Vikan

Útgáva

Vikan - 18.09.1986, Síða 14

Vikan - 18.09.1986, Síða 14
HIN GUÐ- DÓMLEGA - GOÐSÖGNIN GRÉTA GARBO Hvað skyldu þeir vera orðnir margir, dálkakílómetrarnir sem skrifaðir hafa verið um „hina guð- dómlegu“, „goðsögnina í lifanda lífi“ - Grétu Garbo? Hún er enn í dag eitt vinsælasta slúðurdálkaefni blaða og tímarita um allan heim og einkalíf hennar, meðan hún var enn í sviðsljósinu fyrir rúmum fjörutíu árum, veldur blaðamönn- um og rithöfundum eilífum heila- brotum. Garbo er orðin áttatíu ára gömul og býr ein sem fyrr við 52. stræti í New York. Endrum og sinnum tekst vökulum ljósmyndara að festa goðsögnina á filmu er hún bregður sér í göngutúr, látlaust klædd og með stór sólgleraugu. En aðeins einum blaðamanni hefur tekist að fá upp úr henni orð síðan hún sneri baki við frægðinni upp úr 1940. Nýjustu vangaveltur í blaða- heiminum eru um hvort Gréta Garbo sé nú loks á leið í hjóna- bandið. Hefur hún undanfarið sést á gangi með forríkum fornmuna- sala, Joseph Lombardo, en einnig eru gagnkvæmar heimsóknir þeirra tíðar. Sá sem ljóstraði upp þessum tíðindum er ljósmyndarinn Ted Leyson sem í rúm fjögur ár hefur staðið tvo tíma á hverjum degi við hús Garbo, í von um góða mynd og góða frétt. Myndir hans skipta nú hundruðum en fréttirnar eru öllu færri. Þó fullyrðir hann að svo mikið viti hann um hagi Garbo að það sé misskilningur að hún lifi einangruðu og óhamingju- sömu lífi, hún eigi marga vini sem hún hitti reglulega. Gréta Garbo giftist aldrei en mörgum sinnum komst hjóna- bandsorðrómur á kreik, meðal annars er hún átti vingott við hinn fræga hljómsveitarstjóra Leopold Stokowsky. Einu sinni er þó talið að munað hafi litlu; mótleikari hennar og stór stjarna þess tíma, John Gilbert, er sagður hafa beðið hennar í tvígang og í bæði skiptin játaði Garbo - en flúði á síðustu stundu!! Sjálf sagði Gréta Garbo á síðasta ári í viðtali við sænskan blaðamann - hinu eina í rúm fjöru- tíu ár: - Ég giftist aldrei. Og það er vegna þess að ég kunni ekki að elda mat... Karlmenn vilja ekki eiginkonur sem ekki kunna að matbúa... Gréta Garbo og vinur hennar, Joseph Lombardo.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.