Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 12
M »1
ri nm i it V uum i 1 J
m sr i !í /f |
Borgarbókasafnið kynnir
starfsemi safnsins dagana
4. til 9. mars. Kynningin
verður veglegust í Gerðu-
bergi því þar er verið að
opna nýtt safnútibú og mun boðið upp
á tónlistar- og bókmenntadagskrár
fyrir fullorðna en brúðuleikhús fyrir
börnin. Sögustundir fyrir krakkana eru
í öllum útibúum Borgarbókasafns á
miðvikudögum fyrir hádegi og svo mun
einnig verða í útibúinu í Gerðubergi.
Rúsínan í pylsuendanum þessa kynn-
ingarviku er að enginn þarf að borga
vanskilaskuldir. Notaðu tækifærið,
skilaðu löngu gleymdum bókum og
losaðu þig við samviskubitið.
AFMÆUSBARN VIKUNNAR
Blaðamaður Vikunnar og ljósmyndari voru nýlega á ferð
í íbúðum aldraðra við Lönguhlíð í Reykjavík þar sem
meðalaldur íbúa er áttatíu og fimm ár. Á ferð okkar um
húsið hittum við elsta íbúa staðarins sem hélt upp á
aldarafmæli sitt þar síðastliðinn mánudag eða tuttugasta og fjórða
febrúar. Þetta er Sigurlaug Magnúsdóttir en hún fæddist í Naut-
eyrarhreppi í ísafjarðarsýslu árið 1886. Sigurlaug fluttist til
Reykjavíkur árið 1916 og hefur búið þar allar götur síðan. Þrátt
fyrir þennan háa aldur mætir hún daglega í setustofuna og horfir
á sjónvarp „eða í það minnsta hlustar á það“ eins og hún segir
sjálf. Fram að þessu hefur Sigurlaug getað lesið sér til dægrastytt-
ingar og er auk þess mjög dugleg að fá sér göngutúra um ganga
hússins. Aðspurð um það hvenær hún hefði flutt í íbúðir aldraðra
svaraði Sigurlaug: „Nú, ég flutti inn þegar þeir opnuðu, fyrsta
október árið 1978.“ Vikan óskar Sigurlaugu hjartanlega til
hamingju með árin hundrað.
12 Vikan 9. tbl.
Um þessarmund-
irsýna nemend-
ur úr Flens-
borgarskóla
leikritið Yvonne eftir W.
Gombrowicz. Verkið
fjallar um prins sem er
orðinn leiður og vill eitt-
hvað nýtt. Hann ákveður
að giftast Yvonne sem er
öðruvísi en allir aðrir.
Ingunn Ásdísardóttir er
leikstjóri verksins. Hún
útskrifaðist sem leikstjóri
frá Borgarleikhúsinu í
Köln ífyrrahaust.
Á myndinni gerir Ing-
unn Gísla Guðlaugsson
prins kláran fyrir mynda-
töku.
Yvonne, sem er
öðruvísi en aðrir,
fer í taugarnar á
fólki og menn
veitast að henni. Hildur
Gylfadóttir leikur hana og
hún þarf að segja eitt já
í allri sýningunni. Á fyrstu
æfingunni var hún svo
stressuð að hún sagði
nei!