Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 19

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 19
við því alla að breyta var alveg eins og hún hefði séð hádegismatinn sem ég hafði útbúið, enda fór hann allur beint í ruslið.“ Ragnheiður hitti síðan konuna sem sagði að fólk gæti í raun stjórnað því mikið sjálft hvern- ig því liði líkamlega og hjálpað sér sjálft við að losna við margs konar sársauka og verki, til dæmis migreni, með því að breyta matarvenj- um sínum. Ekki er hægt að gefa hverjum og einum tæmandi lista yfir þann mat, sem ekki á að borða, heldur fær hver og einn leiðbeiningar um það sem honum hæfír. Síðan verða menn að læra að þekkja á eigin líkama og finna þann- ig hvenær þeir hafa neytt einhvers sem ekki hæfir þeim og forðast það þaðan í frá. I tilfelli Ragnheiðar sagði konan að hún hefði aldrei hjálpað henni eins veik og hún var orðin þegar hún fór á spítalann og sú meðferð, sem þar var veitt, hefði verið algjörlega nauðsynleg. Aftur á móti taldi konan að hún gæti hjálpað henni vegna giktarverkjanna. Ragnheiði var síðan ráðlagt að borða alls ekki neitt sem innihéldi rotvarnarefni og hvorki drekka neitt með gervi- sykri í né neinum litarefhum, því líkaminn getur ekki unnið úr þessum efnum. Hún á ekki heldur að borða reyktan eða súran mat og ekki mjólkurmat en skyr er þó í lagi. Ostur er aftur á móti slæmur vegna saltpétursins sem í honum er. Ekki má borða sojaolíu né annað þar sem slíka olíu er að finna. Aftur á móti má borða allt nýtt kjöt, fisk og grænmeti en ekkert sem rúgur er í og ekki það sem bragðbætt er með kanil því það orsakar verki í hnjánum. Afengi er algjör bannvara en þess neytti Ragnheiður heldur ekki. „Eg fór strax eftir öllu því sem fyrir mig var lagt og tók þetta meira að segja svo alvarlega að ég drakk ekkert nema vatn og fann þá hvað það hafði góð áhrif á líkamann, það var eins og hann hreinsaðist. Það hafa margir sagt við mig að þetta væri bara vitleysa og að ég ímynd- aði mér bara að mér liði betur. En ég veit að þetta virkar. Núna hef ég fylgt þessum reglum um matarvenjur í sex mánuði og allir verkir eru horfnir og ég tek engin giktarlyf lengur. Mér líður alveg stórvel. Það hefur komið fyrir að ég hef óafvitandi borðað eitthvað sem er slæmt fyrir mig og þá byrja verkirnir strax. Það var til dæmis stuttu eftir að ég byrjaði að ég vaknaði einn morguninn með óskaplega verki í hnjánum. Ég hélt að nú væri þetta ajlt að byrja aftur og að allt hefði mistekist. Ég hringdi í konuna og hún spurði mig þá hvort ég hefði ekki borðað eitthvað með rúgi eða ■#' kanil í. Ég þvertók fyrir það en svo mundi ég að mér hafði verið boðið upp á eplapæ og lík- lega hefur það verið kryddað með kanil. Eitt kvöldið var ég úti að borða og fékk mér hrásal- at á salatbar og líka kotasælu. Það var svo ekki fyrr en ég var að ljúka við hana að ég áttaði mig á því að kotasæla er ostur, enda fann ég morguninn eftir að tærnar á mér voru farnar að stífna. Þó þvi fylgi auðvitað töluvert aðhald og vinna að þurfa að fylgjast svona vel með því sem maður lætur ofan í sig þá gleymist það fljótt vegna ánægjunnar yfir því að vera laus við alla verki og að vera ekki lengur háð stór- um skammti af lyfjum - sem sagt að vera heilbrigð." 22 TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.