Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 50
D R A U M A R
KAN
BARN, KYRTLAR
OG LEGSTEINAR
Kæri draumráðandi!
Ég hef fylgst með ráðningum
þínum og finnst þú gera vel. Þess
vegna leita ég til þín með þrjá
drauma sem ég hef lengi reynt að
fá ráðningu á en án árangurs.
Nú veit ég ekki hvort þú ræður
drauma persónulega (í bréfi) en ef
svo er væri það kannski best þar
sem þeir taka svo mikið pláss, en
mikilvægt er að ég fái ráðningu á
öllum þrem.
Draumur 1. Ég legg af stað gang-
andi frá æskuheimili mínu með
hálfnakið ungbarn i fanginu (þekki
ekki barnið). Eftir svolítinn spöl
verður dimmt og kalt og ég hef
miklar áhyggjur af barninu og reyni
að hlýja því en það tekst ekki. Mér
fannst það mín sök (þó svo væri
ekki) að barninu var kalt. Það grípur
mig angist og hræðsla yfir því hvað
verði um barnið. Við göngum gegn-
um dimman skóg og við endann á
skóginum tekur við brekka (brött),
þá 'er aftur orðið hlýtt og bjart.
Barnið byrjar að stækka alltof hratt
og það skelfir mig enn meira og ég
kenni mér um því ég lét því verða
kalt. Við göngum upp brekkuna og
eftir því sem við komumst hærra
því hræddari verð ég og snýst
hræðslan gegn barninu og jafn-
framt er ég farin að hata það. Þá
var það orðið á stærð við 5-6 ára
barn og mjög óeðlilegt. Rétt láður
en við erum komin á toppinn förum
við inn í eitthvert hús. Ég man ekki
hvort nokkuð gerðist svo en pað
síðasta er að ég horfi á sjálfa mig
hlaupa allsnakta út úr húsinu og
niður brekkuna, orðna geðveika
vegna barnsins. Hræðslan jókst
stöðugt út allan drauminn.
Draumur 2. Við stöndum þétt
saman, X og ég, í Ijósum, dragsíð-
um kyrtlum, frekar gulleitum en
mjög Ijósum. Við höldumst í hendur
og erum mjög hamingjusöm og
okkur líður mjög vel. Það er ekkert
í kringum okkur nema mikil birta.
Síðan byrjar annað okkar, ég man
ekki hvort, að svífa hægt og lóðrétt
upp og fæturnir fara síðan á undan
þar til við getum ekki lengur haldist
í hendur. Þá slitnar sambandið. Allt
skeði mjög hægt, við horfðumst í
augu allan tímann og hamingjan
og birtan var einnig þó hendurnar
r
misstu takið - og okkur leið mjög
vel.
Draumur 3. Ég kem keyrandi í
hlaðið á heimili fyrrverandi tengda-
foreldra rninna. Þegar ég stíg út úr
bílnum er veðrið himneskt, heiður
himinn og hiti. Öll fjölskyldan
stendur á stéttinni að taka á móti
mér og minn maður gengur á móti
mér. Mikil góðvild beindist að mér
og ég var mjög velkomin. Þegar ég
kom að hliðinu og leit inn í garðinn
var hann alþakinn nýlegum leiðum
og hvítum legsteinum og allt þakið
Ijósum blómum. Þetta var mjög
bjart og fallegt. Ég verð mjög hissa
og les nafnið á einum legsteininum
og var það þá mitt nafn, eins var á
öllum hinum. Allir fylgdust með
mér og brostu. Ég varð mjög glöð
og hamingjusöm og fannst þetta
mikill heiður.
Meðfyrirfram þökk.
3892-5822
Ástæðan fyrir því að þú hefur
ekki fundið drauminn er sennilega
sú að hann hefur ekki komist hing-
að á Vikuna, allavega finnst hann
hvorki hjá draumum sem hafa verið
ráðnir né óráðnum draumum. Þessir
draumar eru svo sem ekkert ókunn-
uglegir en draumráðandi hefur
margreynt að draumum margra
getur svipað saman. Einn mögu-
leikinn er að þú hafir sett eitthvað
í bréfið þitt um að ekki mætti birta
draumana. Þá eru þeir ekki ráðnir,
til þess gefst einfaldlega ekki timi
að skoða fleiri drauma en þá sem
eiga að birtast. En hér koma ráðn-
ingarnar og ef þú hefur fengið
ráðningar áður þá er það bara gott.
