Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 42
Framhaldssaga Sautjándi hluti c53ST/^ 'EMMU Janette Seymour Ung komst Emma að því að lífið er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fóma. Hún var uppi á tím- um sem ekki voru beinlínis neinir kvenréttindatímar en lærði það jafnframt að konur allra tíma hafa með lagi getað komið sínum málum fram og haft þó nokkur áhrif á gang mála í kringum sig.......... „Merkir þetta aö þú getir fyrir- gefiö mér í hjarta þínu?” spurði hún. Hann lagði fingur á varir hennar. „Það er ekkert aö fyrir- gefa, Emma,” sagði hann blátt áfram. „Æska kallar á æsku og ellin veröur að láta í minni pok- ann. Eg hef notið lystisemda holdsins og drukkið djúpt af bikar lífsins. Því skyldi ég — næstum karlægur og laus við holdsins þrár — neita þér um rétt æskunnar til æöstu gleði?” „Herra, þú ert ekki svo gamall að öll þrá sé að eilífu frá þér vikin!” hrópaði Emma. „Ég er eiginkona þín, skyldurækin eigin- kona þín, og skal vera þér þjónustustúlka — sem þú kallar á að þóknast þér.” Fingur hennar, innblásnir af þakklæti og innilegri ástúð, voru að fálma við hnappana á bolnum á kjólnum hennar sem brjóstin skoppuðu laus undir. Hönd hans stöðvaði fingur hennar. . . . Hann hristi höfuðið. „Ekki að ég sé í neinum vafa um hæfni þína til að vekja upp, Emma,” sagði hann, „eða að þú getir veitt mér gleði og hana mikla. En vina mín, þegar eitthvað er liðiö er best að kalla ekki á það aftur. Það er best að leika ekki dautt stef til að forð- ast að lagið verði of hvasst, sam- hljómamir súrir. Láttu vera, Emma. Vertu mér það sem þú ert nýskeð byrjuð að læra að verða: ástrík einkadóttir mín.” Hún kyssti hann á ennið. „Það skal ég vera,” lofaði hún honum. „Það skal ég sannarlega vera! ” Hann kinkaði kolli og þrýsti hönd hennar.,, Það er ég viss um, vina mín,” sagði hann. „En núna skulum við snúa okkur að morgun- deginum. Fyrir kvöldverð las ég fyrir bréf um að ég segöi af mér stöðunni. Það heldur ekkert í okk- ur hér, Emma. Viö getum farið aftur til Englands, á landsetrið okkar utan við Bristol og í húsin í London og Bath. Kæriröu þig um það, Emma? Þú yrðir fullkomin drottning allra þriggja aðsetr- anna.” Hún horfði athugul á hann. Þó hann væri orðinn hrumur fyrir aldur fram vegna veikinda hafði hann enn jafnbeitta hugsun og rakvélarblaö og hafði — ef trúa mátti sögusögnum — snúið þeim í hag nýlegum hrakförum bresku sveitanna á vatnasvæöinu. „Herra,” sagði hún, „ertu viss um að þér þrautleiðist ekki borg- aralegt líf? Þú hefur borið einkennisbúning konungsins, eins og þú hefur sagt mér, allt frá því að þú varst ungur aö árum — nú neyðist þú til að drekka vatnið í Bath og láta aka þér um sveitaset- urþitt.” Sir Claude brosti og hristi höf- uðið. „Þér skjátlast um aldraðan eiginmann þinn, elsku Emma mín,” sagöi hann. „Ég drekk vatnið, já. Vissulega læt ég aka mér um landareignina. En helsta viðfangsefni mitt verður að efla hag fjölskyldufyrirtækisins okkar, kaupskipaflota Devizes-ættarinn- ar sem eitt sinn var helsta útgerð- arfyrirtæki í Bristol og verður það aftur ef guð lofar og ég beiti sígild- um grundvallarkenningum hers- ins um skipulagningu og rökfræði. „Auk þess, Emma,” sagði hann að lokum og horfði á hana óhvikull og með óumræðilegri blíðu, „er það ósk mín að barnið þitt — ég ætti að segja bamið okkar — fæð- ist í elsku gamla Englandi og við þann heimilisarin sem hann eða hún mun einhvem tímann erfa.” Emma gerði sér hálfvegis grein fyrir því að munnur hennar hlaut að hanga opinn á kjánaleg- asta hátt og að hjarta hennar barðist svo tryllingslega að hann hlaut að heyra í því. Hún leitaði aö orðum til aö lýsa furðu sinni; þau komu seint og voru hvergi nærri fullnægjandi. „Herra, áttu við að þú — að þú vitirþetta? En — hvernig?” Sir Claude baöaði út höndunum. „Ég sagði þér það, Emma, að fyrri kona mín, hún Mary min kæra, lagðist á sæng fimm sinnum en guð tók þau börn snemma frá okkur. Afleiðingamar eru þær að ég veit litið — dapurlega lítiö — um börn og þeirra háttu. Já, en það sem ég ekki veit um siði og duttlunga bamshafandi kvenna er naumast þess virði aö vita það. Kæra Emma, ég hef fylgst af áhuga með ásókn þinni í stór, græn epli og ofboðslegum viöbjóði þínum á feitu kindakjöti. Með vax- andi gleði hef ég fylgst með því hvemig þú ert allt í einu oröin sólgin í kanil en sinnir ekkert basil og súru sem voru uppáhalds- kryddjurtirnar þínar þegar þú komst fyrst. Vissa um ástand þitt — og mikill fögnuður — kom þegar ég sá þig strax eftir aö ég kom heim í gær. Ég sá fullnægða konu, sæla í þeirri vissu að hún bæri nýtt líf undir belti. Og núna, væna mín, held ég að ég vilji annað koníaksglas áður en égfer að sofa.” 41 VIKan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.