Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 15

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 15
f ff\yfirboröinu eru þessar persónur gjör- ólíkar. En ef maður kíkir á bak við þá eru þær báðar kúgaðar. Þó eru þær sáttar við hlut- skipti sitt vegna þess að þær gera ráð fyrir því að verða alltaf undir í lífinu. ’ ’ Er gaman að leika Auði í Hryllingsbúðinni? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Og hún er alls ekki eins einföld og margir halda. Að vísu lagði ég kannski of mikil tilþrif í leikinn fyrst. Leikstjóramir einfölduðu það talsvert. En hún sýnir samt margt af því sem í henni býr. En það var svolítið vandamál hjá mér að gera hana ekki of flókna. . . var það ekki, Leifur?” „Jú,” svarar Leifur. Hann kannast greini- lega við það. „Hún vildi gera svo mikið úr henni, bless- aðri.” Edda bætir við: „Mér fannst hún eiga þaö skilið. Enda held ég að oft fari saman ein- feldni og tilfinningasemi. En þetta er erfitt hlutverk, því er ekki að neita. Bara raddbeit- ingin olli mér vandræðum, sérstaklega af því að ég þarf að syngja með þessari rödd líka! ” Eru einhverjar manngerðir í uppáhaldi hjá þér umfram aðrar? „Nei, þaðheld ég ekki....” Leifur skýtur inn í: „En gáfaöar ljóskur? Er þaö ekki draumurinn hjá þér að lyfta ljósk- unum á hærra plan? ’ ’ Edda springur úr hlátri: „Ég held að þú ættir frekar að segja að það sé uppáhaldshlut- verkið hans Leifs! En ég á mér uppáhalds- hlutverk. Það hefur aldrei verið leikið og er eftir nóbelsskáldið. Ég vil þó ekki segja hvað þaðer!” Af hverju ekki? „Bara, hjátrú. Er þá hrædd um að draum- urinn rætist ekki. En ég lofa að láta vita um leið og hann rætist,” segir Edda og glottir. „Þetta er manneskja sem sýnir alla sína persónutöfra í gegnum tilfinningar... en hver er ekki þannig hjá Halldóri? Hann er óneitan- lega sá rithöfundur sem hefur skapað merki- legustu kvenpersónumar í íslenskum bók- menntum. Ertu ekki sammála, Leifur?” „Ég veit ekki hvort ég þori að taka svona stórt upp í mig,” segir Leifur hugsandi. „Auðvitað skapar hann alveg yndislegar per- sónur en ég fer alltaf varlega í efsta stig lýs- ingarorða!” „Þér er alveg óhætt að nota það hér,” segir Edda einbeitt á svip. „En þó það hafi veriö gaman að leika AuCá var fyrsta stóra hlutverkið mitt í Þjóðleikhús- inu í Milli skinns og hörunds. Ég lék þar á móti Sigurði Skúlasyni, þrautreyndum leik- ara, en ég var bara byrjandi! Aðalvandamál mitt var að finnast ég ekki vera svona voða- lega lítil á sviðinu, að reyna að gefa svo af mér að ég fyllti út í rýmið. Leikaramir tóku mér líka svo vel. Ég var að vísu búin að kynnast Sigríði Þorvaldsdótt- ur og Bessa Bjamasyni í Gæjum og píum og ég lærði mjög mikið af því að fylgjast með þeim, hvemig þau unnu, hvemig þau umgeng- ust búningana sína, hlutina sína, eins og þetta væru gimsteinar! ” Hefurðu einhverjar ákveðnar manneskjur í huga þegar þú ert að leika hlutverk? „Maður tekur auðvitað mið af þeim sem maður þekkir. En ég þeysi ekkert um allt til að kynnast sem flestum. Svo hef ég auðvitað mína lífsreynslu sem er alveg mátulega skrautleg, finnst mér. Það er mjög persónu- bundið hvert leikarar sækja reynslu sína. En hún kemur ekki auðveldlega, maður kaupir hana ekki úti í búð! ” Þú kenndir í Olafsvík. Hvað kom til að þú fórst svo í leiklistarskólann? „Ég er ekki ein af þessum sem ákveða 4 ára að verða leikkona! Ég tók stúdentspróf í Menntaskólanum við Sund og eftir það fór ég vestur í ölafsvík og kenndi einn vetur. Ég held að ég hafi þá verið að forðast