Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 58

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 58
11 Slúður Tískudrottningin Kvikmyndun frestað vegna óláta í bömunum! Schyle dóttir Sissy Spacek er hinn mesti fjörkálfur. Ástralski leikarinn Mel Gibson er talinn ein skærasta stjarna framtíðarinnar. Patti Reagan Til skamms tíma vildi Patti, dóttir Nancy og Ronalds Reagan, sem minnst vita af hinum frægu foreldrum sínum. En eftir að hún giftist jógakennaranum sínum er eins og hún hafi skipt um skoðun. Nú birtist hún gjarnan á myndum með foreldrum sínum og þá stendur eiginmaðurinn auð- vitað við hlið hennar. — Hún hefur líka fengið aukinn áhuga á tískunni. Nú er svo komið að hún stundar fyrirsætustörf fyrir hin ýmsu tískuhús og hér sést hún vera að máta einn kjólinn sem hún sýndi á dögun- um. Nú er búið að frumsýna nýjustu kvikmynd Sissy Spacek, The River, og virð- ist hún ætla að fá ágæta dóma. Aðalhlutverkið á móti Sissy Spacek leikur ástr- alski leikarinn Mel Gibson sem lenti í fyrsta sæti er amerískar konur voru spurðar að því hvaða karlmann þær vildu helst kyssai Hann sigraði Harrison Ford sem var í fyrsta sæti í fyrra. Það gekk á ýmsu meðan á kvikmyndun The River stóð. Sissy Spacek hafði Schyle dóttur sína með sór og Mel Gibson mætti einnig á upptökustað með börnin sín þrjú. Varð úr hinn mesti hamagangur og skemmtu börnin sér konunglega. Fresta varð kvikmyndun um mánuð á meðan leikararnir komu börnum sínum í pössun. Richard Attenborough kvikmyndar A Chorus Line Þegar menn eru spuröir að því hver þeim finnist vera lélegasta leikkonan í Dallas svara þeir yfirleitt Charlene Tilton (Lucy) og Audrey Landers (Afton Cooper). En víst er að Richard Attenborough er ekki sammála. Hann valdi Audrey Landers til að fara með eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum A Chorus Line sem hann er nú að kvikmynda á Broadway. Attenborough valdi 17 dansara úr hópi 3 þúsund umsækjenda og er sann- færður um að þar fari bestu dansarar sem uppi eru. Þessi mynd hefur lengi verið á dagskrá hjá þessum fræga leikstjóra eða alveg síðan hann gerði Oh! What A Lovely War (0, þetta er indælt stríð) árið 1969. Hann frestaði henni þó og ákvað að gera stórmyndina Gandhi á undan. Attenborough heldur því fram að það hafi verið bamaleikur að leikstýra Gandhi miðað við að segja bak- tjaldasögu Broadway. „Á Indlandi hafði ég töglin og hagldimar en hér get ég engu breytt. Hér er ég að kljást við leikhúsið sjálft! ” Það kom einnig á óvart að Attenborough skyldi velja leikarann Michael Douglas og Nicole Fosse, dóttur leikstjórans Bob Fosse. Hún hefur aldrei áður leikið í kvikmynd en önnur leikkona lék hana sjálfa í kvikmyndinni All That Jazz sem Fosse gerði sjálfur og var byggð á ævisögu hans. \ SSVlkan 6.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.