Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 45
hafði verið nagandi efi í huga
hennar? Kannski var Yves veiði-
maður en ekki ástkær Nathan
hennar Grant faðir að barninu
hennar.
Sem betur fer var Annabel
Harriet Emma, örugg við brjóst
Emmu í rúmgóðu barnaherberg-
inu við Royal Crescent eftir alla
erfiðleikana sem voru samfara
komu hennar í þennan heim, lif-
andi vitnisburður um faðerni sitt.
Dökkur hárþyrillinn og glæsilegt
litaraftið var frá móður hennar.
En augun — þessi djúpbláu og
ógleymanlegu augu — tilheyrðu
Nathan Grant, skipstjóra í sjó-
her Bandaríkjanna.
ANNABEL LITLA fæddist um
sama leyti og Napóleon keisari
sagði formlega af sér eftir ósigra
á Pýreneaskaga, í Rússlandi og
annars staðar í Evrópu og fékk
leyfi til að drottna yfir örlítilli eyju
í Miðjarðarhafi, Elbu (hann hefði
getað orðiö herra heims-
byggöarinnar), þar sem hann lifði
á tveggja milljóna franka fjár-
veitingu á ári og hugsaði um það
sem hann hefði getað oröið.
Sir Claude Devizes gladdist yfir
aö aftur skyldi kominn á friður og
sagði fallegu konunni sinni að
það hefði verið himnasending,
þetta tækifæri til að bæta hag út-
gerðarfyrirtækis síns. Allan sólar-
hringinn dundu í skipasmíða-
stöðvum Bristol og Liverpool
hamarshögg smiða, skaraxir
smullu á fyrsta flokks eik, að
vitum barst lykt af heitum, hömr-
uðum kopar og látúni — þegar
Devizes-skipin risu frá kili aö
mastri til aö sigla um höfin sjö í
erindagjörðum Devizes-fjölskyld-
unnar. Skipaeigandinn og kornung
kona hans virtust ekki vita aura
sinna tal og sáust í hópi fínasta
fólksins í Bristol, Bath og London.
„Beau” Brummel var tíður gestur
viö borð Emmu og fyrir vináttu
sína við þennan forvígismann
góðs smekks tók prinsinn af
Wales, sem nú var orðinn ríkis-
stjóri, á móti sir Claude og
lafði Devizes. Hinn konunglegi
nautnaseggur horfði með glampa í
augum á töfrandi vöxt Emmu en
sem betur fer var það án hættu á
nánari samskiptum því að þótt
„Prinny” væri ákafur aðdáandi
snoturs æskuandlits og stinnra
brjósta var hin gífurlega sérfræöi-
þekking hans á því sviði ein-
vörðungu fræðileg; í reynd kaus
hann heldur athygli, félagsskap —
og rúm — kvenna sem voru heldur
eldri en hann sjálfur.
I lok þessa árs lauk á ófull-
nægjandi hátt átökunum,
skaðlegum báðum aöilum, sem
síðar urðu kunn sem stríðið 1812,
— og má um það segja að eina
góða sem af því leiddi hafi verið
samning ameríska þjóðsöngsins
— er undirritað var Gentarsam-
komulagið þar sem Bandaríkja-
menn afsöluðu sér landsvæðunum
í vestri sem höfðu verið hrifsuð af
indíánum, bandamönnum Breta
og fátt annað breyttist.
SÍÐDEGI NOKKURT eftir nætur-
langa veislu í samkomusölunum í
Bath, þar sem Emma og sir
Claude höfðu setið við borð
„Prinny”, fór Emma á fætur eftir
hádegisverö og ætlaöi að ríða út á
Lansdown-almenningnum eins og
þá var í tísku. Hún fór fyrst inn í
barnaherbergi til að gæta að
Annabel. Telpan var steinsofandi
og tvær fóstrur litu eftir henni en
var aftur sjálfum haldið við efnið
af Agnesi Reilly sem dáði Annabel
svo mjög að nálgaðist hjáguða-
dýrkun. Emma staldraði nægilega
lengi við til að strjúka flauels-
mjúka kinn og strjúka óstýrilátan
lokk frá litla enninu en ungu fóstr-
urnar tvær horfðu á með angur-
værri öfund. Hún mælti svo fyrir
að það ætti að koma inn meö
barnið um kvöldverðarleytið til að
segja „góða nótt” við ástríka for-
eldrana. Síðan hélt hin stolta
móðir niður í anddyrið.
Þegar hún var komin hálfa leið
niöur nam hún staðar, varð allt í
einu gripin furðulegri og áleitinni
tilfinningu. Það var engu líkara en
hún hefði farið þessa leið áður,
klædd eins og hún var þá, í
grænum reiðfötum úr flaueli,
skreyttum svörtum snúrum, með
háan hatt sem hallaðist glanna-
lega fram á blæjuhulið ennið,
svipu í hanskaklæddri hendi, nett
Hessian-stígvél upp að hnjám. I
miðjum stiganum í fallega húsinu
hennar í Bath á heiðskíru vetrar-
síðdegi.
Það var einhver niðri í and-
dyrinu: maður í gráum jakka og
ljósum buxum. Hann sneri í hana
baki, horfði út um gluggann á
hellulagða götuna þar sem lagleg
fóstra gekk og ýtti á undan sér
vagni og á eftir henni fór fýldur
strákur í matrósafötum.
Hann sneri sér viö þegar hann
heyrði til hennar í stiganum og hún
horfði niður með vaknandi
undrun, horfði í djúpu bláu augun
sem einu sinn fylltu allan heim
hennar.
„Góðan daginn, lafði Devizes,”
sagði Nathan Grant.
