Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 13
Isabella Rossellini, dóttir Ingrid
Bergman, hefur nú leikið fyrsta
stóra hlutverkið á hvíta tjald-
inu. Myndin nefnist HVÍTAR
NÆTUR og fjallar um rússn-
eskan ballettdansara sem strokið hefur
til Bandaríkjanna. Hann kemst í mikinn
bobba þegar flugvél, sem hann er í, nauð-
lendir í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Sovét-
ríkjunum reyna að fá dansarann til að
snúa heim af fúsum og frjálsum vilja. Það
tekst heldur illa ... og svo kemst ástin í
spilið. Dansarann leikur Mikhail Barys-
hnikov og Isabella Rossellini ástkonu
hans. Sagan hermir að einnig hafi verið
kært með þeim tveimur utan tjalds. Isa-
bella hefur fengið góða umsögn um
frammistöðu sína í myndinni og ekki er
ósennilegt að hér sé byrjun á glæstum
ferli.
Sylvester Stallone - Rocky sjálf-
ur, hefur verið ásakaður um að
vera lítill orðsins maður og má
það vel vera. En Stallone er
samt sem áður rithöfundur.
Arið 1976 kom út bókin Paradise Alley
eftir hann. Það er skáldsaga sem segir frá
lífi ungra New York-búa af ítölskum
uppruna. - Hann reynir að minnsta kosti,
drengurinn.
GRISDYR
Heill sé hættulegu lífi á ári tígrisdýrs-
ins. Frá 9. febrúar hafa kraftur og hug-
rekki legið í loftinu, ólíkt því rólyndislofti
sem einkenndi síðasta ár, ár vísundsins.
Kínverji heilsar í veislu og segir:
,,Halló, ég er api,“ og annar svarar: „Sæll,
ég er svín.“ Þetta er ekki dæmi um
nautnalegar samræður þeirra sem unun
hafa af því að niðurlægja sjálfa sig heldur
er einungis verið að skiptast á lágmarks-
upplýsingum sem byggja á kínverskri
stjörnuspeki.
Kínverjar telja að stjörnumerkin segi
mikið til um persónuleika fólks, stjörnu-
merki þeirra eru tólf og hvert þeirra er
kennt við ákveðið dýr og þau ríkja í heilt
ár hvert. Dýrslegir eiginleikar ríkjandi
dýrs móta persónuleika þess fólks sem
fætt er það árið og einnig atburði ársins.
Nú er sem sagt ár tígrisdýrsins og þeir
sem eru fæddir 1926, 1938, 1950, 1962 og
1974 eru því tígrisdýr í toppformi núna.
Eiginleikar tígrisdýrsins eru fegurð,
styrkur, orka og hugrekki. Oscar Wilde,
Beethoven, Buddy Holly og Marilyn
Monroe voru öll tígrisdýr - íslensku tígr-
isdýrin þekkirðu sjálfsagt fyrirhafnar-
laust.
Tígrisdýr hafa oft byltingarkenndar
skoðanir og berjast fyrir málum sínum
af hugsjónaeldi - þekktasti byltingartíg-
urinn er Karl Marx. Tígurinn hefur oft
óslökkvandi þrá til að skapa sér nafn og
„verða einhver“ en sú þrá leiðir gjarnan
til ófarnaðar. Kínverjar segja að oftar en
ekki mæti tígurinn dauða sínum einmitt
þegar hann hefur náð takmarki sínu í
lífinu - og það á svo sannarlega við um
eitt fegursta tígrisdýr allra tíma, Marilyn
Monroe.
Samkvæmt kínversku stjörnuspekinni
mun þetta tígrisár bera merki mikilla
átaka, ár þar sem allt endasteypist, tólf
mánaða veisla sem endar í timburmönn-
um. Hvað sem verður þá virðist kominn
tími til að sýna klærnar!
Norska hljómsveitin
A-HA hefur sem kunn-
ugt er heldur betur sleg-
ið í gegn í Bandaríkjun-
um, Bretlandi og víðar á
helstu menningarsvæðum poppsins.
Þrátt fyrir annríki við upptökur og
annað sem frægðinni fylgir létu liðs-
mennirnir, þeir Morten, Pál og Magne,
svo lítið að fljúga heim til Noregs og
taka við verðlaunum þarlendra plötu-
útgefenda, „Spellemannsprisen“. Ha,
ha...
Vikan 9. tbl. 13