Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 12

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 12
M »1 ri nm i it V uum i 1 J m sr i !í /f | Borgarbókasafnið kynnir starfsemi safnsins dagana 4. til 9. mars. Kynningin verður veglegust í Gerðu- bergi því þar er verið að opna nýtt safnútibú og mun boðið upp á tónlistar- og bókmenntadagskrár fyrir fullorðna en brúðuleikhús fyrir börnin. Sögustundir fyrir krakkana eru í öllum útibúum Borgarbókasafns á miðvikudögum fyrir hádegi og svo mun einnig verða í útibúinu í Gerðubergi. Rúsínan í pylsuendanum þessa kynn- ingarviku er að enginn þarf að borga vanskilaskuldir. Notaðu tækifærið, skilaðu löngu gleymdum bókum og losaðu þig við samviskubitið. AFMÆUSBARN VIKUNNAR Blaðamaður Vikunnar og ljósmyndari voru nýlega á ferð í íbúðum aldraðra við Lönguhlíð í Reykjavík þar sem meðalaldur íbúa er áttatíu og fimm ár. Á ferð okkar um húsið hittum við elsta íbúa staðarins sem hélt upp á aldarafmæli sitt þar síðastliðinn mánudag eða tuttugasta og fjórða febrúar. Þetta er Sigurlaug Magnúsdóttir en hún fæddist í Naut- eyrarhreppi í ísafjarðarsýslu árið 1886. Sigurlaug fluttist til Reykjavíkur árið 1916 og hefur búið þar allar götur síðan. Þrátt fyrir þennan háa aldur mætir hún daglega í setustofuna og horfir á sjónvarp „eða í það minnsta hlustar á það“ eins og hún segir sjálf. Fram að þessu hefur Sigurlaug getað lesið sér til dægrastytt- ingar og er auk þess mjög dugleg að fá sér göngutúra um ganga hússins. Aðspurð um það hvenær hún hefði flutt í íbúðir aldraðra svaraði Sigurlaug: „Nú, ég flutti inn þegar þeir opnuðu, fyrsta október árið 1978.“ Vikan óskar Sigurlaugu hjartanlega til hamingju með árin hundrað. 12 Vikan 9. tbl. Um þessarmund- irsýna nemend- ur úr Flens- borgarskóla leikritið Yvonne eftir W. Gombrowicz. Verkið fjallar um prins sem er orðinn leiður og vill eitt- hvað nýtt. Hann ákveður að giftast Yvonne sem er öðruvísi en allir aðrir. Ingunn Ásdísardóttir er leikstjóri verksins. Hún útskrifaðist sem leikstjóri frá Borgarleikhúsinu í Köln ífyrrahaust. Á myndinni gerir Ing- unn Gísla Guðlaugsson prins kláran fyrir mynda- töku. Yvonne, sem er öðruvísi en aðrir, fer í taugarnar á fólki og menn veitast að henni. Hildur Gylfadóttir leikur hana og hún þarf að segja eitt já í allri sýningunni. Á fyrstu æfingunni var hún svo stressuð að hún sagði nei!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.