Vikan


Vikan - 07.02.1985, Page 25

Vikan - 07.02.1985, Page 25
Eldhús Vikunnar Umsjón: Sigurður Hreiðar Kartöflur eru til margra hluta nytsam- legar. Algengast er þó að borða þær en það miðast við að kartaflan sé heilbrigð frá barnæsku og hafi hlotið góða meðferð og geymslu. Þær uppskriftir sem hér fara á eftir miðast við að kartöflurnar séu nokk- uð stórar, svo ef til vill verður að leita sér að innfluttum kartöflum — eða íslenskum hlussum af því tagi sem algengast er að Ijósmynda hjá eldspýtustokk á haustin. En hvað um það, Ijúft og lostætt skal það vera. G rund vallaraðf erð: Burstiö vandlega öll óhreinindi utan af kartöflunum og látið þær þorna. Stingið hverja kartöflu einu sinni með gaffli til að gufan eigi útleiö úr henni meðan hún bakast. Bakið á grind í ofni sem hitaöur hefur verið í 210 gráður áður en kartöflurnar eru látnar í hann. Þær veröa mjúkar í gegn á 30—45 mínútum. Takið þær þá út, skerið ofan af þeim og holið þær fyrir fyllinguna — 3—4 teskeiðar. Uppskriftimar hér á eftir eru fyrir fjórar hver. 4kartöflur, 110—120 g hver 1/4—1/2 bolli strengjabaunir, skornar íþumlungslanga búta. 110 g túnfiskur (eða annar eðalfisk- ur), soðinn, kældur og maríneraður í matarolíu 1 brytjaður tómatur salatblöð 1 harðsoðið egg í sneiðum 1 teskeið kapers 2 matskeiðar borðedik Ijós pipar Gufusjóðið strengjabaunimar þar til þær eru mjúkar (en ekki Unar), 1—2 mínútur. Fóðrið hverja kartöflu (eftir að hún hefur hlotið grundvallarmeðferð) með salatblöðum. Fyll- ið síðan með fiskinum, tómatnum, egginu, baununum og kapersnum. Hellið edikinu yfir og kryddið með pipar að smekk. Fuglaferja 4kartöflur, 110—120ghver 2 kjúklingabringur, ca 100—120 g hver, pörudregnar og úrbeinaðar (eða aðrir fuglar eftir smekk og hentisemi) 1,5 bolli kjúklingasoð 2 matskeiðar sýrður rjómi 2 matskeiðar rjómi (36%) 1 teskeið þurrkað og mulið tarragon 1 teskeið rifinn sítrónubörkur 2 matskeiðar rauð paprika (duft) salt pipar Lækkið ofnhitann í 100 gráður til að geta hald- ið kartöflunum heitum eftir að búið er að skera þær og hola. Sjóðið fuglabringumar í seyðinu í litlum potti í svo sem 10 mínútur eöa þar til þær eru soðnar í gegn. Veiðið þær þá upp úr og skerið í litla feminga. Blandiö 1/4 bolla af soði í skál með sýrða rjómanum, rjómanum, sítrónuberkinum, tarragoninu og paprikunni. Kryddið að smekk með salti og pipar. Bætið fuglakjötinu út í og blandið vel saman. Takið kartöfluferjumar úr ofninum og skiptið fyllingunni í þær. Berið fram heitt. Aldinferja 4 kartöflur, 110—120 g hver 1/2 bolli blóm af spergilkáli 1/2 bolli þunnar sneiðar af squash (graskeri) 1/2 bolli þunnar gulrótarsneiðar, skornar skáhallt 1/2 bolli hvítar, stórar baunir, flysjaðar og uppbleyttar smjör 1/4 bolli rifinn ostur Lækkið ofnhitann í 100 gráður og haldið kartöfluferjunum heitum. Gufusjóöið græn- metið þar til það er mjúkt án þess að vera lint, 1—2 mínútur. Takið ferjurnar úr ofninum og skiptið fyllingarefnunum í þær. Setjið smjör- klatta í hverja ferju og stráið ostinum yfir. Hitið þar til osturinn er runninn saman. Berið fram heitt. 6. tbl. Vikan 2S

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.