Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 8
 Soffía númer þrjú nær. númer tvö fjær. Soffía þrjú er nú seld en Soffía númer tvö verður ekki seld. Á góðum degi í Sandgígju- kvísl. Soffíur númer tvö og þrjú. þrjú nýlega seld. Soffía tvö er eftir. Hún hefur ekki farið í seldan túr í þrjú sumur, en að selja hana? Það dettur engum í hug. En hvað er þá framundan með Soffíu? „Ég skal segja þér að ég hef verið að spjalla um þetta við hann Jóa (Jóhannes Ellertsson) hjá Vestfjarðaleið," segir Guðni. „En Jói er sérstakur áhugamaður um svona antikbíla og hann er nýbúinn að kaupa frambyggða Ford- rútu, 42 módel, sem hann ætlar að gera alveg upp. Og ég get vel trúað að eftir fáein ár verði blaðinu snúið við og farið að fara í sérstök ferðalög í þessum gömlu bílum og öðrum álíka sem kunna að bætast. í hópinn." Þetta eru sérstakir höfðingjar meðal bíla. Þeir bjuggu yfir einstökum sjarma sem nýju rúturnar hafa ekki - ekki ennþá! En það getur komið - ef menn læra af reynslunni og sýna þá framsýni að farga ekki kjörgripum sem að minjagildi til væri óbætanlegur skaði að missa undir hey vagn eða brenna og grafa ofan í jörðina. - En núna í vor, Guðni, þegar Soffíurnar sem bílar eiga 30 afmæli - þá gerið þið ykkur að sjálfsögðu dagamun. Hvað á þá að gera? „Ja-“ segir Guðni og brosir með ofurlítilli angurværð. „Það er aldrei að vita nema við skreppum í Dráttinn!" • • • Þegar Soffíufóstrarnir Guðmundur Kjerúlf og Guðni Sigurjónsson héldu upp á 30 ára afmæli íyrsta Soffíufarartækisins í nóvember síðastliðnum færði Ólafur Runólfsson, einn félaganna frá fyrri tíð, þeim Soffíurímu eina mikla. Þar með er þessi vísa: Soffía er söm og áður sífellt til í ferðalag. Óðum lengist æviþráður, orðin þrítug nú í dag. Eftir Sigurð Hreiðar | 8 Vikan 9. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.