Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 46
SKIPSTJÓRINN ÞORÐI
EKKITIL BAKA
- V arstu lengi þarna í Rússlandi?
- Já, við frusum þarna inni, í eina átta
mánuði.
- Þú vitnar í viðtalinu, sem tekið var við þig
í Fálkanum 1963, í rússneska veturinn.
- Það var vetur sem verður ógleymanlegur.
Það kom ýmislegt fyrir þegar við áttum að fara.
Skipstjórinn þorði ekki að fara til baka. Hann
var búinn að fá nóg. Þetta var fullorðinn
maður, kvæntur, óvanur svona langri siglingu,
hann var dráttarbátaskipstjóri i New York og
hann bara treysti sér ekki til baka, strandaði
skipmu svona fjórum, fimm sinnum, missti af
lestinni þegar það var lest að fara og þegar var
verið að taka sig til þá kom hann ekki á réttan
stað á fljótið.
- Svo þið hafið verið þarna fram á haustið.
Nú, en þið lögðuð frá íslandi 27. júní, var það
ekki? Hann hefur þá mátt tefja þetta heldur
betur . . .
- Já, já, hann tafði nú það mikið í síðasta
skiptið að þá var alveg síðasti séns. Það var
verið að loka Hvítahafinu og þá segir Rússinn
að hann ætli að lóðsa okkur upp eftir og sendir
togara á undan okkur, með bara eitt ljós í
mastrinu. Þegar við erum svo komin hálfa leið
segir hann að það sé svo dimmt - það var élja-
veður - að við skulum snúa við og fara frekar
á morgun, en togarinn náttúrlega vissi ekki
neitt- að við snerum við. En svo sneri skipstjór-
inn okkar bara hálfsnúning og keyrði beint upp
í skerjagarðinn þarna og þar vorum við þangað
til um morguninn. Togarinn kom til baka að
leita að okkur og fann okkur þarna.
- Var skipstjórinn ekki að leggja ykkur í hættu?
- Jú, jú, hann var ekkert að spekúlera i því.
Þarna gerði hann stærstu rispuna.
SVART RÚGBRAUÐ OG
SOFIÐ Á
JÁRNBRAUTARSTÖÐV UM
Það var ekkert hægt að hafa neitt skipulag
á okkur eftir að skipið okkar var sokkið enda
lágum við bara á járnbrautarstöðvunum, maður
átti hvergi heima. Svo var manni úthlutað
svörtu rúgbrauði og súpudiski, eins og hinum.
Þetta var ansi strangt.
Það var náttúrlega margt skrýtið þarna í
Rússlandi. Maður getur sagt það að í fleiri
mánuði var maður matarlaus og allslaus og það
var ekki gott til afspurnar fyrir Rússann. Það
eina sem manni fannst sérstaklega við Rússana
var að gestrisnin var alveg einstök. Maður gat
bankað upp á hvaða dyr sem var og fengið
gistingu, fólk gekk úr rúmum sjálft, lá bara á
gólfinu og eftirlét manni rúmin sín. Það var
minnsta mál í heimi - þó það fengi jafnvel
ekkert fyrir það. Á meðan við vorum um borð
í skipinu var náttúrlega hægt að láta fólk hafa
ýmislegt.
- Hvernig gekk að gera sig skiljanlegan við
Rússana?
- Ja, það var bara að babla eitthvað. Með
tímanum, þegar við vorum búnir að vera þarna
átta mánuði, þá var maður kominn svolítið inn
i þetta. Maður gat aðeins að minnsta kosti
hjálpað sér í járnbrautunum og það gekk alveg
furðanlega. Þeir vildu auðvitað ekki hafa okkur
svona í reiðileysi þarna en það var ekkert við
því að gera, þeir höfðu alltaf vakt við skipið
Guðbjörn Guðjónsson.
en þegar skipið var sokkið var náttúrlega
ekkert hægt að gera við þessu.
KOKKUR Á KÖLDUM
KLAKA
Við þurftum að hafa passa til að komast í
land. Eg fékk passa út á jólavinnu hjá skipstjór-
anum, við að höggva niður lestarborðin fyrir
hann í eldinn á aðfangadag. Eg sagði honum
að ég hreyfði mig ekki nema ég fengi passa.
Það voru allir komnir í verkfall, ekkert til að
borða um borð. Kallinn sagði að hann skyldi
lofa mér að fara í land á annan í jólum ef ég
gerði þetta og ég trúði honum. Svo þegar ég
var búinn, kominn annar í jólum, sagði ég að
nú vildi ég fá passann minn. Þá sagði hann:
Þú kemst ekkert í land, ég er nýbúinn að láta
brjóta í kringum skipið. Ég sagði að mér kæmi
það ekkert við, ég vildi bara fá passann eins
og hann hefði verið búinn að lofa mér. Nú,
hann iét mig hafa hann. Svo tók ég bara jaka-
hlaup. Ég sigtaði út stærstu jakana og hljóp á
milli. Ég man að kokkurinn, Ameríkani, sagðist
ætla með mér, fannst það ekkert mál. Ég sagði
að það þýddi ekkert fyrir hann passalausan en
hann sagði að það skipti engu máli. En þegar
ég var búinn að hlaupa talsvert sá ég hvar
hann hékk á ísnum. Þá hafði einn jakinn snúist
með hann. Hann var feitur, lítill og átti náttúr-
lega erfitt með að hlaupa, en hann hafði hvort
eð er ekkert að gera með að fara í land, þá
hefði hann bara verið settur inn í djeilið.
- Hvernig slapp hann upp?
- Það var bara kastað til hans reipi og hann
hífður upp.
Það var ljótt að sjá fólkið þegar það var að
koma þarna til að fá mat. Meðan skipið lá
frosið var talsverð hreyfing á ísnum og einu
sinni var hent á ísinn baunum sem voru orðnar
ónýtar. Fólkið kom eftir ísnum og skreið.á
maganum yfir vakirnar til þess að komast að
matnum og setti hann í vettlingana sína. Fólk
átti engan séns á að komast neitt burtu.
- En funduð þið ekki mikið fyrir kuldanum?
- Nei, það er nú svo lygilegt að í 45 stiga
frosti finnur maður ekki svo mikið fyrir honum.
Það er svo þurrt.
- Var veðrið stillt?
- Já, alltaf blankalogn. Ég man þó eftir því
þegar ég var á leið út í skip sem ég var búinn
að ráða mig á, hinum megin við Árkangelsk,
ansi langt að fara, fyrst með járnbraut og svo
yfir ísinn, að ég var að labba með pokann minn
ásamt öðrum. Þar mætum við fólki og þá rýkur
á mig stúlka og byrjar að hamast á andlitinu
á mér með snjó. Þá var byrjaður að myndast
kalblettur á nefinu á mér án þess ég tæki eftir
því. Það kemur stundum hvítur blettur síðan
ég fór að eldast en það fer eftir veðri.
MATARLEYSI
Nú, okkur vantaði mat. Það var orðið matar-
laust, það var meðfram vegna þess að þegar
við vorum hjá Novaya Semlja þá strandaði
skipið. Það var nú óviljandi vegna þess að við
þekktum ekkert leiðina. Það er skylda sam-
kvæmt lögum að menn mega ekki vera um
46 Vikan 9. tbl.