Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 53
„Forðastu umfram allt áhyggjur og æsing,“
sagði Meynell læknir á þann þægilega hátt sem
læknar tileinka sér.
Líkt og raunin er oft með fólk, sem heyrir
þessi róandi en merkingarlausu orð, virtist frú
Harter meira efins en að henni létti.
„Það er til staðar viss veikleiki í hjarta,"
hélt læknirinn reiprennandi áfram, „en ekkert
til að hafa áhyggjur af. Það get ég fullvissað
þig um. Engu að síður,“ bætti hann við, „gæti
það orðið til góðs að láta setja upp lyftu. Ha?
Hvernig líst þér á það?“
Frú Harter virtist áhyggjufull.
Aftur á móti virtist Meynell læknir vera
ánægður mig sig. Ástæðan fyrir því að hann
hafði meira gaman af að sinna ríkum sjúkling-
um en fátækum var sú að þá gat hann sleppt
frjóu ímyndunaraflinu lausu við að finna lækn-
ingu á sjúkdómum þeirra.
„Já, lyftu," sagði Meynell læknir og reyndi
að láta sér koma til hugar eitthvað ennþá
glæsilegra - en tókst ekki. „Þá komumst við
hjá allri óþarfa áreynslu. Dagleg hreyfing á
jafnsléttu á góðviðrisdögum er heppileg en
forðastu að ganga upp hæðir. Og umfram allt,“
bætti hann ánægður við, „skaltu dreifa hugan-
um eins og þú getur. Þú mátt ekki einblína á
heilsuna."
Læknirinn útskýrði málið heldur nákvæmar
fyrir frænda gömlu konunnar, Charles
Ridgeway.
„Þú mátt ekki misskilja mig,“ sagði hann.
„Frænka þín gæti lifað árum saman, gerir það
eflaust. Samt sem áður gæti áfall eða of mikil
áreynsla gert út af við hana. Svona!“ Hann
smellti fingrunum. „Hún þarf að lifa ákaflega
rólegu lífi. Engin áreynsla. Engin þreyta. En
hún má auðvitað ekki sökkva sér um of niður
í vangaveltur. Hún verður að vera kát og það
verður að dreifa huga hennar.“
„Dreifa huga hennar,“ sagði Charles
Ridgeway hugsi.
Charles var hugulsamur ungur maður. Hann
var líka ungur maður sem trúði á að láta eftir
eigin tilhneigingum hvenær sem hægt var.
Þá um kvöldið lagði hann til að sett yrði upp
útvarpstæki.
Frú Harter var þegar í miklu uppnámi yfir
tilhugsuninni um lyftuna og hún varð óróleg
og treg til. Charles var málglaður og sann-
færandi.
Ég veit ekki hvort ég kæri mig um þessi
nýmóðins tæki,“ sagði frú Harter eymdarlega.
„Bylgjurnar, skilurðu - rafmagnsbylgjurnar.
Þær gætu haft áhrif á mig.“
Charles vissi betur og benti góðlátlega á
fánýti þessarar hugmyndar.
Frú Harter vissi afskaplega fátt um þessi efni
en hélt sem fastast í eigin skoðanir og lét ekki
sannfærast.
„Allt þetta rafmagn,“ tautaði hún kvíðin.
„Þú getur sagt það sem þér sýnist, Charles, en
rafmagn hefur áhrif á sumt fólk. Ég fæ alltaf
skelfilegan höfuðverk á undan þrumuveðri. Ég
veitþað þó.“
Hún kinkaði kolli sigri hrósandi.
Charles var þolinmóður ungur maður. Hann
var líka þrjóskur.
„Kæra Mary frænka," sagði hann, „leyfðu
mér að útskýra þetta fyrir þér.“
Hann hafði töluverða þekkingu á fyrirbær-
inu. Nú hélt hann ítarlegan fyrirlestur um
efnið; þegar hann var búinn að tala sig heitan
tjáði hann sig um hinar ýmsu gerðir lampa, um
hábylgjur og lágbylgjur, um hljóðmögnun og
þéttingu.
Frú Harter drukknaði í flaumi orða sem hún
ekki skildi og gafst upp.
„Já, auðvitað, Charles," tautaði hún, „ef þér
finnstþað...“
„Elsku Mary frænka mín,“ sagði Charles
ákafur, „þetta er einmitt það rétta fyrir þig, til
að þér leiðist ekki og svoleiðis."
Skömmu síðar var lyftunni, sem Meynell
læknir hafði mælt fyrir um, komið fyrir og það
varð frú Harter næstum því að bana því líkt
og margar aðrar gamlar konur hafði hún djúp-
stæða óbeit á því að hafa ókunnuga menn í
húsinu. Hún grunaði þá alla um að vera með
ráðabrugg varðandi silfurmunina hennar.
Útvarpið kom á eftir lyftunni. Frú Harter
horfði íhugul á tækið sem var viðurstyggð í
hennar augum - stór og ólögulegur kassi með
alls kyns tökkum.
