Vikan


Vikan - 23.10.1986, Page 54

Vikan - 23.10.1986, Page 54
Sakamálasaga eftir Agöthu Christie notaði gráu frumurnar mínar til að fremja afbrot en ekki til að upplýsa þau. Þvílíkir möguleikar fyrir útsjónarsaman þjóf. Líttu á þéttvöxnu konuna þarna, þessa hjá súl- unni. Hún er hlaðin gimsteinum, í bókstaf- legri merkingu.“ Ég leit í þá átt sem hann horfði. „Ja héma,“ sagði ég. „Þetta er frú Opal- sen.“ „Þekkirðu hana?“ „Lítillega. Maðurinn hennar er verðbréfa- sali og hagnaðist vel á síðustu olíuverð- hækkunum.“ Eftir kvöldverðinn rákumst við á Opalsen hjónin á bamum og ég kynnti þau fyrir Poirot. Við röbbuðum við þau dálitla stund og drukkum síðan með þeim kaffi. Poirot fór nokkmm viðurkenningarorð- um um hinar dýrmætu gersemar sem frú Opalsen bar á breiðum barmi sínum og hún ljómaði öll við hrósið. „Þetta er tómstundagaman hjá mér, hr. Poirot. Ég elska skartgripi. Ed þekkir þenn- an veikleika minn og þess vegna gefur hann mér eitthvað smávegis ef honum vegnar vel í viðskiptunum. Hafið þér áhuga á dýmm steinum, hr. Poirot.“ „Vegna starfa mins hef ég haft afskipti af frægustu eðalsteinum heims.“ Síðan sagði hann frá sögufrægum dýrgrip- um sem vom í eigu konungsíjölskyldu nokkurrar en notaði að sjálfsögðu dulnefni og breytti staðháttum í frásögn sinni. Frú Opalsen hélt niðri í sér andanum af ákefð. „Ja héma,“ sagði hún þegar Poirot hafði lokið máli sínu. „Þetta er bara rétt eins og í leikriti. Vitið þér hvað, ég á perlufesti sem á sér athyglisverða sögu. Mér er sagt að þetta sé ein fegursta perlufesti í heimi. Perl- umar eru mjög líkar á litinn og stærð þeirra er í réttum hlutföllum. Ég ætla að fara upp á herbergi og ná í hana.“ „Þér emð allt of vinsamleg," mótmælti Poirot. „í guðsbænum ekki var að hafa fyr- ir þessu.“ „En ég vil svo gjaman sýna yður hana.“ Frúin sigldi eins og skonnorta undir full- um seglum í áttina að lyftunni. Hr. Opalsen leit spyijandi á Poirot en hann hafði verið að ræða við mig. „Konan yðar var svo vinsamleg að bjóð- ast til að sýna mér perlufestina sína,“ útskýrði Poirot. „Já, perlumar.“ Hr. Opalsen brosti ánægjulega. „Þær em svo sannarlega þess virði að litið sé á þær. Annars var perlufest- in rándýr en það skiptir svo sem engu máli, ég fengi andvirði hennar aftur með rentum ef ég seldi hana núna, og það gæti svo sem farið svo ef málin halda áfram að þróast á þennan hátt. Það er lítið lánsfé að hafa á markaðnum þessa stundina, það gerir bann- sett verðbólgan.“ Hann hélt áfram að ræða einhver efna- hagsleg atriði sem ég ekki skildi. Allt í einu kom hóteldrengur og hvíslaði einhveiju í eyrað á honum og truflaði hann í frásögn- inni. „Hvað segið þér? Ég kem eins og skot. Er henni nokkuð orðið illt. Hafið mig afsak- aðan, herrar mínir.“ Hann flýtti sér burt. Poirot hallaði sér aftur á bak og kveikti í einni af þessum örsmáu rússnesku sígarettum sem hann reykti gjarnan. Hann dundaði sér við að raða tómum kaffibollunum í einfalda röð. Þegar því var lokið horfði hann á árangur- inn og brosti út að eyrum. Nokkrar mínútur liðu og ekki létu Opal- sen hjónin sjá sig. „Undarlegt,“ sagði ég, „þau ætluðu að koma aftur.“ Poirot horfði með athygli á reykhringina sem hann blés frá sér og sagði síðan hugs- andi. „Þau koma líklega ekki aftur.“ „Af hveiju?“ „Vegna þess, kæri vinur, að það hefur eitthvað komið fyrir.“ „Hvað hefur komið fyrir og hvemig veistu það?