Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.09.1986, Side 18

Vikan - 18.09.1986, Side 18
Skiptar skoðanir KJARNORKUVOPN jarnorkuslysið, sem varð í kjarnorkuverinu í Chernobyl á síðastliðnu vori, virðist hafa vakið marga til umhugsunar imi kjamorku og þá vá sem af henni getur stafað. Á sama tíma hefur hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd skotið upp enn á ný, nú síðast á fundi utan- ríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Kaup- mannahöfn að áliðnu sumri. Það sama var uppi á teningnum á fundi vest-norrænu þingmannanefndarinnar sem fundaði á Selfossi ekki alls fyrir löngu. Sem endranær voru menn ekki á eitt sátt- ir. Vikan fékk þau Matthías Á. Mathiesen ráðherra og Guðrúnu Agn- arsdóttur alþingismann til að svara eftirfarandi spurningum. a) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) hugmyndinni um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd? b) Ert þú hlynnt(ur) nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi? Auk þess fengum við þrjá aðila aðra til að láta í ljós álit á þessu máli. Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður: Kjarnorkuvopn, taflmenn dauðans Ég er tvímælalaust hlynnt hugmyndinni um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og lít á hana sem eina af mörgum leiðum sem reyna þarf til að draga úr vígbúnaði og spennu milli stór- veldanna. Frumkvæði annarra þjóða til að þrýsta á stórveldin og gefa fordæmi um afvopnun er mjög mikilvægt og skiptir hver þjóð máli í þeim efnum. Norðurlöndin njóta virðingar á alþjóðavett- vangi sem hópur náskyldra velferðarríkja og brautryðjenda á mörgum sviðum. Við eigum sam- eiginlega sögu, svipuð viðhorf og menningu og ætti því að reynast auðveldara að ná samstöðu um mál en mörgum öðrum þjóðum. Ibúar Norður- landanna eru að verða sífellt betur meðvitaðir um varhugaverða stöðu sína í heimi kjamorkunnar og mikil umræða hefur orðið um afvopnunar- og friðarmál á síðastliðnum árum. Hún hefur meðal annars leitt til þess að skoðanakannanir meðal fólks á Norðurlöndum hafa lýst eindreginni and- stöðu gegn kjarnorkuvopnum og vaxandi fylgi við hugmyndir um kjamorkuvopnalaus svæði. Þannig voru 86% íslendinga fylgjandi slíkum hugmyndum í skoðanakönnun Ólafs Þ. Harðarsonar sem gerð var sumarið 1983. Ekkert Norðurlandanna hefur nú kjarnorku- vopn á yfirráðasvæði sínu og öll löndin hafa með aðild að samningnum um að dreifa ekki kjarnorku- vopnum (Non-Proliferation Treaty) skuldbundið sig til þess að taka ekki við né framleiða slík vopn. Yfirlýsing um að Norðurlönd séu og verði kjarn- orkuvopnalaust svæði er því ekki annað en stað- festing á ríkjandi ástandi. Hugmyndir um slíkt svæði á Norðurlöndum eiga miklu fylgi að fagna meðal stjómmálamanna jafnt og almennings á Norðurlöndum eins og komið hefur í ljós á tveim- ur fundum sem haldnir hafa verið um málið í Danmörku af þingmönnum á Norðurlöndunum. Samþykkt og úrvinnsla slíkra hugmynda krefst að sjálfsögðu umræðna og nánari tillögugerðar þar sem tekið er tillit til þess hvernig skilgreina skuli kjamorkuvopn, yfirráðasvæði, einkum ii.örk slíkra svæða, hvernig eftirliti þeirra skuli háttað og svo framvegis. Síkt eru óhjákvæmileg en yfirstíganleg umræðu- og samningsatriði. Andstæðingar hugmyndarinnar hérlendis hafa kosið að útiloka sig frá umræðum um málið með því að hengja sig í ákveðna túlkun á sögulegri samþykkt Alþingis um stefnu Islendinga í af- vopnunarmálum sem gerð var vorið 1983. Þeir telja útilokað að ræða slíka hugmynd nema um fyrir- íram skilgreint, víðfeðmt svæði í Norður-Evrópu sé að ræða. Það þykir mér einstrengingsleg þröng- sýni. Einnig bera þeir því við, með vaxandi vígbúnaðaruppbyggingu á norðurslóð í huga, að Norðurlönd megi ekki afsala sér möguleikanum