Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.09.1986, Qupperneq 8

Vikan - 18.09.1986, Qupperneq 8
 Að lokinni máltið útbýttu Jónas og Gissur sleikjó- um og skýlum viö mikinn fögnuð viðstaddra. Systkinin Jóhann, 12 ára, og Halla, 7 ára, voru harðánægð. Halla sagði að hún ætlaði héðan í frá aldrei að borða neitt annað en hamborgara. Jóhann var þessu ekki alveg sammála, hann sagði að það væri nú ágætt að fá soðna ýsu svona inn á milli. „Sérstak- lega ef ég hef veitt hana sjálfur,“ bætti hann við. Það kom upp úr kafinu að Jóhann er þrælvanur sjómaður því í sumar hefur hann róið með pabba sínum. Okkur gafst góður tími til þess að skoða eyjuna því ekki var flogið fyrr en klukkan sex. Grímsey er nyrsta byggða eyja við ís- land og heimskautsbaugur liggur um hana þvera. Eyjan er hömrum girt nema að sunn- an. Þar er fjölskrúðug flóra, fundist hafa 119 blómategundir. 60 fuglategundir hafa fundist í eyjunni, mest er þar af kríu og mávi. Ibúar eru um eitt hundrað og tuttugu. Byggðin er á sunnan- og vestanverðri eyj- unni. Mikilvægasti atvinnuvegur Grímsey- vel fyrir sig, Grímseyingar sýndu mikla þol- inmæði og biðu rólegir eftir sínum skammti. Borgararnir hafa eflaust bragðast vel því þeir kláruðust á 45 mínútum. Viðbrögð fólks voru líka á einn veg. Mönnum fannst þetta framtak þeirra Jónasar og Gissurar mjög lofsvert. Það er ekki á hverjum degi sem öllum eyjarbúum er boðið í mat. Sérstaklega var yngri kynslóðin ánægð því allir fengu sleikjó og Tommaskýli. Jórunn Magnúsdóttir er húsmóðir í eyj- unni. Hún sagðist vera mjög ánægð með þessa nýbreytni og fannst borgarinn góður. Þó gat hún nú ekki hugsað sér að lifa á svona fæðu en sagði að þetta væri ágætis tilbreyting og gott að losna við matseldina svona einu sinni. Jórunn taldi lítinn grund- völl fyrir því að reka skyndibitastað i eyjunni en svona heimsóknir væru alltaf skemmtilegar. Næstur varð á vegi okkar Sigurður Guðmarsson. Sigurður er bruna- vörður í Reykjavík en gerir út trillu og á sumarbústað í Grímsey. Sigurður kvaðst dveljast þar öll sumur. Hann var mjög á- nægður með þetta framtak þeirra Jónasar og Gissurar og hvatti eigendur veitingastaða til þess að fylgja fordæmi þeirra. Baugaborgaranna nutu allir ungir sem aldnir Grimey. w \ip Ijft r Mk M 'toivuvim »IIAMHOIU.AUAlJt<l inga er fiskveiðar en þar stunda menn einnig landbúnað og fuglatekju. Á sumrin sækir fjöldi ferðamanna eyjuna heim, einkum kringum sumarsólstöður, þá gengur sól ekki undir í Grimsey. Þarna eyddum við sem sagt deginum. Meðal annars skoðuðum við vitann sem er syðst á eyjunni. í klettunum fyrir neðan vit- ann er fuglavarp. En ljót var aðkoman; fuglinn lá þar dauður eins og hráviði um allt, í hann hafði komist nýrnaveiki. Að lokinni skoðunarferð þáðum við kaffi og afbragðsgóðar jógúrtkökur hjá Kristjönu. Þar sátum við lungann úr deginum enda hamlaði veður frekari útiveru. Rétt fyrir sex kvöddum við þetta skemmtilega og gestrisna fólk. Jónas og Gissur voru svo ánægðir með viðtökurnar að þeir hugleiða nú aðra ferð út í Grímsey. Við skulum vona að af því verði! Nokkur hluti gestanna stillti sér upp fyrir Ijós- myndarann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.