Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 40

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 40
Jf Fimm mínútur meö Willy Breinholst Rommfrómas Maður astti sjálfsagt að bjðða konunni sinni oftar út en maður gerir. Til dæmis væri hægt að gera sér það að reglu að lappa aðeins upp á hana og bjóða henni út á afmælisdaginn hennar. Hvers vegna ætti hún alltaf að slíta sér út þá, fá helling af gestum í heimsókn? Til eru af- bragðs veitingastaðir, vel reknir og hægt að fá sér úrvalsmat við ljúfar aðstæður, blóm og kerti á borðum. En . . . nóg um það . . . ekki eru allar konur jafn- ginnkeyptar fyrir því að borða úti, að minnsta kosti ekki frú Mallamylla. Hún er ekkert sér- lega spennt þegar maðurinn hennar, lektorinn, loks hefur sig í að bjóða henni út. Og hví ekki? Af því að maðurinn hennar er alveg sérdeilis kvartsár. Alltaf getur hann fundið eitthvað til að 'kvarta yfir: Súpan of heit eða of köld, þjónninn hefur lagt krónu of mikið á matinn eða krónu of lítið. Frú Karenu þykir alveg óskaplega pínlegt að sitja undir svona löguðu. Þess vegna kom það ekki svo mjög á óvart hvernig hún svaraði þegar Malla- mylla lektor stakk upp á því á af- mælisdaginn hennar að þau skyldu fara út og fá sér skemmti- lega afmælismáltíð. — Aðeins með einu skilyrði, sagði hún, og það er að þú farir nú ekki að þrasa. — Já, en þjónninn LAGÐI dagsetninguna við reikninginn seinast, sagði hann. — Þú vilt þó ekki að ég láti svona gaura gabba mig? Og þar að auki var hann út- lendingur. Og nógu var þetta nú dýrt samt. En allt í lagi, þú mátt treysta mér, ég segi ekki orð út af matnum. Ég skal bara borða og borga. Svo fóru þau á eitt af skemmtilegustu veitingahúsum borgarinnar og pöntuðu sælkera- máltíð fyrir tvo. — Uhm, sagði frú Karen og bragðaði á skjaldbökusúpunni, ljómandi, flnnst þér ekki? Mallamylla lektor svaraði ekki, leit bara á matseðilinn. Tortue Claire með koníakstári, stóð þar. Hann fékk sér eina skeið, bragðaði og þefaði aftur. Hann hafði greinilega ríka þörf fyrir að fræða bæði frú Karenu og þjóninn á því að þessi skjald- bökusúpa hefði aldrei svo mikið sem komist í sama herbergi og koníaksflaska, ekki einu sinni af ódýrustu tegund. — Gómsæt, finnst þér ekki? — Juuuú . . . tautaði lektorinn í barm sér og borðaði súpuna þegjandi. Þeim tókst að borða steiktu lambakóteletturnar sem voru sérlega ljúffengar með blómkáli, grilluðum tómötum, harikot-baunum og púrru. — Um, sagði frú Karen, þetta lítur nú vel út, flnnst þér ekki? Ég er nú bara fegin að þú skulir hafa boðið mér út að borða á afmælinu mínu. 40 ViKan 6. tm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.