Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 51

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 51
ALLTAF VERIÐ AÐ STRÍÐA MÉR Elsku Póstur! Ég er alveg í vandræðum. Ég er 1 5 ára strákur og vantar félagsskap. Þú ert mín eina von. Það er þannig að ég er i skátum og þar eru allir svo leiðinlegir við mig. Allir eru þar að stríða mér, krakkar á aldrinum 12-20 ára. Þeir sem eru á aldur við mig eru kannski að hringja í mig á kvöldin og biðja mig að koma og eru svo einhvers staðar í felum þegar ég kem svo ég fer alltaf fýluferðir. Svo hringja þeir og segja kannski: Komdu strax upp i heimili. Við erum búnir að ná X (einhverri leiðinlegri manneskju) og ætlum að dýfa henni. Svo er mér dýft þegar ég kem. Ég er með bólur og ömurlega Ijótur. í skólanum eru krakk- arnir að stríða mér á því hvernig ég tala fyrir framan alia. Mér er alltaf strítt i útileg- um og laminn. Ég var málaður um daginn til að líta aðeins betur út og svo fór ég upp í skátaheimili og þá fóru krakkarnir að stríða mér. Svo eru þau að hringja heim og segja kannski við pabba og mömmu: Segðu N (ég) að hann sé orðinn pabbi. Alltafaðgera at. Elsku Póstur, hvað á ég að gera? Hjálp- aðu mér. Ég verðaðfá hjálp. £ P.S. Svo stríða þau mér á hvaða tónlist- armann ég held upp á þó margir haldi upp á hann. P.S.S. Svo eru þau alltaf að segja að ég sé með svo mikla stæla. I.jótt er að heyraI Frásögn þín af hegðun félaganna er ekki beint í samræmi við þær hugmyndir sem Pósturinn og fleiri hafa gert sér af skátum. Það er illt til þess að vita að ungt fólk, sem á að hafa hugsjónir skátahreyfingarinnar um hjálpsemi við náungann að leiðarljósi, skuli haga sér svona. Stríðni er raunar vandamál sem er þvi miður nokkuð algengt. Þeir sem stríða öðrum gera það oft í hreinu hugsunarleysi og gera sér ekki grein fyrir því hvaða þján- ingum þeir geta valdið fórnarlömbum sín- um. Þeir sem ofsækja aðra með stríðni eru óþroskaðir einstaklingar sem oft á tíðum eiga sjálfir við vandamál að etja. Eins og til að fela sinn eigin vanda ofsækja þeir aðra. Striðni er því ekki síður vandi þeirra sem stríða en hinna. En hvað getur þú gert? Því er ekki auðvelt að svara. í fyrsta lagi skalt þú ekki vera með i þvi að hrekkja aðra. Þú segir í bréfinu að krakkarnir hringi í þig og biðji þig að koma þegar á að fara að taka ein- hvern fyrir og þegar til komi þá sért það þú sjálfur sem átt að fá fyrir ferðina. Þú ættir alls ekki að sinna svona hringingum. Þú ert ekkert meiri maður eða betur settur með því að taka þátt i að stríða öðrum og skaltþví alveg láta afþví. Þú segir að krakkarnir segi að þú sért með mikla stæla. Er eitthvað til I þvi? Krökkum, sem erstritt eða hafa minnimátt- arkennd, hættir oft til að breiða yfir það með stælum. Með stælunum eru þeir að reyna að sýnast eitthvað meiri og merki- legri en félagarnir hafa haldið þá vera. Venjulega verða áhrifin þveröfug og þvi er mikiivægt að þú reynir að hætta stælun - um og verðir bara eðlilegur, eins og þú áttað þér. fíeyndu að taka striðnina ekki of alvar- lega. Þú veist sjáifur að þú ert ekki á nokkurn hátt verri en þessir krakkar. Þú ert kannski bólóttur en það eru nú svo margir á þessum aldri. Hins vegar er sjálf- sagt hjá þér að reyna að fá einhverja bót þará. Húðsjúkdómalæknar og snyrtistofur geta veitt fólki mikla hjálp við bólum núorðið og sjálfsagt að notfæra sér það. Málning gerir ekkert gagn í þinu tilviki eins og þú hefur sjálfsagt komist að raun um. Þú getur snúið baki við þessum leið- indakrökkum en það leysir í sjálfu sér engan vanda. Hefur þú eitthvað reynt að tala um þetta við til dæmis skátaforingjann eða kennarann? Þetta er mál sem þyrfti að ræða um í bekknum eða hópnum með hjálp einhvers eldri eða fullorðins. Óþrosk- aðir krakkarnir gera sér áreiðanlega ekki grein fyrir hvaða hræðiiegu áhrif ertni þeirra og uppátæki geta haft en sé þeim bent á málið og þetta rætt af skynsemi og í góðu þá er eins liklegt að þeir fari að hugsa málið og hætti að láta svona. Ef þú viit fá itarlegri ráðleggingar fólks, sem þekkir þennan vanda mjög vel. gætir þú haft samband við Sálfræðideild skóla (sja simaskrá) eða Unglingaráðgjöfina (sjá simaskrá). AÐDAENDA- KLÚBBAR Halló kæri Póstur! Við erum tvær sem erum að sálast en réttara sagt vantar okkur aðdáendaklúbba Nenu, Bonny Tyler, Tinu Turner, Frankie Goes to Hollywood og Big Country og U2. Vonandi verður þetta birt sem fyrst. Helga og Rakel. Frankie Goes to Hollywood PO Box 5 Billericay Essex England U2 PO Box 48 London N6 5RU England BonnieTyler PO Box 308 London E6 1 EP England Tina Turner Capitol Records 1 370 Avenue of the Americans NewYork, NY10019 U.S.A. Nena Fabrik Rakete Segitzdam 2 1000 Berlin 61 Deutchland HVAR FÆ ÉG TEXTA? Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér áður ýmissa erinda en að þessu sinni eru þau tónlistarleg. Fyrst langar mig að vita hvar ég get fengið texta hljómsveitarinnar Alpaville, sérstaklega þó við Big in Japan, Forever Young og Victory of Love. Ég veit að þú birtir ekki texta svo að það þýðir ekki að biðja þig en þú gætir kannski bent mér á einhvern stað þar sem svona texta er að fá. Svo þætti mér vænt um ef þú gætir sagt mér hvenær Jakob Magnússon og Eiríkur Hauksson eru fæddir. Kveðja, Inga. Til þess að fá texta þessara laga er að líkindum best að skrifa plötuútgáfunni beint. Ef þú átt plötuna ætti utanáskrift útgáfunnar að standa á umslaginu. Efekki getur þú haft samband við plötuverslun og beðið einhvern að finna það fyrir þig. Skrifaðu síðan útgáfunni og rektu erindi þitt. Settú alþjóðleg svarmerki með i umslagið og umslag þar sem þú ert búin að vélrita þitt eigið nafn og fullt heimilis- fang. Jakob Magnússon er fæddur 4. mai 1953og Eiríkur Hauksson 4. júlí 1959. Vikan 9. tbl. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.