Það þurfti allan eldmóð Charles til að hún
sætti sig við það.
Charles var í essinu sínu, hann sneri tökkun-
um og hélt langar ræður á meðan ...
Frú Harter sat í háa stólnum sínum, þolin-
móð og kurteis, með þá hjartans sannfæringu
að þessi nýmóðins uppátæki væru hvorki meira
né minna en takmarkalausar plágur.
„Heyrðu nú, Mary frænka, við náðum Berlín.
Er þetta ekki frábært? Heyrirðu í manninum?"
„Ég heyri ekki neitt nema töluvert af suði
og smellum," sagði frú Harter.
Charles hélt áfram að snúa tökkum.
„Brussel," tilkynnti hann ákafur.
„Er það?“ sagði frú Harter með örlitlum
áhugavotti.
Charles sneri tökkunum enn og ójarðneskt
ýlfur bergmálaði í herberginu.
„Nú virðumst við vera búin að ná hunda-
geymslunni,“ sagði frú Harter. Hún var roskin
kona með vissa kímnigáfu.
„Ha, ha,“ sagði Charles, „þú ert alltaf að
gera að gamni þínu, Mary frænka! Þessi var
góður!“
Frú Harter gat ekki varist því að brosa að
honum. Henni þótti ákaflega vænt um Charles.
I nokkur ár hafði Miriam Harter, frænka henn-
ar, búið hjá henni. Hún hafði í hyggju að gera
stúlkuna að erfingja sínum en Miriam hafði
ekki heppnast vel. Hún var óþolinmóð og
leiddist greinilega félagsskapur frænku sinnar.
Hún var alltaf úti „að skvetta sér upp“ eins
og frú Harter kallaði það. Að lokum hafði hún
flækst í samband við ungan mann sem frænku
hennar líkaði engan veginn. Miriam hafði verið
send heim til móður sinnar með stuttorðu bréfi,
rétt eins og hún hefði verið vara með skila-
fresti. Hún hafði gifst unga manninum áður-
nefnda og frú Harter sendi henni yfirleitt
handklæðakassa eða borðskraut á jólunum.
Þar sem frænkurnar höfðu valdið frú Harter
vonbrigðum hafði hún beint athyglinni að
frændum sínum. Frá fyrstu tíð hafði Charles
hitt fullkomlega í mark. Hann var alltaf nota-
lega auðsveipur við frænku sina og virtist
hlusta af einlægum áhuga á æskuminningar
hennar. Að þessu leyti var hann allt öðruvísi
en Miriam. Henni hafði dauðleiðst og leyndi
því ekki. Charles leiddist aldrei, hann var alltaf
í góðu skapi, alltaf kátur. Hann sagði frænku
sinni það oft á dag að hún væri dásamleg gömul
kona.
Frú Harter var hæstánægð með þessa nýju
eign sína og var búin að skrifa lögfræðingi
sínum fyrirmæli um nýja erfðaskrá. Hún fékk
hana senda, samþykkti hana og skrifaði undir.
Og núna reyndist Charles hafa unnið til
nýrra metorða í útvarpsmálinu.
Þó frú Harter væri fyrst í stað fjandsamleg
tók hún að verða umburðarlynd og að lokum
yfir sig hrifin af tækinu. Hún hafði miklu meiri
skemmtun af því þegar Charles var ekki heima.
Vandinn var að Charles gat ekki látið tækið í
friði. Frú Harter sat kannski í stólnum sínum
í mestu makindum og hlustaði á sinfóníutón-
leika eða fyrirlestur um Lúkresíu Borgía, fylli-
lega ánægð og sátt við heiminn. En ekki Char-
les! Friðurinn var rofinn af ómstríðum skrækj-
um meðan hann reyndi ákafur að ná erlendum
stöðvum. En þau kvöld sem Charles snæddi úti
með vinum sínum hafði frú Harter vissulega
ákaflega gaman af útvarpinu. Hún sneri tveim-
ur tökkum, settist í háa stólinn sinn og skemmti
sér við kvölddagskrána.
Það var um það bil þremur mánuðum eftir
að útvarpið kom að fyrsta einkennilega atvikið
varð. Charles var í heimsókn að spila bridds.
Á dagskránni þetta kvöld var ljóðasöngur.
Þekktur sópran var að syngja „Annie Laurie"
og í laginu miðju gerðist nokkuð undarlegt.
Það varð skyndileg þögn, tónlistin hætti sem
snöggvast, suðið og smellirnir héldu áfram og
svo dóu þeir líka út. Það varð dauðaþögn og
svo heyrðist ákaflega dauft suð.
Frú Harter fékk það á tilfinninguna, þó hún
vissi ekki af hverju, að tækið væri í sambandi
við einhvern fjarlægan stað og svo heyrði hún
skýrt og greinilega karlmannsrödd með daufum
írskum hreim.
„Mary - heyrirðu til mín, Mary? Þetta
er Patrick sem talar... Ég kem fljótlega
Vikan 9. tbl. 53