Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 45
að var um vorið þetta ár, 1942, að Guðbjörn réð sig á stórt amerískt skip, Ironglad, ásamt þremur öðr- um íslendingum, Albert Sigurðs- syni, Friðsteini Hannessyni og Magnúsi Sigurðssyni, sem allir eru nú látnir. Margar skipalestir höfðu farið undir þessu sama heiti, PQ, þessa sömu leið en engin þeirra komst í tæri við neitt í líkingu við það sem þessi skipalest gerði. Hún var kölluð dauða- lestin. Eftir tvo daga á sjó byrjaði ballið. Þetta var gamalt flutningaskip, svo gam- alt að það hafði verið kolakynt en búið að setja í það olíufyringu, mixað náttúrlega. Þetta var gamalt og gott sjóskip, fór vel í sjó, traust og gott. - Hafðirðu verið á sjónum áður? - Já, aðeins, á bátum. - Svo þetta hefur verið gjörólíkur heimur? - Já, já, já, já. Maður varð að ráða sig sem fullgildan háseta. Þeir vildu ekki annað. Nú, ef maður gat ekki gert það sem ætlast var til af fullgildum háseta bölvaði maður þeim á íslensku þannig að það var minnstur vandinn. - En voru þetta ekki langar vaktir og erfið vinna? - Vaktirnar voru skiptar niður, ég man ekki hvort það voru tveir tímar í einu uppi í brú og svo var skipt þannig að maður fór á stand-by vakt í messanum, farið var þar niður og fengið kaffi, og það varð alltaf að standa við stýrið. ENGIN LO FT V ARN AB YRGI - En þú segir að það líði ekki nema tveir dagar ffá því að þið leggið af stað og þangað til slagur- inn byrjar. Voru það fyrstu kynni þín af stríð- inu? - Hérna heima hafði ég nú unnið hjá Bretan- um og þeir voru svona aðeins að koma inn, Þjóðverjarnir. - En nú hefur maður heyrt að Islendingar hafi verið frægir einmitt fyrir það, þegar loftvarna- merki voru gefin, að fara bara út á götu og skoða, í staðinn fyrir að hlaupa í skjól. - Já, það er alveg rétt. En það var nú þannig þegar við komum til Rússlands að þar voru ekki einu sinni til loftvarnabyrgi, það var ekki gert ráð fyrir því. Fólk varð annaðhvort bara að sitja inni eða fara út og horfa á. Maður horfði á þegar loguðu heilu þorpin við Arkang-' elsk. Flugvélarnar komu yfir skipin og svo lentu sprengjurnar yfirleitt hinum megin á firð- inum. - Var mikil eyðilegging? - Já, þetta var alveg hrikalegt. Þetta var svo ffumstætt, ekki einu sinni slökkvilið. Það eina sem þeir gátu gert til að stöðva brunann, ef það voru kannski tuttugu til þrjátíu hús sem log- uðu í einu, var að setja jarðýtu á brennandi húsin til að stoppa útbreiðslu eldsins. Og svo voru bátar þarna á fljótinu, það var slökkvilið- ið. Þeir gátu náttúrlega slökkt í því sem var næst, sprautað á húsin. KOMMANDORINN GEFST UPP - En víkjum fyrst að ferðinni sjálfri. Hvernig stóð á því að skipalestin varð fyrir svona mikl- um árásum? - Þjóðverjarnir fundu hana strax og hófu árásir með flugvélum en varnirnar miðuðust við kafbáta, þeir höfðu notað þá á lestina á undan. Þetta var alveg stanslaust ffá því við vorum búnir að sigla í rúma tvo sólarhringa, á hverjum einasta degi, út sólarhringinn mátti heita. Við vorum í rúman hálfan mánuð á leiðinni - lengur því við töfðumst. Þegar fimmtán skip voru eftir þurftum við að slíta skipalestina því þá mátti hver ráða fyrir sig. Kommandorinn, sem átti að ráða stefnunni fyrir alla lestina, gafst upp. Menn komu sér ekki saman um hvað þeir vildu gera, sumir vildu snúa við. Við fórum inn í ísinn og sigldum þar i gegnum, alla leið til Novaya Semlja og þar fórum við hérumbil hringinn í kring, lentum í árekstri á leiðinni vegna þess að það var þoka. Við lentu í ís og það sigldi skip beint í hliðina á okkur, úr okkar skipalest. Það voru ekki nema nokkur skip sem fóru þessa leið. Þeir sem fóru hina leiðina, ætluðu annað- hvort að snúa við eða fara aðra leið, sáust aldrei meir. Við sigldum með ísröndinni strax og það var tilkynnt að hver ætti að hjálpa sér sjálfur. Við gerðum allt sem við gátum til að láta fara lítið fyrir okkur, breiddum lök yfir og máluðum skipið hvítt því Þjóðveijarnir voru alltaf að leita. ÞÝSKAR FLUGVÉLAR NEÐAN MASTRA - Flugu þeir lágt yfir? - Já, að minnsta kosti þegar við vorum á sjónum, þá flugu þeir alveg niður fyrir möstur, komu aftan að skipalestinni. fyrir neðan möstrin þannig að það var ekki hægt að skjóta á þá. Ef við ætluðum að skjóta á þá var hætta á að við skytum niður næsta skip. Og þegar þeir flugu þarna á milli hentu þeir sprengjunum á okkur. Síðan hækkuðu þeir sig upp. Um leið og þeir hækkuðu sig var