Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 37

Vikan - 23.10.1986, Blaðsíða 37
til 1940 en þjóðfélögin hafa þróast ólíkt síðan þá. Tökum bara hluti eins og dómskerfið. Það eru tvö dómsstig á íslandi, þijú hér. Við erum hins vegar í grundvallaratriðum með sama lagakerfi.“ Finnst þér \4ð eiga margt enn ólært af Dönum? „Þetta er erfið spuming. Kannski eitt - að njóta lífsins. Það er ekki til neitt á íslensku sem Danir kalla að „hygge sig". Danir hafa afslappaða sýn á það hvemig lífið á að vera. Þjóðimar em í gmndvall- aratriðum ólíkar í þessu lífsviðhorfi. Þegar konan min var á fæðingardeildinni um daginn lá við hliðina á henni kona sem var læknaritari á spítalanum. .. .það sem er ekki beinlínis bannað í Danmörku er leyfi- legt. Það sem er ekki beinlín- is leyft í Svíþjóð er bannað. Daginn eftir að hún átti sitt bam komu læknamir á deildinni hennar upp með rauðvínsflösku sem þeir opnuðu þama og drukku á fæðingardeildinni. Þetta er hlutur sem ég gæti aldrei séð fyrir mér að gerðist á íslandi. Þetta er bara eðlilegt hjá Dönum. A for- eldrafundum í skólanum, sem strákurinn okkar er í, er rauðvín og öl. Svona hlutir gætu ekki gerst á ís- landi. Nú er ég ekki að mælast til þess sérstaklega að íslendingar taki upp þessa stefnu en þetta er bara dæmi um hin ólíku viðhorf. Á hinn bóginn er líka fullt af hlutum sem Danir gætu lært af Islendingum. Þeir gætu til dæmis lært betri vinnumóral. íslendingar em miklu duglegri en Danir, miklu meiri atorkumenn. Annars em Jótar duglegri en Kaupmannahafnarbúar." Að þeim orðum sögðum er líka sjálfsagt að geta þess að eiginkona Boga átti myndarstelpu þama á sjúkrahúsinu í sumar en fyrir áttu þau hjónin fimm ára strák. „Við höfum kunnað mjög vel við okkur héma,“ sagði Bogi. „Mér hefur fundist Danir vera mjög þægilegir í umgengni og það em engar ýkjur að þeirséu í „godt humor". Mér finnst meiri húmor hér en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð. Sviar em miklu alvarlegri, ekki síður indælir en bara á annan hátt. Þeir em alvarlegri og hlýðnari við yfirvöld og þjóðfélagið. Dæmi um það er reynsla kunningja míns sem var að læra í Lundi þegar stúdentabylting- amar stóðu sem hæst árið 1968. Hann var alveg lengst á vinstri kantinum og hans kunningjar vom það líka, þetta var fólk sem var að tala um að bylta þjóðfélaginu, setja upp götuvigi og hefja blóðuga byltingu. Þessum sænsku kunningjum þessa kunn- ingja míns kom hins vegar aldrei til hugar annað en hlýða ef þeir vom í strætó og bílstjórinn sagði við þá: Gjörið svo vel að færa ykkur aftar í vagninn. Þeir fóm heldur aldrei yfir á rauðu ljósi. Það em þessi minnstu atriði í samfélaginu sem Svíar efast aldrei um. Sömuleiðis eigum við kunningja i Svíþjóð núna og einhvem tíma, þegar konan mín fór til Svi- þjóðar, keyrðu þau hana niður í miðbæ í Malmö. Strákurinn lagði bílnum einhvers staðar þar sem bannað var að leggja og hann hafði engar áhyggjur af pví. Vegna þess að það var bannað að leggja þama, sagði hann, þá myndu Svíamir ekki leggja þama og vegna þess að Svíamir myndu ekki leggja þama þá myndi löggan ekki koma að athuga það. Danir em allt öðmvísi, miklu fijálslegri. I hnotskum er munurinn á þjóðfélögunum sá að það sem ekki er beinlínis bannað í Danmörku er leyfilegt. Það sem er ekki beinlínis leyft í Svíþjóð er bannað. Þetta