Vikan - 27.02.1986, Blaðsíða 49
Ljósmynd: Ragnar Th.
Stærð: 36/38 og 40/42
EFNI: Álafoss Flos
250 g lillablátt nr. 460
350 g grænt nr. 463
250 g blátt nr. 427
50 g hvítt nr. 401
IPEYSUSAMKEPPNI
VIKUNNAROGÁLAFOSS
FALLEG OG LITSKRÚÐUG
HÖNNUN: MARTAÁRNADÓTTIR
Tölur í sviga eiga við stærri stærðina.
BOLUR: Fitja upp 200 1. með lillabláu
fyrir stroff á hringprjón nr. 3. Prjóna 2
br. og 2 sl. Stroffið skal vera 10 cm. Skipta
síðan um prjóna, nota hér prjóna nr. 6.
Auka út um 28 1. í fyrstu umferð, það er
að segja auka út um það bil eina 1. í um
10. hverri lykkju (2281. á prjóni).
Hérna skal bæta við græna litnum og
prjóna 6 1. með lillabláa litnum og 6 1.
með græna litnum til skiptis. Prjóna
þessar rendur þar til peysan er orðin
samtals 30 (34) cm.
Hérna skal skipta lykkjunum í tvennt
(1141. í hvoru stykki).
FRAMSTYKKI: Prjóna skal 3 umf. með
bláa litnum. í 3. umf. skal fella af 30 1.
fyrir hálsmáli, það er prjóna 42 1., fella
af 3o 1. og prjóna 42 1., samtals 114 1.
Hvort stykki prjónað fyrir sig. Hér þarf
að skipta yfir í hvíta litinn.
Annað framstykkið (bæði eins að sjálf-
sögðu):
Fyrir annað framstykkið þurfum við 42
1. Hér skal prjóna 12 umf. með hvíta litn-
um auk þess sem það þarf að prjóna saman
2 1. í 4. hverri umferð fyrir hálsmálið þar
til við höfum 36 1. Þegar við erum búin
að prjóna 12 umf. með hvíta litnum (hér
höfum við 39 1.) er skipt aftur yfir í bláa
litinn og prjónaðar 3 umf. með honum.
Þegar það er búið skiptum við yfir í græna
litinn og prjónum 8 umf. með honum.
Núna er byrjað á mynstri: Prjóna skal 5
1. frá handvegi með grænu og svo mynstur
I. Þegar búið er að prjóna mynstrið skal
prjóna 15 umf. með grænu og síðan fella
lykkjurnar af.
BAKSTYKKI: Eins og framstykki nema
hér skal prjóna 3 umf. með bláu, síðan
12 umf. með hvítu (allar 114 1. alla leið
upp). Síðan er skipt yfír í grænt og prjón-
aðar 8 umf. Þá er byrjað á mynstri I:
Prjónaðar eru 18 1. með grænu, síðan 2
1. með bláu, síðan 36 1. með grænu, 2 1.
með bláu, 36 1. með grænu, 2 1. með bláu,
18 1. með grænu og svo framvegis. Þegar
búið er að prjóna mynstur I eru prjónaðar
15 umf. með græna litnum. Loks eru allar
1141. felldar af.
ERMAR: Fitjaðar upp 36 1. með lillabláa
litnum á prjón nr. 3 og prjónaðar 2 sl. og
2 br. þar til stroffið er 8 cm. Síðan er skipt
um lit, núna er prjónað með grænu á prjón
nr. 6, 2 umf. prjónaðar án þess að auka
út. í 3. umf. þarf að auka út um 1 1. í
annarri hverri lykkju, alls 54 1. á prjóni.
í 5. umf. er aukið út um 11. í rétt tæplega
annarri hvorri lykkju, eða þar til heildar-
lykkjufjöldinn er orðinn 77 1. Þá er byrjað
á mynstri II: Prjónaðar eru 9 1. með
grænu, síðan 21. með bláu, 91. með grænu
og svo framvegis. Þegar mynstur II er
búið er 1 umf. prjónuð með grænu, í næstu
umf. er aukið út um 11. í 3. hverri lykkju
eða þar til alls 104 1. eru á prjóni. Síðan
eru prjónaðar 3 umf. til viðbótar með
grænu. Skipt yfir í bláa litinn og prjónað-
ar 2 umf. með honum. Síðan prjónaðar 6
(12) umf. með hvítu og svo aftur 2 umf.
með bláu. Núna er lillabláa litnum bætt
við og prjónaðar 3 1. með lillabláu og 3
með bláu og svo framvegis. Alls eiga
rendurnar að vera 13 (16) cm á lengd.
Fellið allar lykkjur af.
KRAGI: Kraginn er prjónaður sér, á prjón
nr. 3. Fitjaðar upp 230 1. með bláu og
prjónaðar 2 sl., 2 br. Kraginn á að vera
17 cm breiður. Kraginn er saumaður á
peysuna.
Ermarnar saumaðar í. Gengið frá lausum
endum og peysan pressuð létt.
Vikan9.tbl.49
L