Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 26

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 26
Hann talaði nú samt sem áður óhikað og oft af töluverðri festu þegar við vorum sestir niður á eyðilegu kaffihúsi rétt fyrir neðan miðjan Laugaveg; Júlíusi hafði þótt of mikil traffík á Hótel Borg þar sem stundum sitja tveir þrír blaðamenn í einu og taka viðtöl. Ég spurði hann að gömlum og góð- um sið um ætt og uppruna. „Ég er Akureyringur, fæddur þar og uppalinn til átján ára aldurs. Við bjuggum á Ytri-Brekku sem nú er eiginlega komin inn í miðbæ en var þá svona í jaðri sveitar- innar, má segja. Náttúran hefur líka alltaf átt mjög sterk ítök í mér; ég hef til dæmis alltaf átt hesta ef eitt stutt tímabil er undanskilið og raunar hef ég haldið fleiri skepnur. Kannski hefði það farið mér betur að fara bara að búa. Ég var alltaf í sveit á sumrin og undi mér þar mjög vel, þetta var satt að segja helvíti skemmtilegt. Ég hef stundum orðað það þannig að ég hafi átt mjög ánægjulega æsku og uppvöxt, enda þótt uppvöxturinn hefði kannski mátt vera öllu meiri! En ég hef vanist smæðinni ótrú- lega vel... “ FANNST ALLT SVO HALLÆRIS- LEGT Á AKUREYRI En svo fórstu frá Akureyri. „Já, þá var ég átján ára eins og ég sagði. Mér fannst einhvern veginn allt orðið svo hallærislegt á Akureyri og lengi vel var ég ekkert að hreykja mér af því að vera þaðan. Mér þótti mannlífið heldur smáborgaralegt og ómerkilegt á þessu tímabili eftir að ég flutti burt og mér fannst ég ekkert hafa þangað að sækja. Kalinn á hjarta þaðan slapp ég, hugsaði ég með mér. Um tíma var ég meira að segja farinn að taka undir alls konar fordóma fólks um að Akureyringar væru hrikalegir gallagripir og sífellt með einhver merkilegheit; ég jók jafnvel við þessar sögur ef svo bar undir. En þetta hefur breyst með árunum og nú er ég stoltur af því að vera Akureyringur og geri í því að andmæla allri þessari dellu sem látin er vaða um Akureyri. Núorðið þykir mér vænt um staðinn - þar eru mínar rætur og mitt fólk og þar á ég meira að segja son. Ég ber hlýjar tilfinningar til Akureyris, eins og þar stend- ur, og reyni að komast þangað sem oftast. Það hefur gáfaður maður sagt að í rauninni sér ekki til nema ein leið: að heiman og heim aftur, og kannski ég... Nei, ég segi reyndar ekki að ég ætli að setjast þar að á næstunni. En þetta er merkisstaður. Þó menningarlífið sé svona upp og ofan þá ætti það ekki að gleymast að óvíða á landinu er verkmenning á hærra stigi.“ - Ertu af stórri fjölskyldu? „Já, frekar. Við erum sex systkinin og öll mjög ólík. Eftir að við elstu bræðurnir, ég og Baldur bróðir minn, leiddumst báðir út í einhvers konar sjóbisness fórum við að velta því fyrir okkur hverju það sætti. Ég komst þá að þeirri niðurstöðu að það væri ekki óeðlilegt þar sem pabbi var í kirkjukórnum í fjörutíu ár, og svo bættist mamma í hann seinna, og við vorum því aldir upp við sýn- ingar á hverjum einasta sunnudegi. Við fengum sjóbisnessinn því næstum í vöggu- gjöf.“ SAGNFRÆÐILEGTGILDI KAFFI- BRÚSAKARLA Þegar þér var farið að þykja þröngt um þig á Akureyri, hvað gerðirðu þá? „Þröngt um mig, já, það má orða það svona þó ekki sé ég stór. Þetta burthvarf mitt frá Akureyri var kannski fyrst og fremst eðlileg þrá eftir einhverju nýju. Ég hafði þvælst töluvert um fyrir norðan og meðal annars verið til sjós í eitt ár eftir að ég lauk gagn- fræðaprófi, en þegar ég kom suður fór ég að læra prentverk og var við það nám í fjögur ár. Um svipað leyti fékk ég einhverja óskilj- anlega leiklistarbakteríu og hef enn ekki fengið neitt við henni ef út í það er farið. í öllu falli magnaðist þessi baktería svo að ég hætti loks í iðnnáminu og fór að lokum í Leiklistarskólann. Þá voru kaffibrúsakarl- arnir líka búnir að vera á fullu og ég viktaði hlutina þannig að það væri bara bókstaflega ekkert til merkilegt undir sólinni nema leik- listin, og fyrir hana væri öllu fórnandi. Ég gaf prentnámið upp á bátinn og hellti mér út í leiklistina þó að í dag líti ég kannski öðruvísi á málin. Aðstæðurnar núna eru allt aðrar - ég eignaðist fjölskyldu meðan ég var í skólanum og það var helvítis basl náttúr- lega - eins og alltaf er... “ - Hvernig urðu þessir kaffibrúsakarlar til? „Það var nú meira tilviljun en nokkuð annað. Ég var einmitt að rifja þetta upp fyrir mér um daginn og hefur það ekki geysilegt sagnfræðilegt gildi að ég reki það hér?