em að sjálfsögðu ýkjur en gefa kannski smáhugmynd um muninn." Er ekki rígur milli þjóðanna? „Nei, í sjálfu sér ekki. Hann er svipaður og þegar Reykvíkingar sjá einhven norðan úr Húnavatnssýslu sem hagar sér ekki nákvæmlega eins og Reykvíking- amir vilja í umtlrðinni. Þá muldra þeir inni i bílum sínum einhver ónot um sveitavarg. í rauninni er sára- lítill rígur hér á milli. Það sem hefur jafnað þetta ótrúlega og fært Norðurlönd nálægt hvert öðm er danska knattspymulandsliðið. Það var landslið allra Norðurlandanna í Mexíkó í sumar. í Svíþjóð máluðu menn sig í rauðum og hvítum litum og létu eins og þetta væri þeirra lið. Eg las líka í einhvetju blaði að heiman lesendabréf þar sem var verið að óskapast yfir því að ellefu rauðklæddir fótboltamenn hefðu á einum degi strikað út sögu sex hundmð ára kúgunar." Talandi um sögu kemur upp úr dúmum að þegar Bogi hóf upphaflega störf í erlendum fréttum hjá sjónvarpinu í ársbyijun 1977 þá var hann langt kom- inn með sagnfræðinám í Háskólanum. „Námsferill minn var svo sem minna en glæsilegur þar sem ég kláraði ekki B.A. prófið en sagnfræðiáhuginn lifir samt enn.“ Beinist hann þá að erlendri sögu? Nei, nei, ekkert sérstaklega. íslandssagan er ákaf- lega skemmtileg lika og íslendingar hafa stórkostlegar ranghugmyndir um sína sögu. Saga nútíma sagn- fræði á Islandi er tiltölulega stutt. Fyrstu sagnfræðing- amir, sem vom að vesenast í þessu, vom náttúrlega bæði að vinna við vondar aðstæður og í annan stað var þetta í miðri sjálfstæðisbaráttu íslendinga þannig að sagan, sem kennd hefur verið í skólum og síast inn í menn, ekki síst saga samskipta íslands og Dan- merkur, hún er dálítið lituð af þessari sjálfstæðis- baráttu; bara helvítis della. Þetta er að vísu að breytast. Nýir sagnfræðingar em að breyta þessari ímynd, þótt það hafi ekki ennþá komist inn i kennslubækumar. Hver er mesta dellan? Eftir á að hyggja, eftir að hafa lesið þessar kennslubækur, sem vom góðar til síns brúks á sínum tíma, þá hefur maður á tilfmningunni að saga ís- lands skiptist í nokkur tímabil. Fyrst kemur gullaldar- tímabil þegar íslendingar vom fullvalda, glæsileg þjóð sem byggði hið foma þjóðveldi og skrifaði heims- bókmenntir en var síðan svikin i hendur á vondum útlendingum árið 1262. Þáfæristyfirmyrkurogtal- ið að ekki hafi byrjað að rofa til fyrr en við fæðingu Jóns Sigurðssonar. Þetta er náttúrlega ekki rétt. Það að við höfum verið kúgaðir sérstaklega af Dönum er heldur ekki rétt. Við vomm bara hluti af danska ríkinu. íslendingar vom ekkert kúgaðri þegnar jDess en fólk á Sjálandi eða Fjóni. Þeir vom jafnvel minna kúgaðir. Það var engin herskylda á íslandi og skatta- mál vom öðmvisi. Það var ekkert farið verr með okkur en aðra og þeir sem réðu og kúguðu á ís- landi og stóðu gegn breytingum, til dæmis á átjándu öld, vom íslenskir embættis- og eignamenn. Þjóð- félögin vom óréttlát á þessum tíma og það var ekkert um einhveija sérstaka mannvonsku Dana eða embættismanna að ræða. Ég held að við höfum í raun verið alveg einstaklega heppnir með nýlendu- herra. Ég get ekki ímyndað mér að við hefðum fengið handritin út úr British Museum eða að við myndum tala íslensku í dag ef við hefðum komist undir breska stjóm. Sjáðu bara Íra.