Vikan


Vikan - 18.09.1986, Page 20

Vikan - 18.09.1986, Page 20
 Matur frá Mið-Austurlöndum hefur til skamms tíma verið lítt kunnur hér á landi en nú hefur orðið breyting á því pítubrauðin, sem eiga rætur sínar að rekja þangað, eru orðin vinsæl fæða, að minnsta kosti á Reykjavíkur- svæðinu. Björg Theódórsdóttir bjó í ísrael um nokkurt skeið ásamt foreldrum sínum, en faðir hennar vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Björg vann um tíma á ísraelskum veitingastað, Nof- hof-Haddecel í Nahariya, og lærði þar ýmislegt um þarlenda matargerð. Pítubrauð með ýmiss konar fyllingum er eins konar þjóðarréttur í ísrael og nálægum löndum og Björg útbjó fyrir okkur mjög dæmigerðar fyllingar, falafel og grænmeti, sem vantar alveg á veitingastaðina hér sem kenna sig við pítubrauðið. Falafel 500 g hvítar baunir eða kjúklingabaunir 2 litlir laukar, rauðir, smátt saxaðir 2 stórir hvítlauksgeirar, marðir 1 búnt steinselja, söxuð 1-2 tsk. kúmen, mulið 1-2 tsk. coriander, mulinn /2 tsk. lyftiduft salt og cayennepipar olía til steikingar_____________________ Baunirnar lagðar í bleyti í 24 klst. Hvítu baun- irnar þarf að afhýða. Vatnið síað frá og baunirnar hakkaðar eða settar í blandara. Öllu nema olíu blandað saman við í blandaranum eða hakkað tvisvar. Hnoðað aðeins saman og látið bíða í /1 klst. Mótaðar bollur á stærð við valhnetur og látnar bíða aðrar 15 riynútur. Bollurnar eru steiktar í heitri olíu þar til þær verða dökkbrúnar. Pítubrauðin er hægt að kaupa mjög viða og þar sem töluverður tími fer í að baka þau þá keypti Björg brauðin tilbúin. Pítubrauðin eru Umsjón: Bryndís Kristjánsdóttir hituð og síðan fyllt með bollum, salati, agúrku og tómötum að ógleymdum bragðmiklum kryddsósum. Agúrkusósa 2 dl jógúrt, án bragðefna 2 tsk. sinnep '/2 tsk. salt pipar 1 lítill laukur, saxaður smátt 100 g agúrka, skorin í strimla Jógúrt og kryddi hrært saman og síðan agúrku og lauk. Epla-karrísósa 100 g majones 2 msk. rjómi 1 msk. mango chutney 1-2 msk. karrí 'A tsk. salt '/2 tsk. sykur '/2 tsk. engifer 1 lítið epli Eplið rifið smátt og síðan er öllu blandað sam- an. 20 VIKAN 38. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.