Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 27
bransinn var bara hliðarspor að okkar mati. Við vorum ásamt nokkrum félögum okkar stofnendur ungmennafélags sem var ekki beinlínis með ræktun lands og lýðs á stefnu- skránni - en þó að nokkru leyti; við leigðum okkur íbúð og komum þar saman og ræddum bókmenntir og leiklist og lifðum ansi skemmtilegu lífi. Þetta var Ungmennafélag- ið Runólfur sem í voru margir sem nú láta að sér kveða í listum landsins. Enn í dag eru haldnir strjálir fundir en við erum allir orðnir harðgiftir menn núna og sumir feimn- ir við að rifja upp í viðurvist eiginkvenna sinna ýmislegt sem þá var brallað. Það er, má segja, mismikil ástæða til þess að halda uppátækjum Runólfs leyndum... “ - En þið stefnduð í harmleikina? „Jájá, við Gísli ætluðum í harmleikina og ekkert annað en einhvern veginn hafa hlut- irnir ekki þróast þannig. Meira að segja strax í Leiklistarskólanum var orðið erfitt fyrir okkur að losna út úr þessari mynd sem við höfðum búið til. En ekki þar fyrir - Gísli er einhver albesti gamanleikari okkar í dag og það er ekki svo lítið.“ ENDEMIS SÆNSKÆTTAÐ DÓMADAGSBULL - Leiklistarskólinn, já. Þú ætlaðir að minnast á skólann hans Ævars Kvaran. „Já, einmitt. Ég hef nefnilega rekið mig á það þegar ég er að gera upp mín dæmi að þá vegur leiklistarskóli Ævars alltaf þyngra og þyngra, það sem manni var kennt og sagt þar - og hafi ég lært eitthvað í leiklist þá lærði ég það að stórum hluta hjá honum. Þá á ég fyrst og fremst við alls konar ein- falda og praktíska hluti; mér finnst ég hafa getað notað ótrúlega margt af kennslu Ævars. Það hefur náttúrlega sitt að segja að þegar ég kom til hans var ég alveg hrár og óreyndur en þegar ég fór síðan í Leiklist- arskólann fannst mér helmingurinn af kennslunni þar vera eintómt kjaftæði. Það er best að skafa ekkert utan af því; þetta var endemis sænskættað dómadagsbull önn eftir önn og skildi oft á tíðum ekkert eftir sig. Maður hafði ekkert upp úr þessu nema svekkelsi, stundum að minnsta kosti. Gísli Rúnar var nú rekinn úr skólanum fyrir að andmæla kennsluaðferðunum og mér var oft hótað brottrekstri af sömu sökum. Þetta var bara ekki minn tebolli, ef svo má að orði ■ komast; mér fannst lítið vit í því að vera að svelta sig ár eftir ár til að geta setið í skólan- um og hlustað á eitthvað sem manni fannst vera þvættingur á þvætting ofan. Auðvitað brást maður stundum barnalega við en ég held að kjarni þeirrar gagnrýni, sem ég og Gísli - og reyndar fleiri - héldum uppi, hafi verið réttur. Ég hef sannfærst æ betur um það eftir að hafa rætt við ýmsa félaga mína úr þessum skóla.“ FÓR ALDREI Á MARKAÐSTORG LEIKARAEFNANNA - Hvað áttu við með að þú hafir brugðist barnalega við? „Ja, ég myndi að minnsta kosti bregðast öðruvísi við núna, nú þegar maður er allur orðinn linari og vesælli. Maður er búinn að tapa niður þessari einstrengingslegu hörku. Kennslan var, með örfáum undantekning- um, afleit í þá daga og ég fæ ekki séð að hún hafi skánað mikið, ég held það séu mjög alvarleg göt í ýmsum grundvallaratriðum pensúmsins. Mér finnst ábyrgðarhluti af stéttarfélagi leikara að gera ekkert í mál- inu...“ - Þú kláraðir ekki skólann, eða hvað? „Það fer svona eftir því hvernig á það er litið. Ég kláraði þetta þriggja vetra námsefni en hins vegar tók ég aldrei þátt í Nemenda- leikhúsinu íjórða veturinn. Nemendaleik- húsið er náttúrlega markaðstorg leikara- stéttarinnar; þar fá nemendur að sjá hvað er boðið í þá og hvort yfirleitt er eitthvað boðið í þá! Eftir á að hyggja var því mjög afdrifaríkt fyrir mig að taka ekki þátt í Nemendaleikhúsinu. Ég veit auðvitað ekki hvort nokkur hefði viljað kaupa mig en þarna glataði ég allavega tækifæri til þess að segja gjöriðisvovel: hér er ég og er til sölu. Svo er ég bara ekki nógu harður.. . “ - Hvað áttu við? „Ég er víst ekki mjög metnaðargjarn. Slíkt lítillæti er oft talin dyggð en er það síður en svo í leiklist. Það þýðir ekkert að vera sífellt að biðja afsökunar á sjálfum sér ef maður ætlar að komast upp á svið til þess að leika. Maður verður að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður hefur að bjóða; reyna að minnsta kosti að selja það en ekki fara með það í felur. Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki verið nógu tíður gestur á skrifstofum leikhúsanna, hef ekki verið nógu ýtinn og harður. Kannski hafði ég ekki nægilega trú á sjálfum mér og kannski hef ég það ekki ennþá.“ SKEMMTIBRANSINN OG SPENNANDI PRENTNÁM - Hvað hefurðu fengist við eftir að þú laukst námi? „Ég starfaði töluvert í Þjóðleikhúsinu og held satt að segja að ég hafi gengið þar í öll störf nema starf þjóðleikhússtjóra. Ég var leikari, sýningarstjóri, leikmunavörður, sviðsmaður, aðstoðarleikstjóri, stjórnaði leikhljóðum og svo framvegis og svo fram- vegis og auðvitað lærði ég heilmargt á þessu, bara á því að fylgjast með. Svo hef ég náttúr- lega verið viðriðinn skemmtibransann öðru hverju öll þessi ár og verið í alls konar lausamennsku og svo má ég auðvitað ekki gleyma hlutverki Indriða nokkurs Hlöðvers- sonar Skordal í Fastir liðir „eins og venju- lega“. Þetta var indælis maður og sérdeilis skemmtilegt að kynnast honum.“ - Hvernig hafa þér þótt viðbrögð áhorf- enda? „Ef ég á að vera fullkomlega heiðarlegur - framúrskarandi jákvæð. Það verða náttúr- lega alltaf til einhverjir fýlupokar sem ekki eyða dýrmætum tíma sínum í að skemmta sér konunglega yfir gamanefni en búa hins vegar yfir ómældri orku til framleiðslu skammarbréfa fyrir lesendadálkana og þó svo vitað sé að allur meginþorri sjónvarps- glápara hafi haft ánægju af þáttunum þá hefur hinum sömu bersýnilega ekki þótt þeir eiga eins brýnt erindi í lesendadálkana og fýlupokunum. Þetta er gömul íslensk hefð, ef fólki fellur eitthvað miður er það fúst að hrópa það á torgum, ef því á hinn bóginn hugnast eitt- hvað vel er farið með það eins og manns- morð. Það er kannski helst að mér finnist skorta faglega umfjöllun um þættina, eink- um er snýr að hinni tæknilegu hlið málsins. Að það skuli ekki þurfa að nöldra sérstak- lega yfir því að leikararnir sjáist ekki né heyrist er talsverð framför frá hliðstæðri dagskrárgerð stofnunarinnar til þessa. Hvað svona leikverki á borð við ,,liðina“ viðvíkur þá má ævinlega deila um frammistöðu ein- stakra leikara, efniviðinn og svo framvegis. En hitt er óumdeilanlegt að allt yfirbragð þáttanna, frágangur og tæknileg úrvinnsla er með því albesta sem við höfum séð frá íslenska sjónvarpinu!" - Hvað ertu að fást við þessa stundina? „Núna erum við Edda Björgvins til dæmis með skemmtiþátt sem var saminn fyrir Þórs- café í tilefni af 40 ára afmæli staðarins og verðum þar um helgar en förum svo á flakk út um hvippinn og hvappinn með þetta þess á milli. Það hafa margir kollegar mínir andúð á skemmtibransanum, finnst hann leiðinlegur og jafnvel fyrir neðan sína virð- ingu. Ég skil það ósköp vel því vinnutíminn er slæmur og það er oft erfitt að koma fram fyrir fólk sem er undir áhrifum áfengis. En ég hef aldrei látið það fara um of í taugarnar á mér. Já... satt að segja finnst mér bara dálítið gaman að skemmtibransanum.“ - Þú ert búinn að taka upp þráðinn að nýju í prentlistinni, er ekki svo? „Jú, ég ákvað eftir tíu ára fjarveru úr iðnnáminu að ljúka því og hef síðan bætt við mig grein í lay-outi eða umbrotshönnun. Það er feikiskemmtilegt - það hefur svo mikið gerst í þessu fagi síðan ég hætti og ég held að þróunin í prentuninni sé örari en á flestum sviðum öðrum. Þannig að ég er mjög sáttur við það sem ég er að gera í dag.“ - Ein lokaspurning. Áttu von á því að þú eigir eftir að leika Óþelló og Hamlet og alla þá stráka eins og hugurinn stóð til í skóla? Júlíus brosti. „Satt best að segja á ég nú varla von á því,“ sagði hann svo eftir stutta umhugsun. „En,“ bætti hann við glottandi, „óskaplega myndi ég gleðjast ef sú tíð rynni upp að Óþelló með mitt útlit kæmist í tísku...“ Hann þagnaði andartak og brosti svo aft- ur: „En síður á ég nú von á því.“ Vikan 9. tbl. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.