Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 22
EFTIR HILMAR KARLSSON BARDAGI VID VÉLMENNI ** RUNAWAY Lxíikstjóri: Michael Chrichton. Aöalleikarar: Tom Selleck, Cynthia Rhodes og Gene Simmons. Sýningartími: 96 mín. Það dreymir sjálfsagt flesta um að hafa vélknúna húshjálp sem fer eftir fyrirskip- unum í einu og öllu. Lífið yrði sjálfsagt miklu þægilegra. En varið ykkur, vélmenni geta brjálast og drepið hvað sem fyrir er eins og venjulegar manneskjur. Um þessi vélmenni íjallar Runaway. Tom Selleck leikur lögreglumann sem er sérfræðingur í að gera óvirk vélmenni sem láta ekki að stjórn. Grunsemdir hans vakna um að ekki sé allt með felldu þegar hann kemst að því að eitt vélmennið, sem hafði „brjálast", hafði verið prógrammer- að fyrir drápin. Enda kemur á daginn að brjálaður vísindamaður, sem leikinn er af Gene Simmons (betur þekktur sem söngv- ari og aðalmaður hljómsveitarinnar Kiss), hefur komið sér upp tækni er getur gjör- breytt vélmennum til hins verra. Eftir mikinn eltingaleik nær lögreglan að króa hann af á hóteli einu en þá kemur i ljós að vísindamaðurinn á vopn eitt í fórum sínum sem er hálfgerð eldflauga- skammbyssa. Skotin elta uppi fórn- arlömbin. Hann sleppur og nær að ræna syni lögreglumannsins og hafa á brott með sér. Æsist nú leikurinn til muna og fara endaíþkin fram í auðri byggingu þar sem öllum tegundum vélmenna er beitt, meðal annars stórvarasömum „kóngulóm“. Runaway er ágætlega gerð framtíðar- spennumynd enda reyndur maður bak við kvikmyndavélina, Michael Chrichton sem á að baki nokkrar ágætar vísindaskáld- sögumyndir. Söguþráðurinn er að vísu í þynnra lagi en það er bætt upp með vel gerðum vélmennum. VARASAMURSTADUR * THEKEEP Lcikstjóri: Michael Mann. Aðalhlutverk: Scott Glenn, Jurgen Proc- hnov og lan McKellan. Sýningartími: 93 mín. The Keep er hryllingsmynd sem látin er gerast í Rúmeníu í síðari heimsstyrjöld- inni. Flokkur þýskra hermanna undir stjórn Klaus Woerman (Jurgen Prochnov) hefur viðdvöl í afskekktu íjallaþorpi. Eini staðurinn, sem flokkurinn getur haft að- setur á, er gamalt virki, drungalegt mjög. Enda kemur á daginn að ekki er allt sem sýnist innandyra. Þýsku hermennirnir ætla að reyna að hafa með sér muni úr virkinu. Ekki tekst betur til en svo að þeir losa úr læðingi illan anda sem hefur verið lokaður inni öldum saman. Sá illi, er reynist hafa að nokkru leyti mannsmynd, byrjar nú að slátra þýsku hermönnunum hverjum á fætur öðrum. Ekki batnar það þegar Gestapoflokkur kemur til að rannsaka hvað er að ske þarna uppi í fjöllunum. En það eru lleiri sem hafa viðdvöl í þorpinu þegar fréttist um hið illa afl sem þar ræður ríkjum. Meðal þeirra er gamall prófessor með dóttur sína. Hann er fenginn til að ráða rúnir og dularfullur ungur maður kemur einnig. Telur hann sig einan færan um að ráða niðurlögum þessa illa anda. The Keep er á köflum spennandi þótt ekki sé nú söguþráðurinn trúverðugur. Leikur í myndinni er ágætur, sérstaklega hjá Jurgen Prochnov í hlutverki þýska kafteinsins og Ian McKellan í hlutverki gamla prófessorsins sem lætur glepjast. Þeir sem á annað borð hafa gaman af hryllingsmyndum geta búist við sæmilegri skemmtun við að horfa á The Keep þótt myndin sé ekki í háum gæðaflokki. SAGA STÓRHLJÓMSVEn AR *** THE BEACH BOYS - AN AMERICAN BAND Sýningartími: 102 mín. Það er óhætt að segja að það er margt sem kemur á óvart í þessari einstöku heim- ildarmynd um einhverja vinsælustu popp- hljómsveit sem uppi hefur verið. Ferill