Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 55

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 55
inu og lét rosknu konuna frá bréfið sem hún hafði skrifað. „Elizabeth," sagði hún, „ef ég skyldi deyja á föstudagskvöldið vildi ég gjarna að Meynell læknir fengi þetta bréf. Nei" - því Elizabeth virtist í þann mund að mótmæla - „ekki þræta við mig. Þú hefur oft sagt mér að þú trúir á fyrirboða. Nú fékk ég hugboð. Það er eitt enn. I erfðaskránni minni eftirlæt ég þér 50 pund. Eg vildi gjarna að þú fengir 100 pund. Ef ég kemst ekki sjálf í bankann áður en ég dey sér Charles um þetta.“ Eins og áður þaggaði frú Harter niður klökk andmæli Elizabethar. Til að fylgja eftir ákvörð- un sinni talaði gamla konan við Charles um þetta næsta morgun. „Mundu það, Charles, að ef eitthvað kemur fyrir mig á Elizabeth að fá 50 pund til viðbótar.1' „Þú ert afskaplega þungbúin þessa dagana, Mary frænka," sagði Charles glaðlega. „Hvað ætti að koma fyrir þig? Ef marka má orð Meynells læknis höldum við upp á hundrað ára afmælið þitt eftir tuttugu ár eða svo!“ Frú Harter brosti ástúðlega til hans en svar- aði ekki. Eftir svolitla stund sagði hún: „Hvað ætlarðu að gera á föstudagskvöldið, Charles?'' Charles virtist svolítið undrandi. „Eiginlega bauð Ewing mér að koma að spila bridds, en ef þú vilt frekar að ég sé heirna ...“ „Nei,“ sagði frú Harter einbeitt. „Auðvitað ekki. Mér er alvara, Charles. Af öllum kvöldum vil ég frekast vera ein það kvöld ..." Charles leit forvitinn á hana en frú Harter upplýsti hann ekkert frekar. Hún var hugrökk og ákveðin gömul kona. Henni fannst hún þurfa að upplifa þessa einkennilegu reynslu ein. Það var ákaflega hljótt í húsinu á föstudags- kvöldið. Frú Harter sat eins og hennar var vandi í háa stólnum sínum við arininn. Hún hafði lokið öllum undirbúningi. Þennan morg- un hafði hún farið í bankann, tekið út 50 pund í seðlum og afhent Elizabeth þau án þess að hlusta á grátklökk andmæli þeirrar síðar- nefndu. Hún hafði flokkað og komið fyrir öllum persónulegum eigum sínum og merkt fáeina skartgripi með nöfnum vina eða ættingja. Hún hafði sömuleiðis skrifað fyrirmælalista fyrir Charles. Emma frænka átti að fá Worcester testellið. William litli átti að fá Sévres krukk- una og svo framvegis. Nú leit hún á langt umslagið sem hún hélt á og dró úr því samanbrotið skjal. Þetta var erfðaskráin sem Hopkinson hafði sent henni í samræmi við fyrirmæli hennar. Hún hafði þegar lesið hana vandlega en nú leit hún einu sinni enn yfir hana til að rifja innihaldið upp. Þetta var stutt og laggott skjal. 50 pund til Elizabeth- ar Marshall í þakkarskyni fyrir trygga þjón- ustu; tvær 500 punda gjafir til systur hennar og náfrænku og afgangurinn til elskulegs frænda hennar, Charles Ridgeway. Frú Harter kinkaði nokkrum sinnum kolli. Charles yrði forríkur maður þegar hún væri látin. Jæja, hann hafði verið henni góður og elskulegur piltur, alltaf indæll, alltaf elskulegur og með glaðværa tungu sem aldrei brást í að gera henni til geðs. Hún leit á klukkuna. Þrjár mínútur í hálf. Jæja, hún var tilbúin. Og hún var róleg - full- komlega róleg. Þó hún endurtæki þetta síðasta nokkrum sinnum með sjálfri sér barðist hjarta hennar einkennilega mikið og ójafnt. Hún átt- aði sig naumast á því sjálf en hún var yfirspennt á taugum. Hálftíu. Það var kveikt á útvarpinu. Hvað skyldi hún heyra? Kunnuglega rödd sem færi með veðurspána eða fjarlæga rödd manns sem hafði dáið fyrir tuttugu og fimm árum? Hún heyrði hvorugt. Þess í stað heyrði hún kunnuglegt hljóð, hljóð sem hún þekkti vel en kom henni i þetta sinn til að finnast ísköld hönd hvíla á hjarta sínu. Það var frá útidyrun- um... Það heyrðist aftur. Og svo virtist kaldur gustur fara um herbergið. Nú efaðist frú Harter ekki um hvernig henni leið. Hún var hrædd ... Hún var meira en hrædd - hún var skelfingu lostin ... Og skyndilega datt henni nokkuð í hug: „Tuttugu og fimm ár eru langur timi. Núna þekki ég Patrick ekki lengur.