Vikan

Tölublað

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 34
MYRTUR?. Fyrir sautján árum fannst Brian Jones í Rolling Stones látinn í sundlauginni á heimili sínu í Sussex í Englandi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði drukknað undir áhrifum áfengis og eitur- lyfja. Náinn vinur Jones heldur því nú fram að dauði hans hafi ekki verið slys heldur hafi hann verið myrtur. Maður þessi heitir Nicholas Fitzgerald og var náinn vinur Brian Jones og nágranni. Hann hefur nýlega skrifað bók um Brian Jones þar sem hann heldur því fram að hann hafi séð þrjá menn birtast á sundlaugar- bakkanum þegar Brian Jones var að fá sér sundsprett síðla kvölds og þeir kaffært hann í lauginni. Þetta umrædda kvöld, 2. júlí 1969, reyndi Fitzgerald að hringja í Brian Jones. Einhver tók tólið af símanum en ekkert heyrðist nema hávær tónlist og einkennilegur hávaði. Hann ákvað því að fara sjálfur yfir til vinar síns og þegar hann kom inn í garðinn sá hann að eitthvað var á seyði við laugina. Hann sá þrjá menn við laugarendann. Allt í einu beygði einn þeirra sig niður og keyrði ljóst höfuð á kaf i vatnið. I hinum enda laugarinnar voru karlmaður og kona en þau hreyfðu hvorki hönd né fót til hjálpar. Fitzgerald segist hafa verið að hugsa hvað hann gæti gert til bjargar Brian Jones þegar hann var gripinn og stór maður, sem talaði með Lundúnahreim, sagði honum að hypja sig hið snarasta ella yrði hann næstur. Daginn eftir birtist fréttin um dauða Brian Jones á forsíðum blaða um heim allan. Sagt var að hann hefði átt rólegt kvöld heima með nokkrum vinum sínum og drukknað þar sem hann var að fá sér sundsprett. Mánuði áður en Brian Jones lést hafði hann sagt skilið við Rolling Stones. Hann var djúpt sokkinn vegna eiturlyfjafíknar sinnar og hafði valdið hljómsveitinni marg- víslegum vandræðum. Hann haf'ði oft lýst því yfir að tónlist Jaggers og Richards væri honum alls ekki að skapi lengur og hann ætlaði að stofna nýja hljómsveit. Engu að síður var hann mjög bitur og sár vegna alls þessa. Brian Jones hafði oftar en einu sinni sagt við vini sína að honum fyndist eins og ein- hver væri á eftir honum. Hann var kvíðinn og hræddur og stundum vildi hann ekki fara einn heim á glæsilegt bóndabýlið þar sem hannbjó. Margar kenningar eru uppi um hvað Jones gæti hafa óttast. Hann var, eins og áður sagði, langt leiddur af eiturlyfjaneyslu og var þess vegna mikið í slagtogi við marga miður heiðarlega náunga. Vitað var að hann skuldaði mörgum peninga og aldrei að vita nema hann hafi sjálfur verið flæktur í ein- hver vafasöm viðskipti. Aðrir meðlimir Rolling Stones hafa lítið um málið sagt. Keith Richards hefur þó látið hafa eftir sér að honum hafi aldrei fundist öll kurl komin til grafar í þessu máli. Hann segist hafa vitað til þess að það hafi verið fjöldi fólks heima hjá Brian Jones þetta kvöld en það hafi allt forðað sér og ekki gefið sig fram síðar. Ástæðuna fyrir því að Fitzgerald sagði ekki frá því sem hann sá fyrr en nú segir hann vera þá að hann hafi verið hræddur um örlög sín og fjölskyldu sinnar. Hvort sem hann þegði eða ekki þá gat ekkert vakið vin hans aftur til lífsins. Úr þvi fæst sjálfsagt aldrei skorið héðan af hvað hæft er í fullyrð- ingum hans. 34 Vikan9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.