Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 33

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 33
Fyrsta útgáfa fálkaorðunnar, fyrir 1926. Stor- krossriddari með stjörnu í miðið, sitt hvorum megin við hann er fram- og bakhlið riddara og í stórmeistarkeðju konungs hangir stórriddari. En áður en Óskari er gefið orðið er ekki úr vegi að hyggja lítillega að forsögu þess að faðir Óskars, Kjartan Ásmundsson, hóf smíði hennar hér á landi árið 1935. Sér fyrir íslendinga Það var í ársbyrjun 1829 að hið danska Rentukammer lagði hið allra náðarsamlegast til við Hinrik 6. Danakonung að gerður yrði heiðurspeningur fyrir framúrskarandi íslend- inga á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs og fleira, samkvæmt tillögum frá yfírvöldum á Íslandi er bentu á þessa dugnaðarforka. Kon- ungur samþykkti tillöguna með smávægileg- um breytingum og leyfði jafnvel að letrið yrði á íslensku, „enda myndi hún verða þeim enn kærkomnari, sem henni yrði úthlutað.“ Ekki var það þó fyrr en í árslok 1832 að fundinn hafði verið peningur sem allir gátu verið sáttir við. Var hann úr gulli, með hliðar- mynd konungs og nafni hans á framhliðinni og í laufkransi á bakhliðinni stóð: „Ærulaun iðju ok hygginda til eflingar almennra heilla“, sem prófessor Finnur Magnússon hafði samið riddari, stórriddari með stjörnu og stórkross- riddari (meö stjörnu). heimsóttur til spjalls á vinnustofu sína við Aðalstrætið. Á daginn kom, sern grunað var, hann reyndist viðræðugóður með afbrigðum og reiddi fram ógrynni fróðleiks um sögu og gerð hinnar íslensku fálkaorðu. og lagt til. Nafn viðtakanda var slegið í rönd- ina og hékk peningurinn í rauðu bandi með hvítum krossi. Þann 27. apríl ári seinna var síðan fímm fyrstu Islendingunum veitt þessi orða. En orða þessi var dönsk þótt letur hennar væri á islensku. Við fullveldi íslands 1918 þótti þáverandi Danakonungi, Kristjáni 10., ekki lengur tilhlýðilegt að launa íslendingum föðurlandsdáðir með dönskum orðum og fyr- irskipaði því gerð nýrrar orðu, „verðlauna- skjöld hans hátignar Christians konungs hins tíunda“, þann 17. apríl 1920. Peningur þessi var úr silfri, með mynd konungs og letrinu CHRISTIANIUS X REX ISLANDIÆ á for- hlið en nafni viðtakanda inni i eikarlaufa- kransi á bakhlið og skyldi hann berast framar öllum öðrum orðum á brjósti viðtakanda í dökkbláu bandi. í íslandsheimsókn sinni sumarið 1921 gekk svo konungur skrefi lengra og fyrirskipaði 17. apríl frumgerð fálkaorðunnar núverandi vegna þarfa hinnar nýju heimastjórnar fyrir sérstök heiðursmerki og hlaut hún nafnið „hin konunglega íslenska fálkaorða“. Orðuna mátti veita jafnt íslendingum sem útlendingum og það sem meira var - jafnvel konum - öfugt við dönsku Dannebrogsorð- urnar sem voru ekki veittar konum fyrr en þrjátíu árum seinna. Orðan var veitt af kon- ungi og fimm manna ráði fyrir vel unnin verk fyrir ísland, í þremur stigum: riddara, stór- riddara og stórkrossriddara. Hönnunin var í höndum Hans nokkurs Tegnars, hönnuðar hjá Bing og Grondahl postulínsverksmiðjunum, en smíðin hjá „ord- ensjuveler" A. Michelsen í Kaupmannahöfn. Sjá má af myndunum að þessar fyrstu orður voru með kórónu ofan á en öllu erfiðara gæti reynst að greina innsigli konungs á bak- hliðinni, inni í áletruninni „fyrsti desember 1918“, fullveldisdagurinn. Konungur, sem var orðumeistari, gat við sérstök tækifæri borið stórriddarakross sinn í sérstakri stórmeistarakeðju sem samanstóð af merki fálkans og innsigli konungs, tuttugu og fimm af hvoru. 15. júní var svo einu stigi bætt við fálkaorð- una, stórriddara með stjörnu, á milli stórridd- ara og stórkrossriddara, og náðu stigin þar með sinni núverandi tölu, urðu fjögur, auk stórmeistarakeðjunnar. Og þannig hélst fálkaorðan allt til stofnun- ar lýðveldisins. í tilefni alþingishátíðarinnar 1930 voru gerð sérstök heiðursmerki til handa þáverandi alþingismönnum og viðstöddum fulltrúum annarra landa. Verða þeim ekki gerð frekari skil hér en sérstöku merki, „heið- ursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins“, verður komið betur að síðar í greininni. Nýtt lýðveldi - Breyttar orður Við stofnun lýðveldisins 1944 var „konung- lega“ strokað út úr nafninu og hefur það síðan verið „hin íslenska fálkaorða“. Útlitinu var einnig breytt og kom lilja, teiknuð af Birni Björnssyni, i stað kórónunnar að ofan, en aftan á tók „seytjándi júní 1944“ við af inn- 1. TBL VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.