Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 47
borð í skipi eftir að það hefur strandað, það á
að fara frá borði alveg um leið því að þá er það
náttúrlega laust skotmark fyrir óvininn. Nú,
þá var tekið allt það fljótlegasta um borð í
enskan togara, hent upp öllu sem hægt var af
mat og þess háttar og kallinn vildi ekki yfirgefa
skipið frekar en venjulega en dældi bara vatni
úr skipinu og tókst að losa það. Þegar við fórum
aftur um borð í okkar skip var ekki skilað eins
miklu af mat og hafði verið sett um borð. Bret-
inn var ekki góðu vanur og þetta var lúxusfæði
á hans mælikvarða. Bretarnir voru annars
nægjusamir, það var helvíti mikil seigla í þeim.
INNLYKSA AMERlKANAR
I Rússlandi hittum við Ameríkana sem hafði
orðið innlyksa þarna í fyrri heimsstyröldinni,
kom með pabba sínum þangað tólf ára. Pabbi
hans var læknir og flutti til Rússlands en hann
sá aldrei foreldra sína neitt meira, þeir voru
bara týndir, voru settir í fangelsi en herinn
mátti halda stráknum. Eg man að hann bað
okkur oft að taka sig með. Hann vildi reyna
að komast burt. Sem betur fer var ekkert farið
út í það ævintýri vegna þess að ef það hefði
verið gert hefði hann verið skotinn þegar það
komst upp - og skipið sökk jú. Það getur vel
verið að hann sé lifandi ennþá en væri það
áreiðanlega ekki ef hann hefði farið með okkur.
- Hafði hann alveg haldið enskunni við?
- Já, já, hann var nokkuð góður í henni.
Svo hitti ég lækni þarna, líka Ameríkana,
sem var illa farinn. Hann var búinn að vera í
fangabúðum frá því í fyrri heimsstyrjöldinni
en þegar stríðið skall á uppgötvuðu Rússarnir
að það var hægt að nota þennan mann. Þá var
hann náttúrlega búinn að tapa niður allri
læknisfræðinni. En hann var læknir samt sem
áður, á eyju í Hvítahafinu. Það eina sem hann
gat látið okkur fá var spíri. Hann var ljótur
að sjá, orðinn tannlaus og illa farinn.
Hvað kom til að hann var þarna?
- Sennilega hafa þeir farið af hugsjónaástæð-
um, bæði þessi læknir og pabbi stráksins.
ÓSÖKKVANLEGU SKIPIN
SUKKU I VETRARVEÐR-
INU
- Urðu hinir íslendingarnir svo samferða þér
þegar þú fórst heim um vorið?
- Já, alla leið til Liverpool. Við fórum með
bresku skipi sem lá þarna í ís og það tók hálfan
mánuð að brjóta okkur út. Þetta var í febrúar
og okkur var brotin leið til Múrmansk, eftir
það var auður sjór. En það komu alltaf flugvél-
ar þarna á kvöldin og voru að traktera þá á
sprengjum, gekk nú oft illa. Þetta var mjór
fjörður og þeir vissu af okkur. Þá var Múr-
mansk eiginlega alveg komin í rúst, bara nokk-
ur hús eftir þannig að við fórum ekkert þangað
inn. Við vorum bara að bíða eftir að það yrði
safnað saman herskipum til að koma okkur af
stað.
- Var þá farið í lest?
- Já, við hrepptum mjög vont veður, það
voru yfir tólf vindstig í heila viku og öldurnar
voru orðnar nokkuð háar. Það erfiðasta var
að ráða við skipin, þau vildu leggjast á hliðina.
Og þar á meðal var skip sem ég var búinn að
vera á í hálfan mánuð, stórt, nýbyggt skip. Eg
átti að vera um borð í því en það var svo skrýt-
ið að ameríska sendiráðið bað mig að fara yfir
á breskt skip. Það var svo mikið af mönnum
sem voru teknir af skipunum vegna þess að
þeir voru farnir á taugum og þeir voru settir
um borð í herskip. En þetta stóra skip, sem ég
átti að vera á, sökk með öllu saman. Samt átti
þetta að vera öruggasta skipið sem Ameríkan-
arnir voru með, skip sem væri ekki hægt að
sökkva. Það var að vissu leyti rétt, maður sá
stundum svona skip á floti því þau voru öll
tönkuð. Þetta skip byrjaði á því að rekast á
tundurdufl, rétt hjá okkur, og þá opnaðist á
því stefnið og kommandorinn gaf skipun um
að allir ættu að yfirgefa skipið. Það var svo
fínt veður að skipstjórinn neitaði því alveg.
En svo nóttina eftir hvessti og þá réð skipstjór-
inn ekki neitt við neitt. Mennirnir fóru í bátana
og þeim hvolfdi jafnóðum.
PLATAÐUR Á SMÁKOPP
- Hvernig var það svo með þig eftir að þið
komuð til Liverpool, fórstu meira á sjóinn?
- Já, þar mátti maður ekki vera nema mánuð
í einu i landi en Bretarnir vildu endilega fá
mig á skip til sín. Ég endaði nú samt á pólsku
skipi. En meira að segja Ameríkanarnir buðu
mér stýrimannapróf með því að fara á þriggja
mánaða námskeið . . .
- Var það ekki svolítið freistandi?
- Nei, ekki beint, þetta gilti ekki nema bara
fyrir þá og þá á stríðsárunum þannig að ég
hefði ekkert haft í vasanum eftir stríðið. En
þeir höfðu ýmislegt ágætt, til dæmis var sjó-
mannaklúbburinn þeirra ágætur.
