Vikan


Vikan - 23.10.1986, Page 8

Vikan - 23.10.1986, Page 8
KODAK EN 100 5039 KODAK E \ Myndband: Sagan gerist í hugar- heimi drengs. Hreyfing, nálægð, fjarlægð og sú spurning hvernig og hvort megi stöðva þessa hringrás er þema verksins. sýninguna. Gallinn við galleríin er sá að fólk þorir ekki að skilja ekki. Því líður oft illa, kemur inn með vanmáttarkennd. - Hvað er ég að gera hér? Ég hef ekkert vit á þessu. En það er ekki það sem skiptir máli heldur hitt að hver og einn geti séð eitthvað út úr verkunum, eftir því hvernig þau höfða til hans. Maður verður að vera velkominn, fá að þegja - láta sér líða vel. Það skiptir til dæmis máli að það sé hljótt, loftið sé svalt og gott og að listamaðurinn sé viðstaddur. Einn daginn kom til dæmis dauðadrukk- inn maður inn á sýninguna hjá Mynd úr geimnum. mér. Hann sat lengi, horfði og hlust- aði. Honum leið vel þarna inni og það gladdi mig. Nú ertu með mismunandi verk á sýningunni og ert greinilega mjög upptekin af þrivídd, hljóði og hreyf- ingu. Ertu í mörgu? „Ég nota blandaða tækni og mismunandi miðia. Það sem ég geri er eiginlega meira huglægt. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég geri það sem ég geri. Þegar ég mála er ég frekar að prófa liti og form. Mér finnst töfr- andi að mála. Þá er eins og tengist saman það sem gerist fyrir utan mann og það sem gerist innra með manni. Eg vil gjarnan erta skyn- taugarnar á þægilegan hátt. Mest gaman finnst mér að það sé hreyfing eða breyting í vcrkinu. Einhveiju sinni fór ég að velta því fyrir mér hvernig hljóð litu út. Hvernig er hægt að gera hljóð sjáanleg? Svo var það allt i einu að ég sá þetta svo skýrt, skynjaði að svona litu þau út. Líklega gerðist það rétt áður en ég fór að sofa á kvöldin, þegar allt var fallið íjó. Þetta verk reyndist mér erfitt. Ég hafði aldrei fengist við svona efni áður. Þetta eju skálduð form eftir tilfinningu. Ári eftir að ég gerði þessa skúlptúra sá ég í bók að til eru mörg þúsund ára gamlar teikningar af hljóði og þau voru nákvæmlega svona gagnsæ." Þú hefur líka unnið með mynd- mínum tíma, sem þátttakandi í þessum heimi, best varið með því að byggja upp, stuðla að fallegra mannlífi. Það er ósk mín og tilgang- ur með verkum mínum að ég sé með þeim að bjóða fólki upp á stund þar sem verkin veki upp eitt- hvað gott." Ertu þá alltaf að tjá eitthvað fall- egt? „Tilfinningaskali manneskjunnar er svo breiður. Lífið er erfitt og sam- keppnin svo hörð. Þegar maður kemur inn á myndlistarsýningu og sér eitthvert verk sem-tengist hans bönd? „Já, en ekki eins mikið og ég vildi og það síðasta af vanefnum. Það er þannig með vídeóið að hver manneskja sér í því það sem hún er að fást við í sjálfri sér hverju sinni. Það má segja að það sé nokk- urs konar spegill á sálarlífið. Ég hef gert það að reglu að gera ekki list úr vondum tilfinningum. Ég er ekki sátt við að listamenn geri góðum og vondurn tilfinningum jafnhátt undir höfði. Ég trúi þvi að hver maður sé í eðli sínu gullgerðar- manneskja og geti inni í sér breytt illu í gott. Af hverju þarf að tjá slæmar tilfmningar? Af hverju sparkar þá fólk ekki bara hvert í annað úti á götu? Við höfum næg tækifæri til að láta okkur líða vel. Hver manneskja þarf að finna og yrkja sina góðu kosti. Mér finnst Mynd af atburði. 8 VIKAN 43. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.