Vikan


Vikan - 07.02.1985, Side 33

Vikan - 07.02.1985, Side 33
Skíðasvæðið í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöll- um er eins og nafnið bendir til í Bláfjallafólk- vanginum en hann er sameign fjölmargra sveit- arfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Það hefur líklega ekki farið fram hjá nein- um hve vinsældir skíða- íþróttarinnar hafa aukist á seinni árum. I Bláfjöllum er nú hin besta aðstaða til þess að iðka þessa íþrótt. Þar er glæsilegur skáli í eigu Bláfjallanefndar en hún er samstarfsnefnd sveitarfélaganna, stólalyft- ur af fullkomnustu gerð og fjöldi annarra lyftna, bæði í eigu nefndarinnar og íþróttafélaga sem einn- ig hafa þarna bækistöð. Þá munu samgöngumál stað- arins breytast mikið til batnaðar með tilkomu nýs vegar úr suðri. Auðveldar hann mjög öllum íbúum á syðri hluta svæðisins að komast þangað því þegar hann verður fullgerður þurfa þeir ekki að leggja lykkju á leið sína í gegn- um Reykjavík. Myndin hér á opnunni sýnir helstu kennileiti á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Hún sýnir þó ekki nema upphaf göngu- brautarinnar sem teygir sig til suðausturs frá svæðinu en er bæði merkt og troð- in. Myndin er tekin af Mats Wibe Lund fyrir Blá- fjallanefnd. 6. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.