“ Hvað um önnur áhugamál fyrir utan sagnfræðina? Síðastliðin tvö ár hefur vinnan verið númer eitt, tvö og þijú hjá mér. Það hefur ekki gefist mikill tími fyrir önnur áhugamál. Ég hef hins vegar mjög gam- an af því að ferðast og við höfum reynt að gera það eins og við höfum getað. Ég hef líka gaman af tón- list, alls kyns tónlist nema „country & westem". En ég hef aðeins komist á eina tónleika hér og þeim hefði ég heldur alls ekki viljað missa af. Það vom tónleikar með Dire Straits. Svo er fótboltinn mitt áhugamál. Við feðgamir fömm alltaf á völlinn sam- an og hvetjum okkar lið. Við emm KR-ingar heima og höldum með KB í Kaupmannahöfn. KR og KB em svona virðulegustu og elstu félögin, hvort í sínu landi. KB leikur líka í röndóttum búningum eins og KR, reyndar bláröndóttum, þannig að það var alveg sjálfgefið að við færum að halda með KB þegar við komum hingað út árið 1984. Síðan kom í ljós að KB-ingar áttu miklu meira sameiginlegt með KR- ingum en okkur haföi órað fyrir. Eins og KR-ingar gátu þeir ekki baun. Þetta keppnistímabil féllu þeir í aðra deild þannig að við horfðum á annarrar deild- ar leiki í allt fyrrasumar. Þá vann KB deildina með miklum mun, liðið komst aftur í fyrstu deildina og stendur sig vel núna, eins og KR.“ Að lokum: Hvemig leggst heimferðin í þig? „Vel. Ég gæti svo sem hugsað mér að vera hér tvö ár í viðbót. Eg hef ekki saknað íslands en þetta hefði verið allt öðmvísi ef maður hefði verið að flytja til frambúðar. Þá hefði maður kannski fengið heimþrá. I raun em tvö ár of skammur tími til að hafa frétta- mann héma. Það hefur farið ótrúlega mikill tími hjá mér í að kynnast þjóðfélaginu. Maður getur hugsað sér hvemig það er þegar erlendur fréttamaður kemur til Islands. Þessir daglegu hlutir, sem allir íslendingar vita, þetta em hlutir sem hann þarf að kynna sér. Það er til dæmis talað um Fiskifélagið í fréttunum. Hvað er Fiskifélagið? Er það samtök stangveiði- manna? Er það samtök sjómanna? Er það samtök útgerðarmanna? Er það samtök áhugamanna um vemdun silungs? Það em milljón svona atriði sem ég þurfti að komast til botns í. Það er ekki nóg að þekkja söguna í höfuðdráttum og vita hver er forsæt- isráðherra. Það er þessi þekking á smáatriðum sem maður verður að hafa til að geta gert sér grein fyrir þýðingu fréttanna og geta sent skammlausar fréttir frá sér. Þetta er í raun þekking sem nýr fréttamaður verður að afla sér að mestu leyti upp á nýtt. Nýting .. .ekkert um einhverja sér- staka mannvonsku Dana að rœða. Ég held að við höfum verið alveg einstaklega heppnir með nýlenduherra. manns batnar því með hveijum mánuðinum sem lið- ur. Ég er ennþá að læra og langt í frá fullnuma. Þegar ég segi Dönunum hér að ég sé að fara heim núna þá em þeir mjög hissa. Þeim finnst mjög ein- kennilegt að hafa fréttamann erlendis í svona stuttan tíma. Danir senda sína menn út í fjögur ár. En ég hlakka til að byija aftur heima og kvíði raunar einn- ig fyrir. Næstum allir sem vom kjaminn í fréttastof- unni þegar ég hélt utan fyrir aðeins tveimur árum em hættir. Það er þó mikið fagnaðarefni að við skul- um vera að fá samkeppni, hún er mjög af hinu góða í þessum bisness. Það em nýir tímar og nýtt fólk og andrúmsloftið kannski ferskara en það var. Þetta verður ömgglega öðmvísi." Þama var botn sleginn í spjallið, með öðrum orð- um: Þetta var Bogi Agústsson í Kaupmannahöfn. 43. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.