Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 23
CHUCK NORRIS Chuck Norris hefur hingað til verið eins konar samnefnari fyrir þá leikara er gera það gott í ódýrum hasarmyndum. Þó hefur þetta álit breyst á síðustu misserum með myndum sem eru ekki lakari en þær myndir sem Charles Bronson og fleiri slíkar stjörnur senda frá sér. Chuck Norris kom sparkandi inn í kvik- myndirnar. Fyrstu myndir hans voru allar um karatemeistara sem á í höggi við undirheima- lýð. Það er engin furða þar sem hann er frægur karatemeistari. Meðal afreka hans á því sviði má nefna að árið 1968 varð hann heimsmeistari í milliþungavikt í karate og hélt þeim titli þar til 1974. Þá hætti hann ósigraður. I nýrri myndum sínum hefur Chuck Norris aftur á móti tekið sér byssu í hönd og lætur sér nægja að freta andstæðingana niður enda, mun auðveldari leið en að útjaska líkamanum að óþörfu. Og þessi karakter hefur svo sannar- lega fallið bandarískum kvikmyndaáhorfendum vel í geð. Þessi þögli byssumaður kom fyrst fram í Missing in Action og strax var gerð framhaldsmynd af henni. Síðan kom Code of Silence, þar sem meira að segja gagnrýnendur tóku hann í sátt. Sá friður stóð stutt því þrátt fyrir að nýjasta mynd hans, Invasion USA, sé meðal vinsælustu mynda á seinni hluta síðasta árs þá hötuðu gagnrýnendur hana og opin- berlega tóku þeir til baka hrósyrði um Norris. Svona er þeim málum komið þegar hann er að leika í nýjustu mynd sinni, Delta Force, þar sem meðleikari hans er Lee Marvin. Þar leikur Chuck Norris ofurmenni sem sprengir sér leið til að frelsa bandaríska gísla í Austurlöndum nær. Flestir eru víst sammála um að kvikmyndir Chuck Norris séu frekar ómerkilegar frá kvik- myndalegu sjónarmiði. Hvað er það þá sem gerir þær svo vinsælar sem raun ber vitni? Jú, Chuck Norris hefur haft vit á því að feta nokk- urn veginn í fótspor dollaraprinsins Sylvester Stallone, sem sagt að búa til hetjur sem alla Bandaríkjamenn dreymir um að verða, frelsa föðurlandið þrátt fyrir að mannkynssögunni sé örlítið breytt: samanber vinsældir Missing in Action myndanna er fjalla um hið tapaða Víetnamstríð. Bandaríkjamenn eru nú óðum að vinna það á hvíta tjaldinu, þrátt fyrir gang sögunnar. Ekki hefur það skaðað feril Chuck Norris að hann er ákafur stuðningsmaður Reagans forseta og situr í framboðsnefnd hans og Norris lætur ekkert tækifæri ónotað til að lýsa aðdáun sinni á forsetanum. Um ofbeldi í kvikmyndum sínum segir Norr- is: „Það er rétt að ofbeldi er mikið. Þó er það að mestu leyti í sjálfsvörn. Og í lokin er það alltaf vondi maðurinn sem fær það vel útilátið. Áhorfendur skilja þetta viðhorf og því fjöl- menna þeir á myndir mínar. Ég hef miklar áhyggjur af hryðjuverkum í heiminum. Þess vegna fjalla tvær nýjustu kvikmyndir mínar, Invasion USA og Delta Force, um hryðju- verkamenn og baráttuna gegn þeim.“ Chuck Norris getur þakkað hinum látna leikara Steve McQueen að hann skuli vera kvikmyndastjarna í dag: „Það var Steve sem hvatti mig til að fara að leika í kvikmyndum. Hann var á tímabili nemandi minn í karate og um leið og hann hvatti mig til kvikmyndaleiks gaf hann mér nokkur ráð sem ég hef alltaf farið eftir: Vertu öruggur um að þegar þú tekur að þér hlutverk þá hafir þú ekki of mikið að segja. Láttu aukaleikarana um hið talaða mál. Vertu samt öruggur um að þær fáu línur, sem þú segir, skipti máli fyrir kvikmyndina í heild. Þessu hef ég reynt að fara eftir og byggt upp persónu eftir persónu á þessu heillaráði.“ I dag er ekki hægt að ganga fram hjá Chuck Norris þegar talað er um vinsælustu leikarana vestanhafs. Er hann settur á bekk með Charles Bronson og Clint Eastwood sem eru ímynd hinna sterku og þöglu leikara. Þetta er staða sem fáir reiknuðu með að Chuck Norris næði í byrjun ferilsins. Hjá Chuck Norris skipta athafnir meira máli en orð og leikur hann öll áhættuatriði sjálfur. Það er Aaron bróðir hans sem hefur yfirumsjón með áhættuatriðum í þeim myndum sem hann leikur í. Eitt áhættuatriði í Invasion USA þótti það gott að Chuck Norris var nýlega tilnefndur til verðlauna sem áhættuleikari ársins fyrir þetta eina atriði. „Fyrir mér er þetta jafnmikill heiður og að verða tilnefndur til óskarsverðlauna," segir Chuck Norris. Vikan 9. tbl. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.