“ Þú getur nærri. GRÓFLEGA VEGIÐ AÐ STÉTT ÖSKUKARLA „Sko, í þá daga var Jónas R. Jónsson með alls konar skemmtiþætti í sjónvarpinu og hann var jafnframt verslunarstjóri í herra- fataverslun einni hér í bæ. Þar vann hjá honum Gísli Rúnar Jónsson, skólabróðir minn úr Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran, en þar hafði ég verið jafnhliða prentnáminu. Mér þætti vænt um að fá að minnast aðeins á þann skóla á eftir en hvað sem því líður þá stóð einu sinni til að Jónas R. gerði þáttaröð fyrir sjónvarpið; þetta átti að vera svona blandað efni, músík og skemmtiatriði alls konar. Hann hóaði nokkrum aðilum heim til sín til að ræða þetta og þar á meðal vorum við Gísli Rúnar. Nú, þarna komu fram alls konar hugmyndir og misgóðar og það fór einhvern veginn svo að ég varð hálfutan- veltu með mínar ídeur; þær fengu engan hljómgrunn. Ég fór þess vegna bara heim og hélt að þetta væri úr sögunni. Á meðan þróuðust hugmyndirnar hjá Jónasi og félög- um og það leið að upptökudegi. Gísli Rúnar átti að vera með stutta sketsa inni á milli músíkatriðanna og hann var búinn að fá leikara, sem ég er ekkert að nefna, til þess að vera á móti sér. Á síðustu stundu hættir þessi leikari við og Gísli kemur æðandi til mín - mjög seint að kvöldi minnir mig, frem- ur en mjög snemma að morgni. Hann segir að þessi leikari hafi brugðist og nú verði ég að koma og leika þetta. Nú - ég var til í það og við fórum niður í sjónvarp daginn eftir. Þar man ég að það var allt óráðið um gervið á okkur; upphaflega hugmyndin var sú að við værum öskukarlar og sætum ofan á öskutunnum, en Jón Þórarinsson, sem þá var dagskrárstjóri, kom í veg fyrir það. Hann sagði að við værum að vega gróflega að stétt öskukarla með því að fíflast svona undir merkjum hennar og vildi að við hefðum þetta svolítið óljósara. Þannig urðu nú kaffibrúsa- karlarnir til. Það kom aldrei nákvæmlega fram hvað þeir störfuðu.“ ÁTTUM NÓG AF AURUM OG LIFÐUM HÁTT - Og þið slóguð strax í gegn? „Já, það held ég að ég geti sagt. Það komu margir fleiri fram í þessum þætti - sem mun hafa heitið Birtingur - svo sem Laddi og fleiri en við vorum víst þeir einu sem urðu fastir liðir í þáttunum. Mig minnir að þetta hafi verið veturinn ’71-’72 og svo vorum við kaffibrúsakarlar meira og minna í tvö ár. Þetta var gífurlega vinsælt atriði, því auk þess sem við vorum viðloðandi í sjónvarpinu komum við fram í útvarpi og á skemmtunum um allt land. Ég held að ástæðan fyrir vin- sældum kaffibrúsakarlanna hafi fyrst og fremst verið sú að þarna kom fram öðruvísi húmor en þá hafði verið ríkjandi hér. Þá gekk mest út á eftirhermur, gamanvísur og pólitískt grín alls konar en þessi delluhúmor okkar var nýr af nálinni. I kjölfar okkar kom svo upp heil dellubrandaraalda." Var gaman að vera kaffibrúsakarl? „Já, þetta var mjög skemmtilegur tími. Hann hefur kannski ekki skilið mikið eftir sig en maður kynntist ýmsu sem fengur var í. Við áttum nóg af aurum í þá daga og eyddum þeim mest í alls konar vitleysu; maður lifði hátt enda var maður ungur og frjáls. Ekki svo að skilja að ég sjái eftir þessum tíma, manni leið ekkert betur þá en núna, en ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu. Maður gat leyft sér ýmislegt sem kunningjarnir gátu ekki og við ferðuðumst um allt land og kynntumst fjölda fólks í öllum landshornum; við sumt af því held ég sambandi enn í dag.“ FEIMNIR VIÐ UPPRIFJANIR í VIÐURVIST EIGINKVENNA Hver voru helstu metnaðarmálin í þá daga? „Ja, við Gísli Rúnar vorum að minnsta kosti ákveðnir í að festast ekki í rullu kaffibnisa- karlanna. Við ætluðum okkur alltaf að lcika Óþelló og Hamlet og þá stráka alla; skemmti- 26 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.