauðadæmt frá byrjun. Tatum O'Neal vill giftast hinum kjaftfora John McEnroe John McEnroe hefur hingað til verið í fréttum vegna hegðunar sinnar á tennisvellinum. John-John Kennedy Hingað til hefur tennisleikarinn kjaftfori, John McEnroe, aðallega verið í fréttum í tilefni af tennissigrum sínum og ólmu skapi á tennisleikvanginum. En nú bregður svo við að kvennamál hans hafa komist í sviðsljósið svo um munar. John McEnroe, sem er 25 ára, átti vinkonu í mörg ár. Sú heitir Stella Hall. Hún gafst endanlega upp á honum fyrir um það bil ári. Þá hitti tennisstjaman fyrrverandi konu Rods Stewart og þótti það samband ákaflega merkilegt. Gátu menn ómögulega komið auga á hvað Alana, sem er 37 ára og lifir fyrir fínt fólk, fín boð og kúltúr, kom auga á í fari Johns McEnroe sem heillaði hana svo mjög. Það var síðan í boði heima hjá þessari vinkonu sinni sem McEnroe hitti Tatum O’Neal. Ástin blossaði og nú tala þau skötuhjú um hjónaband og böm. Pabbi Tatum, Ryan O’Neal, er rasandi út af þessum fréttum og segist aldrei viðurkenna kjaftaskúminn sem tengdason sinn. Hann segir að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar tvær svo skap- bráðar manneskjur komi saman! „Drottinn hjálpi þeim ef þau ætla sér að eignast bam! Það endar bara með skelf- ingu!” segir Ryan. „McEnroe er sjálfur ekkert nema krakki. Hann hagar sér eins og fimm ára bam! ” Kennedyfjölskyldan er alltaf í sviðsljósinu og það telst til tíðinda þegar einhver úr ætt- inni trúlofast eða giftir sig. Sonur Jackie Onassis, John-John, hefur um nokkurt skeiö sést mikið með sömu stúlkunni, Sally Munro, og er talið líklegt að brúðkaupsklukkumar khngi bráðlega fyrir þau. Það merkilegasta í því sambandi er kannski að Sally þykir ótrúlega lík Caroline, systur John-John, ekki bara í útliti heldur einnig í háttum. Þau hjóna- leysin em mjög sportleg og sjást iðulega skokkandi og hjólandi í Central Park. I fyrra var Alana Stewart besta vinkona McEnroe þó enginn skildi hvað hún sá við hann. 6. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.