Thc Beach Boys spannar ein tuttugu og limm ár og hefur margt skeð á þeim tíma og ekki allt sem hingað til hefur þolað að koma fram opinberlega. Þegar nafnið Beaeh Boys varð til voru popphljómsveitirnar ýfirleitt skipaðar vel klæddum. ungum mönnum scm voru prúðir á sviði og var The Beach Boys engin undantekning eins og sjá má í byrjun myndarinnar. Þónokkru er eytt í að sýna þá fclaga í byrjun og fyrstu ár þeirra. Það er aðallega Brian Wilson. höfuðpaurinn, sem segir frá, liggjandi uppi í rúmi. Eftir nokkur velgengnisár ákveður Brian Wilson að hætta. Ástæðan var í raun að hann var alveg farinn á taugum þótt annað væri sagt. Hann sest að i stúdíói og þangað fara bræður hans tveir og aðrir meðlimir The Beach Boys þegar þá vantar efni. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir snilldarsköpunargáfu dettur Brian Wilson i eiturlyfjanotkun og alls kyns ólifnað, dregur sig inn i skel sína og dvelur samkvæmt eigin sögn i rúrninu í tvö og hálft ár. Þetta eru þau ár sem ekkert gengur hjá hljómsveitinni. Þeir fé- lagar taka það til bragðs að fara til Evrópu þar sem þeirn er tekið með kostum og kynjum. Þeir snúa heim. Brian Wilson kemur til móts við þá og glæsilegasta skeið hljóm- sveitarinnar rennur upp þótt of lítið sé komið inn á það í þessari mynd. Til dæmis er aldrei minnst á Holland sem þó er í dag talið meðal klassiskra verka i poppinu. Fleiri atburðir eiga eftir að setja svip sinn á feril hljómsveitarinnar, meðal annars andlát Carl Wilson sem var orðinn ólækn- andi eiturlyfjaneytandi. An American Band er virkilega góð heimildarmynd og lýsir vel þvi tauga- strekkjandi lífi sem fólk í frægum hljóm- sveitum þarf að lifa við. ERFINGINN GEORGE MIKELl. KJ&|ij9| ROWI.'NA WAII Ai» BEIINITA OAVFY .RsBI r.AHY flAV VALDABARÁTTA * ERFINGINN 1 Leikstjóri: Brcndan Maher. Aðalhlutvcrk: George Mikell, Bellinda Davey og Rowena Wallace. Sýningartími: 192 mín. (2spólur). Erfinginn er áströlsk mínisería sem tekur á nokkuð óvenjulegu málefni, sem sagt gervifrjóvgun. Ung hjón hafa lengi reynt að eignast barn en án árangurs. Þau eru erflngjar mikilla auðæfa og ættföðurn- um er mikið í mun að halda ættinni við. Eftir árangurslausar tilraunir er leitað til læknastöðvar þar sem gervifrjóvgun er framkvæmd. Allt gengur samkvæmt áætl- un og unga konan verður ófrísk. Eigin- maðurinn, sem þegar hér er komið sögu er haldinn ólæknandi krabbameini, deyr. Þetta verður til þess að ættfaðirinn treystir ekki á eina frjóvgun og samkvæmt tilmæl- um eins framkvæmdastjóra síns fær hann aðra konu til að gangast undir sams konar aðgerð og eiginkonan svo það sé nú öruggt að erfingi fæðist. Eiginkonan fæðir and- vana barn og þá setur ættfaðirinn allt sitt traust á ókunnu konuna sem gengur með afkomanda sonarins. Framkvæmdastjórinn hefur alltaf gert ráð fyrir þessu svo hann gengur að eiga konuna og er því orðinn löglcgur faðir barnsins og hefur því öll spilin í hendi sér að því er virðist... Erfinginn er ívið of löng mynd og of hægfara til þess að hægt sé að kalla hana spennandi, þrátt fyrir að sum atriði gell tilefni til þess. Og svo er annað: við nánari skoðun er margt mjög ósennilegt við atburðarásina. Ástralir hafa gert mun betri míniseríur en Erfingjann. Því verður ekki neitað að þarna er tekið á óvenjulegu viðfangsefni. Leikur aðalleikaranna er einnig vandræðalegur á köfium, eins og þeir viti ekki almennilega hvernig þeir ciga að haga sér. 22 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.