“ Poirot brosti: „Fyrir skömmu kom fram- kvæmdastjórinn hlaupandi út af skrifstof- unni sinni og flýtti sér upp stigann. Hann var mjög óstyrkur. Lyftuvörðurinn er á tali við einn hóteldrenginn og lætur sig engu skipta þótt einhver sé búinn að hringja þrisv- ar eftir lyftunni. í þriðja lagi fæ ég ekki betur séð en að þjónamir séu áhyggjufullir og þú veist hvað þarf til að þjónar verði áhyggju- fullir.“ Poirot hrisd höfuðið ákveðinn. „Ég held að þetta sé alvarlegt mál. Datt mér ekki í hug. Hér kemur lögreglan.“ Tveir menn gengu inn í hótelið. Annar var einkennisbúinn en hinn ekki. Þeir töluðu við einn hóteldrenginn og var umsvifalaust vísað upp stigann. Nokkm síðar kom sami drengur aftur niður og gekk í áttina til okk- ar. „Hr. Opalsen sendir yður kveðju sína og biður yður að koma.“ Poirot stóð strax upp. Það var engu lík- ara en hann hefði beðið eftir þessu kalli. Ég flýtti mér á eftir honum. Herbergi Opalsen hjónanna voru á fyrstu hæð. Hóteldrengurinn barði að dymm og hvarf síðan á braut en við gengum inn um leið og einhver hrópaði „Kom inn“. Við stóðum nú inni í svefnherbergi frú Opalsen og í miðju herberginu lá frúin grátandi á grúfu i hægindastól. Það var ekki sjón að sjá andlitið á henni því að augnháraliturinn hafði rannið með tárunum niður eftir smink- uðum kinnunum og myndað svartar rákir. Hr. Opalsen gekk reiðilega fram og aftur. Lögreglumennirnir stóðu í miðju herberg- inu. Annar þeirra var með opna vasabók í hendi. Við arininn stóð herbergisþerna sem augsýnilega var nær dauða en lífi af hræðslu en hinum megin í herberginu stóð frönsk stúlka sem greinilega var þerna frú Opalsen. Hún grét af engu minni innlifun en húsmóð- ir hennar. Inn í þessa ringulreið gekk Poirot, snyrti- mennskan uppmáluð og skælbrosandi. Frú Opalsen rauk upp af krafti sem maður bjóst alls ekki við að byggi í svo feitri manneskju og gekk til hans. „Ed getur sagt það sem hann vill en ég trúi á heppnina og ég er sannfærð um að það var vilji örlaganna að við skyldum hitta yður í kvöld og ef þér getið ekki haft uppi á perlufestinni minni þá getur enginn það.“ „Takið þessu rólega, frú.“ Poirot klappaði róandi á hönd hennar. „Ég get fullvissað yður um að þetta fer allt saman vel á endan- um. Poirot mun koma yður til aðstoðar." Hr. Opalsen sneri sér að lögregluforingj- anum. „Hafið þér nokkuð á móti því að ég leiti aðstoðar þessa herramanns?" „Alls ekki, herra minn,“ svaraði lögreglu- foringinn kurteislega en það var augljóst að honum stóð hjartanlega á sama. „Þar sem frúnni líður betur núna er rétt að hún greini frá því sem gerst hefur.“ Frú Opalsen leit vonleysislega á Poirot þegar hann leiddi hana aftur til sætis. „Fáið yður sæti og segið okkur allt af létta án þess að æsa yður upp.“ Frú Opalsen þurrkaði augun.og hóf frá- sögnina: „Ég fór upp eftir matinn til að ná í perlufestina því að ég ætlaði að sýna hr. Poirot hana. Herbergisþeman og Celestine voru báðar í' herberginu eins og venju- lega...“ „Af hveiju segið þér eins og venjulega?“ Hr. Opalsen útskýrði þetta: „Ég hef sett þá reglu að enginn gangi um herbergið án þess að Celestine, þernan okkar, sé við- stödd. Herbergisþernan, sem býr um rúmin á morgnana og á kvöldin, gerir það undir eftirliti Celestine. Annars fer hún ekki inn í herbergið.“ „Nú, eins og ég var að segja,“ hélt frú Opalsen áfram, „þá kom ég upp og gekk að kommóðunni þama.“ Hún benti á neðstu skúffuna hægra megin i snyrtiborðinu. Ég tók skartgripaskrinið upp og opnaði það. Þar var allt eins og það átti að vera nema hvað perlufestina vantaði.“ 54 VIKAN 43. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.