Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 25

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 25
Eldhús Vikunnar Umsjón: Sigurður Hreiðar Kartöflur eru til margra hluta nytsam- legar. Algengast er þó að borða þær en það miðast við að kartaflan sé heilbrigð frá barnæsku og hafi hlotið góða meðferð og geymslu. Þær uppskriftir sem hér fara á eftir miðast við að kartöflurnar séu nokk- uð stórar, svo ef til vill verður að leita sér að innfluttum kartöflum — eða íslenskum hlussum af því tagi sem algengast er að Ijósmynda hjá eldspýtustokk á haustin. En hvað um það, Ijúft og lostætt skal það vera. G rund vallaraðf erð: Burstiö vandlega öll óhreinindi utan af kartöflunum og látið þær þorna. Stingið hverja kartöflu einu sinni með gaffli til að gufan eigi útleiö úr henni meðan hún bakast. Bakið á grind í ofni sem hitaöur hefur verið í 210 gráður áður en kartöflurnar eru látnar í hann. Þær veröa mjúkar í gegn á 30—45 mínútum. Takið þær þá út, skerið ofan af þeim og holið þær fyrir fyllinguna — 3—4 teskeiðar. Uppskriftimar hér á eftir eru fyrir fjórar hver. 4kartöflur, 110—120 g hver 1/4—1/2 bolli strengjabaunir, skornar íþumlungslanga búta. 110 g túnfiskur (eða annar eðalfisk- ur), soðinn, kældur og maríneraður í matarolíu 1 brytjaður tómatur salatblöð 1 harðsoðið egg í sneiðum 1 teskeið kapers 2 matskeiðar borðedik Ijós pipar Gufusjóðið strengjabaunimar þar til þær eru mjúkar (en ekki Unar), 1—2 mínútur. Fóðrið hverja kartöflu (eftir að hún hefur hlotið grundvallarmeðferð) með salatblöðum. Fyll- ið síðan með fiskinum, tómatnum, egginu, baununum og kapersnum. Hellið edikinu yfir og kryddið með pipar að smekk. Fuglaferja 4kartöflur, 110—120ghver 2 kjúklingabringur, ca 100—120 g hver, pörudregnar og úrbeinaðar (eða aðrir fuglar eftir smekk og hentisemi) 1,5 bolli kjúklingasoð 2 matskeiðar sýrður rjómi 2 matskeiðar rjómi (36%) 1 teskeið þurrkað og mulið tarragon 1 teskeið rifinn sítrónubörkur 2 matskeiðar rauð paprika (duft) salt pipar Lækkið ofnhitann í 100 gráður til að geta hald- ið kartöflunum heitum eftir að búið er að skera þær og hola. Sjóðið fuglabringumar í seyðinu í litlum potti í svo sem 10 mínútur eöa þar til þær eru soðnar í gegn. Veiðið þær þá upp úr og skerið í litla feminga. Blandiö 1/4 bolla af soði í skál með sýrða rjómanum, rjómanum, sítrónuberkinum, tarragoninu og paprikunni. Kryddið að smekk með salti og pipar. Bætið fuglakjötinu út í og blandið vel saman. Takið kartöfluferjumar úr ofninum og skiptið fyllingunni í þær. Berið fram heitt. Aldinferja 4 kartöflur, 110—120 g hver 1/2 bolli blóm af spergilkáli 1/2 bolli þunnar sneiðar af squash (graskeri) 1/2 bolli þunnar gulrótarsneiðar, skornar skáhallt 1/2 bolli hvítar, stórar baunir, flysjaðar og uppbleyttar smjör 1/4 bolli rifinn ostur Lækkið ofnhitann í 100 gráður og haldið kartöfluferjunum heitum. Gufusjóöið græn- metið þar til það er mjúkt án þess að vera lint, 1—2 mínútur. Takið ferjurnar úr ofninum og skiptið fyllingarefnunum í þær. Setjið smjör- klatta í hverja ferju og stráið ostinum yfir. Hitið þar til osturinn er runninn saman. Berið fram heitt. 6. tbl. Vikan 2S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.