Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 28
yniivos Fyrir nokkru kom ritstjóri Vik- unnar að máli við einn okkar og bað hann að annast viku- legan þátt í blaðinu um læknis- fræðileg efni. Verkefnið þótti áhugavert og ákveðið var að takast á við það en fara að dæmi fornmanna og safna liði áður en átök hæfust. Farið var í smiðju til vina og félaga og þannig myndaður hópur sérfræðinga úr hinum ýmsu grein- um læknisfræðinnar. Hópurinn á það sammerkt að allir útskrifuðumst við frá læknadeild Háskóla islands sumarið 1975. Að afloknu námi hér heima tvístr- aðist hópurinn og menn héldu til sérnáms út í heim en sneru svo aftur heim í fyllingu tímans, fullir af góðum áformum, reynsl- unni og þekkingunni ríkari. Allir höfum við nú haslað okkur völl innan heilbrigð- isgeirans hver á sínu sviði og glímum þar við óheilsu fólks og heyjum jafnframt eigin lífsbaráttu eins og aðrir. Við teljum fulla þörf á fræðslu- og spurningaþætti um heilbrigðis- mál í vikuriti sem þessu og ber margt til. Líkamleg og andleg heilbrigði er undirstaða þeirrar lífsham- ingju sem við öll keppum að. Sjálf berum við að verulegu leyti ábyrgð á eigin heilsu og grundvöllur þess að geta axlað þá ábyrgð er þekking á eigin líkama, einkenn- um ákveðinna sjúkdóma og vitneskja um nánasta umhverfi og þær hættur sem þar leynast. Heilbrigðismál eru dýr málaflokkur og miklu fé til þeirra varið. Með sívaxandi tækni og framförum hefur djúpið milli þeirra sem ráða yfir tækninni og þekking- unni og hinna sem eiga að njóta þessa alls aukist til muna. Læknar og sjúklingar tala oft ekki sama tungumálið og skilja ekki hvorir aðra. Læknar kvarta undan fáfræði fólks um eigin líkama og heilbrigði og grípa á stundum til útskýringa sem eru illskiljanlegar. Sjúklingurinn undrast þá vanhæfni læknisins til að tjá sig og leggur oft út á verri veg. Afleiðingin verður sú að bilið milli þessara aðila breikkar. Þetta bil verður því einungis brúað að til komi aukin fræðsla og upplýsingaflæði. Orð eru til alls fyrst og með þáttum þessum viljum við koma til móts við lesendur Vikunnar og ræða á síðum blaðsins einstök vandamál þeirra og auk þess vandamál almenns eðlis sem varða heilbrigðisþjónustu yfirleitt. Upplýsingar til almennings í fjölmiðlum eru því miður oft villandi og stundum er hroðvirknislega að verki staðið. Greinar eru stundum þýddar gagnrýnislaust úr erlendum blöðum, hvort heldur efni þeirra á við þær aðstæður sem hér ríkja eða ekki. Því gætir á stundum misskilnings varðandi nýjustu tækni og framfarir á sviði lækna- vísinda bæði hér og annars staðar. Fram- farir í læknisfræði eru auk þess svo örar að kennslubækur geta ekki fýlgst með og því erfitt að hafa þá yfirsýn sem nauðsyn krefur. I þessum þáttum ætlum við að reyna að kynna þær nýjungar sem okkur þykja áhugaverðastar hverju sinni. Viljum við leitast við að svara spurningum lesenda um læknisfræðileg efni, bæði um einstök heilsufarsleg vandræði fólks, svo og yfir- gripsmeiri mál. Við förum ekki í launkofa með að við erum skeikulir eins og aðrir og álit okkar verður aldrei annað en skoð- un þessa hóps á einhverju tilteknu máli en enginn stóridómur um neitt. Við ýtum hér með úr vör og lýsum eftir spurningum frá lesendum um allt mögulegt sem varðar læknisfræði og heilbrigði. GESTUR ÞORGEIRSSON HELGIKRISTBJARNARSON JÓHANN ÁGÚST SIGURÐSSON LEIFUR BÁRÐARSON ÓTTAR GUÐMUNDSSON SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 28 Vikan9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.