skotið á eftir þeim, alveg villt. - Það hafa verið hæg heimatökin fyrir þá? - Já, þetta var bara tuttugu mínútna flug frá Noregi! - Var einhver atburður öðrum merkilegri í þessari ferð? - Ja, þegar við vorum kallaðir út vegna loft- árása þá var mitt verk að vera á pallinum þar sem stærsta fallbyssan var og þar hafði hver sitt verkefni, mitt var að taka á móti hylkjunum úr byssunni þegar hún hrækti þeim út úr sér. ■Þau voru heldur stór, tólf tommu, og þetta var ansi erfitt stundum þegar hún var búin að skjóta mikið því þá var hún orðin svo heit. Til að losa pallinn varð að henda þessu öllu út- byrðis og það voru menn sem handlönguðu þetta. En mér var sagt það - og þakkað fyrir það einu sinni - að ég hefði bjargað skipinu. I þessu tilfelli var það þannig að það var fullur skápur þarna með patrónum en enginn tók eftir því að hann var opinn. Svo ég hleyp til og skelli aftur hurðinni á honum. Þá var ein patr- ónan komin af stað og fór beint á hurðina. Ef hún hefði farið í skipið hefði allt sprungið í loft upp því skipið var hálft af sprengjum. Það var meira að segja það mikil áhætta að við áttum að fá extra fyrir það. Þessar kúlur voru notaðar til að granda flugvélum, í 25 metra fjarlægð var krafturinn nógu mikill af þeim til að sprengja flugvélarnar. Þessar kúlur voru svo varasamar að þegar við vorum á dekkinu urðum við að gæta þess að fá þær ekki í bakið á okkur. Ég átti lengi vel stórt sprengjubrot sem fór niður eftir bakinu á mér og í lífbeltið á mér. GLÆPAMENN EN GÓÐIR DRENGIR Á skipinu, sem ég var á, voru mestanpart menn sem hafði verið sleppt úr fangelsum og var gefinn séns á að fara í þessa ferð í staðinn fyrir að halda áfram afþlánun, algjörir glæpa- menn sem sagt. - Hvemig voru þessir menn svo í viðkynningu? - Ágætir, allir indælir strákar, gagnvart mér og mínum kunningjum. En skipstjórinn var hræddur við þá og ef hann þurfti að tala við þá þurfti að jáma þá áður en þeir vom fluttir til að tala við hann. - Þú segir að það hafi verið ævintýraþrá sem kom þér af stað. Hvernig varð þér svo við þegar þú vissir hvers kyns var? - Ég fann aldrei fyrir því hvernig áhöfnin var saman sett. Þetta vom nú mest Ameríkanar og nokkrir Púertóríkanar sem voru með mér á vakt en Púertóríkanarnir voru fáir, við íslend- ingarnir komum upphaflega í staðinn fyrir nokkra þeirra. Þeir höfðu verið með ólæti og hótað skipstjóranum að drepa hann. Stundum þurfti að læsa menn inni upp á vatn og brauð. Þegar gerðar voru loftárásir var stýrimaðurinn við dymar, tilbúinn að opna fyrir þeim ef eitthvað kæmi fyrir, skipið sykki eða eitthvað svoleiðis. Loftárásirnar voru orðnar það örar að menn voru orðnir hálfragir við að fara niður í skipið að sækja skotin sem voru geymd niðri í lest. Enginn vildi vera niðri þegar loftárás kæmi á skipið, hann var þá dauðans matur. Ég man eftir því einu sinni að það átti að stræka á að fara niður. Þá var bara tekin upp skammbyssa og spurt hverjir ætluðu að neita að fara. Þ»EIR S VEFNLAU SU FÓRU YFIR UM - Verða menn dofhir fyrir því að sjá mikið af hörmungum í kringum sig. - Já, það er áreiðanlegt. Maður hugsar: Ég verð bara næstur. En þarna voru menn, og þar á meðal Púertóríkómennirnir, sem gátu ekki sofið út af þessu og þá sögðu þeir: Ja, við ætlum bara að sofa þegar við komum í höfh. Þeir héldu að við værum að komast í lúxusinn og þeir gætu bara farið inn á hótel að hvíla sig þegar þeir kæmu í land, eins og í Ameríku. Þá ætluðu þeir sér að sofa næsta hálfan mánuð. En svo tafðist lestin og þeir voru orðnir heldur svefn- lausir svo það varð að taka þá og fara með þá um borð í herskip. Skipin fyrir framan okkur voru skotin niður og urðu eftir eins og kássa í sjónum. Leiðin til Rússlands var erfið, þetta var svo þröngt, ísinn annars vegar og Noregur hins vegar. Við komumst alla leið inn til Arkangelsk innst við Hvítahafið, þar er ekki fært nema um hásumarið. Við fórum eftir fljóti, að vísu var höfnin í Pakeriska hinum megin. Það voru stanslausar loftárásir meðan við vorum að losa. Þjóðverjarnir höfðu tölu á skipunum sem komust alla leið. Við höfðum fengið hjálp alla leið frá Novaya Semlja, þangað komu rússneskir tundurspillar og sóttu okkur. Rússamir ætluðu nú fyrst að neita okkur um landgönguleyfi. Það höfðu þeir gert við fyrstu skipalestina og það spurðist strax út, en þá var bara neitað að sigla! Vikan 9. tbl.45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.