“ Skelfing! Það var hún sem gagntók hana núna. Mjúkt fótatak við dyrnar - lágvært, hikandi fótatak. Svo lukust dyrnar hljóðlega upp ... Frú Harter skjögraði á fætur, riðaði svolítið, einblíndi á opnar dyrnar og eitthvað rann úr hendi hennar í arininn. Hún rak upp hálfkæft óp sem dó í hálsi hennar. 1 dimmri dyragáttinni stóð kunnugleg- ur maður með rautt skegg og barta, í gamaldags viktoríönskumjakka. Patrick var kominn að sækja hana! Hjarta hennar tók skelfdan kipp og nam svo staðar. Hún féll í hrúgu á gólfið. Þar fann Elizabeth hana klukkustund síðar. Það var þegar i stað kallað á Meynell lækni og Charles Ridgeway snarlega sóttur í bridds- veisluna. En það var ekkert hægt að gera. Frú Harter var handan mannlegrar aðstoðar. Það var ekki fyrr en tveimur dögum síðar að Elizabeth mundi eftir bréfinu sem húsmóðir hennar hafði afhent henni. Meynell læknir las það af miklum áhuga og sýndi Charles Ridgeway það. „Þetta er ákaflega sérkennilegt atvik,“ sagði hann. „Það lítur út fyrir að frænka þín hafi ímyndað sér að hún heyrði rödd látins eigin- manns síns. Hún hlýtur að hafa verið orðin svo yfirspennt að æsingurinn gat gert út af við hana og þegar stundin rann svo upp dó hún aflosti." „Sjálfssefjun?" sagði Charles. „Eitthvað þess háttar. Ég læt þig vita um útkomuna úr krufningunni eins fljótt og hægt er, þó ég sé sjálfur ekki í neinum vafa." Eins og á stóð var krufning æskileg, þó hún væri ekki nema formsatriði. Charles kinkaði kolli til marks um að hann skildi. Kvöldið áður, meðan starfsfólkið svaf, hafði hann fjarlægt vír sem lá úr útvarpstækinu í svefnherbergið hans á hæðinni fyrir ofan. Þar sem kvöldið var svalt hafði hann sömuleiðis beðið Elizabeth að kveikja upp í arninum í herbergi hans og þar hafði hann brennt rautt skegg og barta. Viktoríönskum fötum, sem til- heyrt höfðu frænda hans heitnum, laumaði hann aftur í kamfóruangandi kistuna uppi á háalofti. Að því er hann best fékk séð var hann óhult- ur. Áætlun hans, sem fyrst hafði tekið á sig óljóst form þegar Meynell læknir hafði sagt honum að frænka hans gæti lifað árum saman færi hún varlega, hafði tekist með afbrigðum vel. Skyndilegt áfall, hafði Meynell læknir sagt. Charles, sá ástúðlegi ungi maður, elskaður af gömlum konum, brosti með sjálfum sér. Þegar læknirinn var farinn sinnti Charles skyldustörfum sínum vélrænt. Það þurfti að gera ýmsar ráðstafanir vegna jarðarfararinnar. Ættingjar, sem komu langt að, þurftu að fá lestaráætlanir. í einu eða tveimur tilvikum yrðu þeir að gista um nóttina. Charles sinnti þessu öllu skipulega og af dugnaði, við undir- leik eigin hugsanaflaums. Ákaflega heppilegt atvik! Það var inntak hugsana hans. Enginn, allra síst frænka hans heitin, hafði vitað hvað Charles var hættulega illa staddur. Gjörðir hans, sem voru vandlega huldar umheiminum, höfðu komið honum þar sem fangelsisskugginn blasti við. Uppljóstrun og hrun blasti við honum nema hann gæti á fáeinum mánuðum safnað tölu- verðri fjárhæð. Jæja - það var komið f lag núna. Það var að þakka - já, það mátti kalla það grikk - það var ekkert glæpsamlegt við það - honum var borgið. Núna var hann forríkur maður. Hann var ekkert kvíðinn í þeim efnum því frú Harter hafði aldrei legið á fyrirætlunum sínum. Það var í prýðilegu samræmi við þessar hugsanir er Elizabeth rak inn höfuðið og til- kynnti honum að Hopkinson væri kominn og vildihittahann. Það var líka kominn tími til, hugsaði Char- les. Hann bældi niður löngun til að flauta, gerði sig hæfilega alvörugefinn í framan og fór inn í bókaherbergið. Þar heilsaði hann nákvæma, gamla manninum sem hafði verið lögfræðingur frú Harter heitinnar í rúman aldarfjórðung. Lögfræðingurinn fékk sér sæti að boði Char- les og með þurrum, litlum hósta hóf hann máls á efninu. „Ég skildi ekki alveg bréf þitt til mín, Vikan 9. tbl. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.