Fyrsti draumurinn er að mörgu
leyti góður. Þú átt greinilega i erfið-
leikum á þeim tíma sem þig dreymir
hann og það sem angrar þig vex
þérjafnvel talsvert i augum. Vanda-
málið er þar af leiðandi meðal
annars að þú ert oft kvíðin og
augljóslega eru einhverjar ytri
áhyggjur sem spila inn i, sennilega
í peningamálum. En I draumnum
ertu greiniiega á réttri leið. Það er
margt sem bendir til þess að hagur
þinn sé að vænkast í þann mund
sem þig dreymir þennan draum og
þú sjáir fram á betri tið, bjartsýni
og að eitthvað nýtt og skemmtilegt
biði þin. Þú tekst á við eitthvert
sérstakt vandamál og sigrast á því.
Samt er eins og þú sért dálitið
hrædd og hikandi innst inni við að
valda þessum nýja veruleika þínum.
Þú mátt ekki klúðra þessu góða sem
framundan er hjá þér.
Næsti draumur er aðvörun til þin
um að halda þig við raunveruleik-
ann, vera ekki of „saklaus" iþér og
reyna að gera raunhæfar áætlan/r.
Þessi draumur er i og með hvatning
tilsjálfstæðis.
Þriðji draumurinn er, þó undar-
legt megi virðast, draumur um fullt
af nýjum tækifærum sem verða á
leið þinni. Draumurinn er fyrirheit
um skemmtilega möguleika og það
erþittað vinna úrþeim.
KETTLINGUR
Kæri draumráðandi.
Ég ætla að biðja þig um að ráða
fyrir mig draum. Mér fannst ég vera
á skemmtistað með fólki sem ég
þekki ekki og hef aldrei séð. Ég man
óljóst hvernig það leit út og eins
skemmtistaðurinn. Mér fannst ég
vera búin að vera þarna heillengi
er ég stóð allt í einu við hlið vinkonu
minnar og allt í einu stóðum við
niðri í sundlaug - við stigann. Sá
ég þá litinn kettling. Hann var
ósköp vesældarlegur og mjálmaði.
Mér fannst hann fallegur og ég
vorkenndi honum og ætlaði að
klappa honum. Þá sýndi hann í sér
tennurnar. Þær voru pínulitlar, allar
eins og greinilega beittar. Ég varð
hrædd, tók höndina að mér og við
kötturinn horfðumst lengi í augu.
Eftir það varð hann aftur svona
vesældarlegur og biðjandi og ég
ætlaði að klappa honurn. Þá sýndi
hann aftur í sér tennurnar. Þá varð
ég ekki hrædd eins og fyrr heldur
tók hægt að mér höndina. Þetta
endurtekur sig og ég tek aftur hægt
og hræðslulaust að mér höndina.
Hann gerir sig vesældarlegan og
mjálmarenn. Þá skipti ég mérekkert
af honum.
Ég vona að þú ráðir þennan
draum því ég hef áhyggjur.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðning-
una.
GM.
Þessi draumur er sennilega varð-
andi ástamál þín. Þú kynnist ein-
hverjum sem sýnir þér ýmist biðj-
andi eða fráhrindandi viðmót og
þú veist ekki almennilega hvernig
þúáttað bregðast við. Það má segja
að þetta samband fari heldur illa
með þig, þú sért ráðvillt og vitir
ekki hvort þú átt að halda eða
sleppa. En sennilega er hann alveg
jafnráðvilltur og þú, það sýnir sig
kannski best þegar þú ferð að vera
i meira jafnvægi og velja og hafna
fyrir sjálfa þig. Þér líður sennilega
betur þegar þú ferð að verða
óhræddari við einkennileg við-
brögð hans en i sjálfu sér er það
hlálegt að samband ykkar skuli
verða fyrir öllum þessum óþarfa
sveif/um. Hvorugt ykkar virðist í
stakk búið til að sýna tilfinningar
ykkar i raun og veru. Það getur
þess vegna verið að þetta samband
eyðileggist fyrir misskilning eða
hræðslu ykkar beggja við að sýna
hvort öðru trúnaðartraust - nema
þið ákveðið að herða upp hugann
og vera einlæg.
50 Vikan 9. tbl.