Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.09.1986, Qupperneq 22

Vikan - 18.09.1986, Qupperneq 22
Mynd vikunnar AÐAI.HLUTVERK IjJV XíJJjMANN ' JCIQTR SimBERXJlND >jnniB353Baaá ÖRLAGARÍK UNGLINGSÁR THE BAY BOY ★ ★ ★ Leikstjóri: Daniel Petrie. Aðalleikarar: Kiefer Sutherland og Liv Ullmann. Sýningartimi: 94 min. The Bay Boy gerist nyrst í Kanada, nánar tiltekið i smábænum Nova Scot- ia. Donald Campell ertáningspiltursem þar býr með fjölskyldu sinni sem sam- anstendur af föður, móður og bróður sem er alvarlega veikur. Lifsbaráttan er hörð á þessum slóðum og stendur Campell í ströngu við að hjálpa föður sinum. Nágranni þeirra er lögreglumað- urinn Coldwell. Hann á tvær dætur og er Donald mjög hrifinn af annarri þeirra. Hin systirinn sýnir honum aftur á móti umtalsverðan áhuga. Breyting verður á lifi Donalds þegar hann kvöld eitt verður vitni að þvi þeg- ar nágranninn myrðir gyðingahjón ein. Vegna vinskapar sins við systurnar þorir hann ekki og vill ekki segja hver morðinginn er. Morðinginn aftur á móti stjórnar sjálfur rannsókn á morðunum. Hann grunar að Donald viti meira en hann segir. Verður þetta til þess að Donald fer að óttast um sjálfan sig... The Bay Boy er þægileg tilbreyting frá hinum hefðbundnu bandarísku kvik- myndum. Hér er allt smátt í sniðum og leikstjórinn, Daniel Petrie, gerir meira úr þvi að koma persónum sögunn- ar vel til skila heldur en að velta sér upp úr morðinu. Því er það að myndin fær á sig frekar evrópskan blæ og er ekki laust við að landslagið og öll rign- ingin minni nokkuð á föðurlandið. Um leið og myndin er sakamálamynd er hún einnig mynd sem segir frá unglingum sem eru að stíga sín fyrstu spor i að verða fullorðnir. Og samband Donalds við stúlkur á sama aldri er blanda af kimni og alvöru. Það er Kiefer Sutherland er leikur aðalhlutverkið. Það þarf ekki annað en lita á hann einu sinni til að sjá hverra manna hann er. Hann er eftirmynd föð- ur sins, Donalds Sutherland. Hann fer mjög vel með hlutverk sitt. Svo er einn- ig um aðra leikara, sem allir eru óþekktir að undanskilinni Liv Ullmann er leikur móður hans. The Bay Boy er mynd sem kemur á óvart og er óhætt að mæla með henni við hvern sem er. THE GREAT GOLD SWINDLE ★ ★ Leikstjóri: John Power. Aðalhlutverk: John Hargreaves, Robert Hughes og Tony Richards. Sýningartimi 96 min. LOST IN AMERICA ★ ★ Leikstjóri: Albert Brooks. Aðalhlutverk: Albert Brooks og Julie Hagerty. Sýningartími: 88 mín. M— ^ six **. L SEW TALÉS FROM... TWILIGHT ZONE ★ ★ ★ Leikstjórar: Wiiliam Fried- kin, Wes Craven og fleiri. Aðalhlutverk: Melinda Dill- on. Robert Klein og fleiri. Sýningartími: 180 min. (2 spólur). The Great Gold Swindle er áströlsk sakamálamynd sem byggir á sönnum atburðum, segir frá þremur bræðrum sem hafa ekki farið hinn þrönga veg réttvis- innar. Þeir undirbúa rán mikið. Ræna skal frá fyrir- tæki sem selur gullstangir. Það sem meira er, þeir munu i raun ekki koma nálægt ráninu sjálfu, ætla aðeins að sjá um undirbúninginn og hirða svo gullið frá öðrum sem ekki vita hvað þeir eru að gera. Þessi áætlun virðist pottþétt í fyrstu. En eins og með svo mörg snilldarrán eru það smáatriðin sem koma upp um þá bræður i lokin. The Great Gold Swindle er ágæt sakamálamynd, hefði kannski mátt vera eilitið hraðari. Atburðarásin vill vera nokkuð hæg á köflum en ágætur leikur aðalleikaranna held- ur myndinni á floti. John Hargreaves er sérlega góður í hlutverki elsta bróðurins sem er skipuleggjandinn á bak við ránið. David og Linda eru amerisk hjón sem allt hefur geng- ið i haginn fyrir hingað til. Bæði eru i vel launuðum stöðum og hamingjan brosir við þeim. Það verða þvi mikil vonbrigði fyrir David þegar hann missir af stöðuhækkun sem hann taldi vera sina. Hann segir upp i fússi og ákveður að selja ameriska drauminn, einbýlishúsið og allt sem innanstokks er, og halda á vit náttúrunnar i húsbil. Linda hrifst með honum og saman fara þau með mikla peninga i ævintýraleit. Þau koma aðeins við i Las Vegas þar sem Lindu tekst að eyða öllum peningum þeirra á einni nóttu. Þau stansa næst i smábæ þar sem þau ætla að vinna sér inn fyrir þvi allra nauðsynlegasta. David færvinnu sem gatnavörður og Linda sem aðstoðarkona hjá pylsusala. Þau verða fljótlega leið á þessu liferni og er stefnan tekin á New York. . . Lost in America er gamanmynd þar sem gert er grin að millistéttarfólkinu. Albert Brooks og Julie Hagerty leika David og Lindu af fjöri og þrátt fyrir að myndin sé í heild brokkgeng má hafa gaman af, þvi þrátt fyrir grinið er stutt i alvöruna. Twilight Zone voru vel gerðir og vinsælir sjónvarps- þættir á sjötta og sjöunda áratugnum. Þeir voru siðan endurvaktir fyrir fáum árum i kvikmynd er bar sama nafn. Leikstjórar þar voru Steven Spielberg og fleiri. Þetta varð til þess að farið var aftur að gera sjón- varpsþætti er báru nafnið The Twilight Zone. Eins og áður fjalla þessar myndir um óskýranlega atburði. Ellefu stuttum þáttum hefur verið komið fyr- ir á tveimur spólum og eru þessar myndir sannkallað- ur fjársjóður fyrir þá sem unna visindaskáldskap. Það er komið viða við, ókunnir gestir heimsækja okkur utan úr geimnum, krakki velur sér nýja for- eldra, maður hringir heim til sin og heyrir sjálfan sig svara og afbrotamaður fær allt i einu lækninga- mátt svo eitthvað sé nefnt. Þættirnir, sem eru ekki nema fimmtán til tuttugu mínútna langir, eru góð afþreying og öll vinna og leikur er fyrsta flokks. 22 VIKAN 38. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.