Fjóröi hluti
„Djöfullinn er dauður! ”
FYRSTIKAFLI
ENDURFUNDIR þeirra voru því
sem næst strax truflaðir þegar nýi
einkaritarinn kom og tilkynnti
Grant skipstjóra að sir Claude
væri það ánægja að taka á móti
honum í svefnherbergi sínu og
spurði hvort skipstjórinn vildi
vera svo góður að koma með sér.
Grant, sem Emma hafði naumast
sagt nokkuð við og ekkert nema
hversdagslegt og almennt, hneigði
sig kurteislega og kvaddi hana
með einu augnatilliti sem kom
hjarta hennar til að hoppa af ein-
skærri gleði. Hún horfði á hann
elta einkaritarann upp stigann;
þráði hann, önd hennar öll vildi
halda á eftir honum.
Á Lansdown-almenningi var
hún næstum búin að gera hesta-
svein sinn — fyrrverandi
reiðkennara úr riddaraliðinu og
töluvert við aldur — vitlausan.
Chudleigh reiðkennari, sem var
þrátt fyrir aldurinn ákaflega
hneigður til fallegra ungra kvenna
og hefði gefið helming eftirlauna
sinna fyrir næturgaman með hús-
móður sinni í mjóa fletinu fyrir
ofan reiðtygjageymsluna, gat ekki
ímyndað sér hvað hefði hlaupið í
stúlkuna. Þetta síðdegi reið hún
eins og vitskert kona, keyrði Jeze-
bel, hryssuna sína, yfir allar
hindranir sem hún sá, limgerði,
veggi, fimm-rima hlið, allt með
miklum krafti. Hún laut lágt fram
á fljúgandi makka hrossins og
tinnusvartir lokkar hennar þyrl-
uðust í vindinum (hún hafði fyrir
löngu tapað hattinum) og fylgdi
trylltu skeiði Jezebel með ólmri
þakkargjörð fyrir endurkomu
elskhuga síns.
Af hverju og hvernig þaö
gerðist, með hvaða hætti Nathan
hafði komið endurfundum þeirra í
kring (það gat þó ekki hafa oróið
fyrir einbera tilviljun!) vissi hún
ekki og stóð líka á sama. Hann var
kominn! Til Englands! Til Bath!
Á heimili hennar sjálfrar!
Og Emma Devizes, fædd Dash-
wood, með allt sitt óstýriláta,
ástríðufulla Cradock-blóð, mátti
fara f jandans til ef hún ætlaði ekki
að eyða næstu nótt í faðmi elsk-
huga síns og barnsfööur. Ljúfur og
ástríkur eiginmaöur hennar hafði
gefið henni heimild til slíks.
Hvernig hafði hann orðað þaö?
„Ellin verður að bjóða hinn vang-
ann. . . Því skyldi ég neita þér um
réttinn...?”
Það fór gleðistraumur um
Emmu og hún hleypti hryssunni
að ískyggilegum steinvegg. Jeze-
bel var hvött af hugarástandi hús-
móður sinnar og flaug yfir vegg-
inn með glæsibrag en Chudleigh
reiðkennari, sem kom á eftir, tók í
taumana og gerði enga tilraun en
bölvaði sjálfum sér og Emmu.
RAUNVERULEIKINN var betri
en hún hefði trúað. Hún sat við
borð í borðstofu sinni með Nathan
sér á vinstri hönd og eiginmann
sinn gegnt sér. Það var einn
gestur enn til kvöldverðar, George
Delavere lávarður, þingmaður
Bath. Hann gat ekki farið til West-
minster vegna sjúkleika en var
mjög eftirsóttur í samsæti í kjör-
dæmi sínu vegna hótfyndni því
piparsveinn — jafnvel hreyfi-
hamlaður piparsveinn röngu
megin við fimmtugt — var tölu-
verður ábati fyrir húsfreyjur á
öllum samkomum. Delavere hafði
orðið þessa stundina, talaði við
Nathan sem beindi allri athygli
sinni að honum og veitti Emmu
þannig tækifæri til að drekka elsk-
huga sinn í sig með augunum án
þess að eftir því væri tekið.
„Já, það er ekki orðum aukið að
hlutirnir gangi hratt fyrir sig,”
sagöi þingmaöurinn. „Að hugsa
sér að það skuli ekki vera nema
þrír mánuðir síðan þú varst fjand-
maður okkar, skipstjóri góður. Og
núna áttu að stýra einu kaupskipa
sir Claude. Ég verð að játa að mér
finnst þessi breyting á þínum
högum kaldhæðnisleg, að ekki sé
sagt fjarstæðukennd.”
„Það kemur mér ekki á óvart að
þér skuli finnast það, lávarður,”
svaraði Nathan Grant. „Aftur á
móti ætla ég að reyna aö útskýra
þessa kaldhæðni sem virðist vera.
Ég sagði lausri stöðu minni eftir
stríðið. Þar sem ég hef verið sjó-
maður í stríði frá því aö ég var
þrettán ára og miðskipsmaður í
konunglega sjóhernum langar
mig nú að sigla um höfin sem frið-
samur maður, í þessum langa
friði sem hlýtur að vera fram und-
an.”
„Ah, en hver á að halda friðinn,
skipstjóri?” skaut Delavere að
með fingur á lofti og deplaði auga
framan í gestgjafa sinn sér á
hægri hönd.
Grant brosti breitt. „Þessi
spurning kemur mér ekki í opna
skjöldu, herra minn,” sagði hann
glettnislega. „Auðvitað konung-
legi sjóherinn. I fimmtíu ár — ef
til vill lengur — býr heimurinn við
vemd Pax Britannica og sumir
munu hagnast umtalsvert — sér-
deilis Bretland sjálft. Kannski
6. tbl. Vlkan 45