á því að hóta með kjarnorkuvopnum ef til átaka kæmi. Þessi rök eru haldlítil. Staðsetning kjarn- orkuvopna skiptir ekki máli vegna þess að til eru langdræg vopn sem geta náð sama marki og þau sem nær standa og styttra komast. Hótun um notk- un slíkra vopna er marklítil vegna þess að sá se~ skýtur kjamorkusprengju að öðrum hittir um leið sjálfan sig, slík eru mengunar- og veðurfarsleg áhrif kjarnorkusprengju. Þessi áhrif eru þeim mun meiri sem sprengjumar eru stærri og fleiri og fáir trúa því að hægt sé að heyja takmarkað kjarnorku- strið. Kjamorkuvopn geta því ekki tryggt öryggi Norðurlanda, þvert á móti, þau bjóða hættunni heim. Norðurlöndin geta ekki látið leiðast in" ' valdatafl stórvelda sem nota kjarnorkuvopn fyrir taflmenn en verða að sýna sameiginlegt frum kvæði til að snúa þessari óheillaþróun við. Reynsla mannsins af kjarnorku er ekki nema 46 ára gömul. Fyrsta notkun hennar var í hernað- arskyni en síðar voru miklar vonir bundnar við hana sem ódýran og ömggan orkugjafa. Þessar vonir hafa ekki ræst. Slysin við Three-Mile-Island í Bandaríkjunum og einkum í Chernobyl í Sovét- ríkjunum eru þau stærstu sem við þekkjum og hafa haft hörmulegar afleiðingar. Ótal fleiri, smærri slys hafa þó orðið í þeim 500-600 kjarn- orkuverum sem nú eru rekin víðsvegar um heiminn. Langflest hafa orðið vegna mannlegra mistaka og vanþekking og frekari mistök hafa síð- an aukið umsvif þeirra og afleiðingar. Áhrif slíkra slysa em bæði viðtæk og dýrkeypt og oft ófyrirsjá- anleg eins og nýleg dæmi sanna. Geislavirk mengun vegna slysa og geislavirkur úrgangur úr kjamorkuverum eykur á geislavirkni umhverfisins alls þannig að sú viðmiðun, sem þaðan er fengin, hækkar stöðugt og hefur áhrif til að draga úr mati okkar á hættu þeirra slysa sem verða. Þó er alvarlegri sú geislavirkni sem smýgur smám saman inn í lífríki jarðar og veldur aukinni tíðni krabba- meina og getur líka haft óafturkræf áhrif á kynfrumur og þannig valdið bæði vansköpun af- kvæma og ófyrirsjáanlegum breytingum á kyn- stofnum. Mjög erfitt er að ráðstafa geislavirkum úrgangi kjamorkuvera á öruggan hátt. Geislavirkni hans er svo langvinn og engar umbúðir þekktar sem standast tönn tímans og náttúruaflanna. Slíkur úrgangur hefur verið notaður sem hráefni í kjarn- orkusprengjur og býður tilvist kjarnorkuvera þannig stöðugt upp á eftirsóknarvert hráefni fyrir slík vopn. Mannkynið á margar leiðir ókannaðar í leit sinni að nýjum orkugjöfum, bæði frá náttúru- öflunum og líka í kjama frumeindarinnar. Við hljótum að leita að og sætta okkur við hættu- minni orkugjafa en kjarnorkuna. Hún er að mínu mati of vandmeðfarin til að geta talist viðunandi orkugjafi. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra: K arnavopn hafa h utverki að gegna Ég hef lagt áherslu á eftirfarandi atriði í umræð- unni um Norðurlönd sem kjarnavopnalaust svæði: Öll ríki Norðurlanda hafa verið og eru án slíkra vopna. Þau kjósa eindregið að vera það áfram. Sérstök yfirlýsing um þessa staðreynd þjónaði því einkum tvenns konar tilgangi. (1) Hún fæli í sér boð til hugsanlegs árásaraðila þess efnis að Norðurlönd myndu ekki undir neinum kringumstæðum grípa til kjarnavopna. (2) Hún miðaði væntanlega einnig að því að hugs- anlegir árásaraðilar lýstu því yfir að virða kjarna- vopnalaust svæði undir öllum kringumstæðum. I þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa hug- fast að ríki Norðurlanda haga öryggis-_ og varnar- málum sínum með mismunandi hætti. Islendingar, Norðmenn og Danir eru í Atlantshafsbandalaginu, svo sem kunnugt er, og gæta sameiginlegrar varn- arstefnu þess. Sú varnarstefna hefur tryggt frið í okkar heimshluta allt frá stofnun bandalagsins 1949.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.