Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 8

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 8
Texti: Guðrún Aifreðsdóttir Myndir: Helgi Friðjónsson Ragnheiöur Steindórsdóttir (Hildur aöstoðar- yfirlæknir) og Arnar (Bjarni). Dúna, Hildur og aöstoöarlæknirinn Alli, maður Hildar (Sigurður Skúlason). Höfundurinn, Þórunn Siguröardóttir, við Litla sviðið. Þjóðleikhúsið er með sérstökum hátíðarblæ þessa dagana, þrátt fyrir sprungur, leka og aðra óáran. í nafni þess er nefnilega verið að taka í notkun nýtt leikhús - Litla sviðið - handan götunnar, að Lindargötu 7. Þar hefur verið komið upp fyrirtaks aðstöðu til ýmiss konar leikflutnings og er hægt að breyta sæta- röðum eftir þörf hverju sinni, en salurinn rúmar 110-150 manns. Það fer vel á því að fyrsta frumsýningin á þessu nýja leiksviði er nýtt íslenskt leikrit eft- ir leikarann, leikstjórann og leikritahöfundinn Þórunni Sigurðardóttur. Leikritið nefnist í smásjá og er hennar annað leikrit. Það fyrsta var Guðrún, byggt á Laxdælu og frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1983. í smá- sjá gerist hins vegar í nútímanum og fjallar um tvenn hjón, magnaða tilfinningabaráttu þeirra og hvernig örlögin þröngva sér inn í líf fólks og breyta því. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og leik- endur eru fjórir: Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Skúlason og Ragn- heiður Steindórsdóttir. Gerla sér um leikmynd og búninga og Árni Harðarson um tónlist. „Mér finnst auðvitað stórkostlegt að nýtt leikhús skuli opnað með þessu leikriti mínu,“ segir Þórunn er við hittumst í mýflugumynd, eftir eina af síðustu æfingunum nú í desemb- er. ,, Og það sem líka er frábært er að íslensk verk verða þar eingöngu á fjölunum í vetur. Æfingatíminn er búinn að vera rosalega spennandi og skemmtilegur. Það eru forrétt- indi fyrir manneskju eins og mig að sitja úti í sal og vera bara höfundur - og vera til að- stoðar þegar með þarf. Kosturinn við að skrifa svona fámennt leikrit er sá að hópurinn verður rnjög samstæður, nálægðin verður svo mikil. Efni leikritsins er mjög viðkvæmt og krefst þess að það sé unnið af einlægni og heiðarleika. Maður hættir sér vissulega út í ólgusjó með því að velja svo dramatískan efni- við en mér finnast slík leikrit bara rniklu skemmtilegri. Eg er búin að vera með þetta leikrit í smíð- urn síðan Guðrún var frumsýnd, fyrir þremur árum, svo það er nokkuð löng vinnsla. Verk- efnið er reyndar ekki takmark í sjálfu sér heldur vonandi upphafið að lengri ferli. Mein- ingin er að halda áfram að skrifa um leið og þessu verki er lokið, hugmyndina hef ég þegar fengið. Mér finnst mjög gott að hafa þetta áframhald, geta lært af því sem er nýlokið, bæði mistökunum og hinu sem betur fer, og nýta það í næsta viðfangsefni. Eg er mjög ánægð með uppsetninguna og alla vinnu við þetta leikrit og bíð bara spennt eftir frumsýningardeginum 30. desember. - En það er raunar svolítið skemmtilegt að einmitt þann dag ársins endar leikritið í smá- sjá...“ 8 VIKAN 1. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.