Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 54
að sækja þig. Þú verður reiðubúin, er það
ekki, Mary?“
Nærri því samstundis fylltu tónarnir af
„Annie Laurie“ herbergið á nýjan leik.
Frú Harter sat stjörf í stólnum sínum, hélt
dauðahaldi í armana. Hafði hana verið að
dreyma? Patrick! Rödd Patricks! Rödd Patricks
í þessu herbergi og talaði til hennar. Nei, þetta
hlaut að hafa verið draumur, kannski ofskynj-
un. Hún hlaut að hafa blundað sem snöggvast.
Þetta var sérkennilegur draumur - að rödd
eiginmanns hennar talaði til hennar á öldum
ljósvakans. Það skelfdi hana svolítið. Hvað var
það sem hann sagði?
„Ég kem fljótlega að sækja þig, Mary.
Þú verður reiðubúin, er það ekki, Mary?“
Var þetta - gat þetta verið fyrirboði? Veikt
hjarta, hennar hjarta. Hún var nú tekin að
eldast þegar öllu var á botninn hvolft.
„Þetta er aðvörun, það er það,“ sagði frú
Harter, stóð hægt á fætur og með erfiðismunum
og bætti við eins og hennar var von og vísa:
„Og öllum þessum peningum eytt í lyftu!“
Hún sagði engum frá þessari reynslu sinni
en næstu dagana var hún hugsi og eilítið viðut-
an.
Og svo kom hitt skiptið. Enn var hún ein í
herberginu. Útvarpið, sem hafði flutt hljóm-
leika, þagnaði jafnskyndilega og áður. Aftur
kom þögn, fjarlægðarkenndin og svo rödd
Patricks, ekki eins og hún hafði verið meðan
hann var á lífi - heldur fáguð rödd, fjarlæg,
með einkennilega ójarðneskum blæ.
„Þetta er Patrick sem talar við þig, Mary.
Ég kem bráðlega að sækja þig ...“
Svo smellur, suð og hljómleikarnir voru aftur
komnir á fulla ferð.
Frú Harter leit á klukkuna. Nei, í þetta sinn
hafði hún ekki verið sofandi. Hún hafði verið
vakandi og fullkomlega með sjálfri sér þegar
hún heyrði rödd Patricks tala til sín. Þetta var
engin ofskynjun, um það var hún viss. Á rugl-
ingslegan hátt reyndi hún að rifja upp allt sem
Charles hafði útskýrt fyrir henni um kenning-
una um ljósvakabylgjur.
Gat verið að Patrick hefði raunverulega
talað við hana - að rödd hans hefði í raun og
veru borist gegnum geiminn? Það vantaði
bylgjulengdir eða eitthvað þess háttar. Hún
minntist þess að Charles hafði talað um „glopp-
ur í skalanum". Kannski skýrðu bylgjurnar,
sem vantaði, öll svonefnd sálræn fyrirbæri.
Nei, það var í sjálfu sér ekkert óhugsandi í
hugmyndinni. Patrick hafði talað við hana.
Hann hafði gripið til nútíma vísinda til að búa
hana undir það sem brátt hlaut að gerast.
Frú Harter hringdi bjöllunni á þjónustu-
stúlku sína, Elizabeth.
Elizabeth var hávaxin og beinaber kona um
sextugt. U ndir ósveigj anlegu y firborði faldi hún
hafsjó ástúðar og blíðu við húsmóður sína.
„Elizabeth," sagði frú Harter þegar tryggða-
tröllið hennar var komið, „manstu eftir því sem '
ég sagði þér? Efsta skúffan til vinstri í kommóð-
unni minni. Hún er læst, langi lykillinn með
hvíta miðanum. Þar er allt til reiðu."
„Til reiðu, frú?“
„Fyrir jarðarförina mína,“ hnussaði frú
Harter. „Þú veist alveg við hvað ég á, Eliza-
beth. Þú hjálpaðir mér sjálf að koma hlutunum
fyrir þarna.“
Það komu undarlegir kippir í andlit Eliza-
bethar.
„Ó, frú,“ kjökraði hún, „ekki nefna svona
hluti. Ég hélt að þú værir heldur skárri."
„Við þurfum öll að fara einhvern tímann,"
sagði frú Harter spaklega. „Ég er komin yfir
sjötugt, Elizabeth. Svona, svona, láttu nú ekki
eins og kjáni. Ef þú þarft að gráta farðu þá og
gráttu einhvers staðar annars staðar."
Elizabeth dró sig í hlé, snöktandi.
Frú Harter horfði á eftir henni með tölu-
verðri væntumþykju.
„Hún er gamall kjáni en trygglynd," sagði
hún, „ákaflega trygglynd. Látum okkur sjá,
voru það hundrað pund eða bara fimmtíu sem
ég eftirlét henni? Það ættu að vera hundrað.