Við réðum okkur saman á pólska skipið,
Albert og ég, sem höfðum verið saman í klefa
til Rússlands. Ég var búinn að segja að ég vildi
ekki vera á neinum helvítis koppum, ekki
minna en 10.000 tonna skipi. Mér var sagt að
við værum að fara á 12.000 tonna skip en þá
var það 1200 tonna! Þessu var ekkert hægt að
breyta þegar maður var búinn að skrifa undir.
Það var gert í landi, áður en við fórum um borð.
Við vorum á þessu skipi þangað til við
komum heim. Og það var svo sem allt í lagi.
TÍMDI PÝSKI KAFBÁTUR-
INN EKKIAÐ SKJÓTA?
Fyrst sigldum við lengi vel á strendurnar sem
flutningaskip með vistir handa stóru skipunum,
í convoy-lestirnar sem voru þarna fyrir utan,
og síðan áttum við að fara til Grænlands. Við
lögðum af stað með skipalest sem var að fara
yfir Atlantshafið. Og við vorum með heilmikið
af farmi, allt fullt af tunnum sem voru festar
vel á dekkið en það voru tvær tunnur eftir
þegar við komum loks heim til íslands. Á leið-
inni var allt fullt af tundurduflum. Það var nú
bara tilviljun að komið var við á íslandi því
við lentum í vondu veðri á leiðinni og urðum
eftir. Það var ekkert hugsað um þá sem urðu
eftir, þeir sem voru með héldu bara línuna. Svo
þegar við vorum búnir að veltast þarna dálitið
lengi kom í ljós að kompásinn var kominn yfir,
hann hefur skemmst, og við velktumst þarna
lengi fram og til baka. Það kom þarna þýskur
kafbátur upp en hann skaut ekki á okkur.
Hann kom aðeins upp og kíkti á okkur. Allir
hlupu upp og héldu að hann myndi skjóta en
hann fór eftir dálitla stund. Þó hann hefði ekki
tímt að eyða á okkur skoti hefði hann þó alla-
vega getað notað fallbyssurnar. En hann lét
það eiga sig. Hins vegar vorum við komnir í
vandræði, skipstjórinn vissi ekkert hvert við
ættum að fara því þegar kompásinn var bilaður
vissum við ekkert hvar við vorum. Svo hann
fór að spyrja mig hvað við ættum að gera og
ég vissi náttúrlega ekkert. Hann sagði: Þú ert
orðinn svo vanur. Þeir voru alltaf svo sjóveikir,
Pólverjarnir.
FORELDRARNIR BÚNIR AÐ
AFSKRIFA HANN
- Var þá enginn með neina þekkingu á himin-
tunglunum?
- Nei, það var nú ekki svo gott, stýrimaður-
inn var alltaf að reyna að taka sólarhæð en
hann hafði ekkert til viðmiðunar. Það er ekki
búið til neitt plan fyrir ferðina, bara eitt skip
fremst og það er farið eftir því, það stjórnar
ferðinni. Það var ákveðið að sigla beint og vildi
þannig til að við slysuðumst til að sigla fram
á íslenskt skip. Ég segi að það sé alveg tilvalið
að elta það bara og við gerðum það alla leið
inn á ytri höfn. Við vorum svo fljótir að fara í
land!
- Þá hefur þú verið búinn að vera drjúga stund
að heiman?
- Já, ætli ég hafi ekki verið búinn að vera
svona tvö ár.
- Voru ekki fagnaðarfundir að sjá framan í
þig?
- Jú, jú, það hafði ekkert frést af mér, engin
bréf komist til skila.
Ég sendi meira að segja skeyti frá Liverpool
en foreldrar mínir fengu það aldrei. Póstur og
sími átti stóran hlut í því. Foreldrar mínir höfðu
flutt og það var ekkert verið að leita að þeim
meira. Ég fór niður eftir og sótti það eftir að
ég kom heim, löngu seinna. Ég sendi annað
skeyti áður en reiknaði með því að það hefði
ekki komist. Sá sem var sendur með það sendi
ekki alltaf öll skeytin sem hann fór með heldur
hirti bara aurana.
- Hafði fólk heyrt um afdrif skipalestarinnar
sem þú fórst upphaflega með?
- Já, já, foreldrar mínir voru alveg búnir að
afskrifa mig.
- Hélstu áfram með skipinu til Grænlands?
- Nei, ég lét þetta gott heita.
VARÐ SLAGSMÁLAGJARN
- Hvernig var það svo með þig eftir þessa lífs-
reynslu, varðstu friðarsinni eða kannski her-
skárri?
- Ég held ég hafi nú bara orðið herskárri.
Ég herti mig upp eins og skot. Ég var það ungur
þegar ég var í þessu.
- Aldrei hvarflað að þér að ganga í herinn þó?
- Nei, ég var ekki tilbúinn í það. Mér fannst
engin ástæða til þess, þetta var góð reynsla og
síðan fór ég bara á fiskiskip.
- Var þá ekki skrýtið fyrir þig að koma með
þessa lífsreynslu í veganesti heim þar sem fólk
þekkti stríðið helst af afspurn?
- Jú, jú. Þetta er svolítið skrýtið. Ég held
ég hafi orðið ansi slagsmálagjarn eftir þetta
og þá fór maður niður á Arnarhól til að komast
í almennileg slagsmál.
KANNSKI FER ÉG
EINHVERN TlMA AFTUR
- Það hefur aldrei hvarflað að þér að fara á
þessar slóðir aftur? ,
- Þetta er svo ægilega langt, en það hefur j
hvarflað að mér að fara til Arkangelsk því |
þangað fara skip á sumrin að sækja timbur. |
Mig hefur alltaf langað að fara og kannski |
geri ég það einhvern tíma.
Vikan 9. tbl. 47