Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 19
Ég stakk katlinum í samband,
geispaði og dró frá glugganum.
Hvað í ósköpunum. . .?
Eg pírði augun gegn sólskininu.
Svo lokaði ég þeim og opnaði þau
aftur til að ganga úr skugga um að
ég sæi ekki ofsjónir.
Ég sá ekki ofsjónir.
GIFSTU MER, MARGRÉT var
skrifað með heiðbláum, metra-
háum stöfum á gaflinn andspænis
mér.
Nei! Ekki aftur!
Ég fór í símann. Það hefði verið
ódýrara og auðveldara að opna
gluggann og hrópa:
„Nei! I þriðja skipti, nei!”
öskraði ég og skellti á.
Meðan ég var að drekka kaffið
mitt opnaðist gluggi á húsinu á
móti og ljóst höfuð kom í ljós.
Jafnvel blá augun hlógu.
„Það var sjálfsagt að reyna aft-
ur,” kallaði Gavin og brosti út að
eyrum. „Fátækur listamaður eins
og ég verður að ná í góða, vinnu-
sama stúlku eins og þig! ”
„Þú ert ekki fátækur listamað-
ur! ” öskraði ég á móti og vakti þá
af nágrönnunum sem ekki voru
þegar vaknaðir. „Svo ætla ég að
fara í mál við þig út af þessu lista-
verki þínu!”
„Þú getur ekki farið í mál við
mig út af því,” svaraði Gavin. Mig
langaði að slá hann en vildi ekki
detta út um gluggann. „Ég á þetta
hús og get málað það eins og ég
vil.”
Hann lokaði glugganum og ég
andvarpaöi.
Eg var nýsloppin við yfirvofandi
hjónaband og vildi ekki stofna
mér strax í hættu.
Gömul skólasystir mín hafði
boðið mér íbúð sína í hálft ár þeg-
ar slitnaði upp úr trúlofun okkar
Duncans. Hún var að fara til
Bandaríkjanna.
„Þú hefur gott af að skipta um
umhverfi,” sagði hún. „Það verð-
ur auðveldast þannig. Þú getur
skroppið heim um helgar.
Duncan var indæll en einhvem
veginn leist mér ekki á aö heita
frú Stewart um aldur og ævi og
hafa tvo eða þrjá litla Duncana í
eftirdragi.
Þaö hlaut að vera annað og
meira í góðu hjónabandi en það!
Svo kunni ég vel við mig hjá
Fotherby og bjóst viö að hækka
fljótlega ítign.
Einhver gáfumaðurinn hefur
tekið eftir því að hæfileikar mínir
nutu sín ekki sem skyldi við ritvél-
ina því að ég hafði aðeins verið í
sex vikur hjá Fotherby þegar ég
var kölluö upp til útbreiðslustjór-
ans.
Innan tíu daga hafði ég kvatt
þær í almenningnum með
sérríglasi og var sest við spánnýtt
skrifborð og á veggjunum í kring
voru teikningar og ljósmyndir af
nýjustu tískunni hjá Fotherby.
Eitt hundrað og fimmtíu ár í far-
arbroddi og slagoröið var: Besta
búðin ísuðvestrinu.
Báðir símarnir hringdu hvor í
kapp við annan morguninn sem
Gavin Blandford kom inn í líf mitt
meö úttroðna möppu undir hand-
leggnum.
Þama sat ég og vissi hvorki upp
né niður og yfirmaður minn var
ekki kominn, en Gavin hugsaöi að-
eins um sjálfan sig. Mig minnir aö
hann hafi verið að þvaðra um eitt-
hvert listaverk sem ég vissi ekki
einu sinni að væri til.
„Gætirðu komiö eftir mat?”
sagði ég og reyndi að vera kurteis
en vonaði sífellt að Tina Travers
færi að koma af tískusýningunni
svo að ég losnaði við þennan
mann.
„Það er ekki nóg eftir mat,”
sagði hann ákveðinn og settist á
borðið hennar Tinu með kross-
lagða handleggi. Eg sá að honum
fannst bráðfyndið að horfa á mig
reyna að svara í tvo síma í einu.
„Jæja!” Hann reis á fætur. „Þá
förum við að borða til að flýta
fyrir því að „eftir mat” komi! ”
„Við förum ekki út saman að
borða.” Eg stakk höndunum í pils-
vasana og stóð föstum fótum á
gólfinu.
En gesturinn lét sem hann sæi
þetta ekki, hann henti í mig
jakkanum, ýtti mér út og næstum
tróð mér inn í lyftuna.
„Eg er ekki vanur að ræna fall-
egum stúlkum,” sagði hann yfir
bjórglasinu. „En það var nauð-
synlegt núna. Viltu giftast mér?”
„Ertu genginn af göflunum?”
6. tbl. Vikan 19