Hún hefur verið lengi hjá mér.“
Gamla konan hafði áhyggjur af þessu atriði
og næsta dag settist hún niður, skrifaði lög-
fræðingi sínum og bað hann um að senda sér
erfðaskrána svo hún gæti skoðað hana. Þennan
sama dag brá henni í brún yfir nokkru sem
Charles sagði við hádegisverðinn.
„Heyrðu annars, Mary frænka," sagði hann,
„hver er skrítni karlinn uppi í herberginu sem
ekki er notað? Ég á við málverkið yfir arin-
hillunni, náunginn með skeggið og bartana.“
Frú Harter horfði ströng á hann.
„Það er mynd af Patrick frænda þínum þegar
hann var ungur,“ sagði hún.
„Æ, fyrirgefðu, Mary frænka, mér þykir
ákaflega fyrir þessu. Ég ætlaði ekki að vera
dónalegur."
Frú Harter tók afsökunarbeiðnina til greina
með því að hneigja höfuðið þokkafullt.
Charles hélt svolítið hikandi áfram:
„Ég var bara að velta því fyrir mér. Sjáðu
til...“
Hann þagnaði óöruggur og frú Harter sagði
hvasst:
„Jæja? Hvað ætlaðirðu að segja?“
„Ekkert,“ flýtti Charles sér að segja. „Ekkert
af viti, á ég við.“
Þá stundina sagði gamla konan ekki fleira
en þegar þau voru tvö ein síðar um daginn tók
hún málið upp aftur.
„Ég vildi óska þess, Charles, að þú segðir
mér hvað kom þér til að spyrja um myndina
affrænda þínurn."
Charlesfórhjásér.
„Ég sagði þér það, Mary frænka. Þetta var
ekki annað en kjánaleg ímyndun mín - alveg
fáránlegt."
„Charles," sagði frú Harter eins ábúðarmikil
og henni var unnt, „ég krefst þess að fá að vita
það.“
„Jæja, elsku frænka mín, fyrst þú endilega
vilt. Ég ímyndaði mér að ég sæi hann - mann-
inn á myndinni á ég við - horfa út um enda-
gluggann þegar ég var að koma heim í gær-
kvöldi. Það voru sjálfsagt einhver ljósbrigði.
Ég var að velta því fyrir mér hver þetta gæti
verið, andlitið var svo - snemmviktoríanskt,
ef þú veist við hvað ég á. Og svo sagði Elizabeth
að það væri enginn, enginn gestur eða ókunn-
ugur, í húsinu og seinna um kvöldið varð mér
gengið inn í auða herbergið og þar var myndin
fyrir ofan arinhilluna. Þar var hann lifandi
kominn! Ég hugsa að það sé ósköp auðvelt að
útskýra þetta, undirmeðvitundin og það allt.
Ég hlýt að hafa tekið eftir myndinni áður án
þess að átta mig á því að ég tók eftir henni og
svo bara ímyndað mér andlitið í glugganum."
„Endaglugganum?“ sagði frú Harter hvasst.
„Já, því þá?“
„Ekkert," sagði frú Harter.
En henni var samt brugðið. Það herbergi
hafði verið búningsherbergi mannsins hennar.
Sama kvöld var Charles aftur úti og frú
Harter sat og hlustaði á útvarpið með hitasótt-
arkenndri óþolinmæði. Ef hún heyrði dular-
fullu röddina í þriðja sinn myndi það sanna
fyrir henni endanlega og án nokkurs vafa að
hún væri í raun og veru komin í samband við
einhvern annan heim.
Þó hjarta hennar berðist hraðar kom henni
það ekki á óvart þegar útsendingin rofnaði enn
á ný og dauf og fjarlæg írsk röddin tók enn til
máls eftir vanalega dauðaþögn.
„Mary nú ertu viðbúin ... Á föstudag-
inn kem ég að sækja þig . .. á föstudaginn
klukkan hálftíu .. . Vertu ekki hrædd - það
verður ekkert sárt. .. Vertu viðbúin . ..“
Svo braust hljómlistin aftur fram, yfirgnæfði
næstum síðasta orðið, hávær og ósámhljóma.
Frú Harter sat grafkyrr sem snöggvast. Hún
var náföl og hún virtist blána í kringum herptar
varirnar.
Á endanum stóð hún á fætur og settist við
skrifpúltið sitt. Með svolítið skjálfandi rithönd
skrifaði hún eftirfarandi:
„Klukkan 9.15 í kvöld heyrði ég greini-
lega rödd látins eiginmanns míns. Hann
sagði mér að hann myndi sækja mig klukk-
an hálftíu á föstudagskvöldið. Ef ég dey
þann dag og á þeirri stundu vildi ég gjarnan
að það yrði gei-t uppskátt svo það sanni svo
ekki verði um villst að það er hægt að hafa
samband við andaheima. - MARY HART-
ER.“
Frú Harter las yfir það sem hún hafði skrifað,
setti það í umslag og skrifaði utan á umslagið.
Svo hringdi hún bjöllunni og Elizabeth svaraði
samstundis. Frú Harter stóð upp frá skrifpúlt-
54 Vikan 9. tbl.