að taka ein- hverja ákvörðun um hvað ég ætti að leggja fyrir mig. Ég hafði mjög gott af því og ég held að ég hafi lært miklu meira þennan vetur heldur en litlu greyin sem ég var að kenna! ” Edda skellir upp úr. „Maður hefur svo miklu betri tíma til að hugsa úti á landi,” bætir Leifur við. „Einmitt. Það er svo margt sem glepur hér í Reykjavík. Ég hafði til dæmis oft verið beðin um að leika hitt og þetta í menntaskólanum en ég treysti mér aldrei fullkomlega til þess. Ég þurfti enga sérþekkingu til að skemmta mér með skóiasystkinum úti á gangi. Én þegar eitthvað var komið upp á svið fannst mér það þurfa að vera því sem næst fullkom- ið! Eftir veturinn í Olafsvík fannst mér ég síðan vera tilbúin að ráðast í leiklistamám- ið.” Islendingar hafa nú svo gaman af ættfræöi. Hvaðan ert þú og hverra manna? „Það er nú ekki nema sjálfsagt að upplýsa það. Ég er ættuð af Skaganum. Faðir minn hét Halldór Sigurður Backman og móðir mín heitir Jóhanna Dagfríður Ammundsdóttir. Ég flutti frá Akranesi tæplega fimm ára. Þó ég kunni nú alltaf best við mig í fjölmenni vildi ég alltaf fara á sumrin á Skagann til ömmu og afa. Ég er því orðin nokkuð kunnug landsbyggðinni.” Nú virðist þú hafa nóg á þinni könnu en samt hefur þér tekist að byggja þér hús. Hvenær fannstu tíma til þess? „Þetta var nú mitt áhugamál á meðan ég var í Nemendaleikhúsinu og í fyrra. Pabbi hjálpaði mér á meðan hans naut við. Hann var byggingarmeistari og ég vann með hon- um á sumrin frá því að ég var 10 ára gömul. Ég er því eiginlega með sveinspróf í smíðum! Ég var meðal annars með honum í því að endurbyggja Torfuna þannig að ég vissi alveg út í hvað ég var að fara. Húsið mitt er gamalt hús, heitir Vorboðinn og stóð uppi við Rauö- hóla. Aðalhúsið var rifið en ég fékk afhýsi sem fylgdi með því. I fyrstu fannst mér þessi byggingarhugmynd alveg fráleit. Það var ekki númer eitt, tvö né þr jú hjá mér að byggja hús. En ég gerði það nú samt, fékk ódýra lóð á Bráðræðisholtinu í vesturbænum og flutti hús- ið þangað eina bjarta nótt. Þetta er svo sum ekkert fínt hús, bara persónulegt og þægilegt og ég er alsæl með það. Ég á eftir að klára efri hæðina. Ætla að bíöa með það þangað til ég hef efni á því. Ég stend nefnilega ein í þessu. Er ólofuð.... Þeir segja að ég sé besta gjaforðið sunnan Hringbrautar!” bætir Edda svo við og hlær að þessum viðbæti sín- um. Ertu ekki kölluð Hallarfrúin eftir að þú fluttir inn? „Þetta er nú ekki höll, líkara bóndabæ myndiégsegja!” Hefurðu önnur áhugamál en smíðamar? „Já, já. Ég hef veriö með í leikhópnum Svart og sykurlaust, sem var óskaplega gaman. Síðan er ég farin að syngja. Fyrir hlutverkið í Hryllingsbúðinni fór ég í söng- tíma til Þuríöar Pálsdóttur og hún hefur hjálpað mér mikið. Hún ætlar síðan að hafa mig áfram svo söngurinn verður næsta áhugamálmitt!” Og hvað stendur svo til? „Mig langar til þess að fá svona fjölbreytt hlutverk áfram. Ég vil helst blanda saman gamanleik og alvöru og svo held ég aö ég hefði mjög gott af því að leika einhvem tíma hlutverk sem hefur enga samúð. Það væri eflaust mjög hollt fyrir mig. En það er bara svo mikið framboð af ungum leikurum núna að það gæti leitt til þess að minna yrði hugsað um þroska og leiklistarferil hvers og eins. Næsta mál á dagskrá hjá mér er að leika í kvikmynd í vor. Þá kynnist ég enn einni hlið- inni á leiklistinni. Það verður mjög spenn- andi.” Edda Backman breytist i Mörtu f PRESTFÓLKINU sem Nemendaleikhúsiö sýndi. b. tbl. Vlkan XS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.