Vikan

Útgáva

Vikan - 18.09.1986, Síða 44

Vikan - 18.09.1986, Síða 44
Jóhann, Unnur Kristín og Torfi við hænsnakofann. iinBaiHwwBHiias íiíiiin'í 1 ftt * l i | jgj, fw : é \p $ Vi ' I ú \ wl; M 9 ■ f? 8). Hænsnabændur í sumar hittum við tvo hressa stráka uppi í sveit. Þeir heita Jóhann Reynir, 11 ára, og Torfi, 9 ára. Strák- arnir eru frændur og búa á Snorra- stöðum og Hjálmsstöðum í Laugardal. Þegar við komum að Snorrastöðum til að ræða við strák- ana sáum við þennan fína kofa á hlaðinu. Við byrjuðum á að spyrja út í kofann. - Þetta er hænsnakofi, við smíðuð- um hann sjálfir og hænsnin keyptum við á bæ rétt hjá Selfossi. Við keypt- um átta unga á 260 kall stykkið. Fyrst héldum við að hanarnir væru fjórir og losuðum okkur við þá en allt í einu fóru tvær af hænunum, sem eftir voru, að gala svo þá áttum við bara tvær hænur og tvo hana. Annar haninn er algjör monthani, fer upp á kofaþakið og galar ógur- lega. En eru hænurnar farnar að verpa eggjum? - Já, fyrsta eggið kom fyrir nokkr- um dögum, þá kom bara tóm rauðan með himnu utan um, engin skurn og Hólmfríður Benediktsdónir ekki neitt. Næst kom rauða og hvíta en engin skurn en nú eru eggin venjuleg. Og hvað ætlið þið að gera við egg- in? - Ætli við borðum þau ekki bara. Unnur Kristín, 5 ára systir Jó- hanns, er dugleg við að gefa hænsnunum að éta því að strákarnir hafa í mörgu að snúast, þeir hjálpa til við heyskapinn, snúa og raka, reka beljurnar og margt fleira. Svo hafa þeir mikla reynslu í að byggja kofa því áður hafa þeir byggt rosa- lega flottan kofa á tveimur hæðum, með glerrúðum, rafmagni, hita og teppum á gólfum. Kofinn var með hallandi þaki og hét Skakkholt. Nú

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.