Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 51

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 51
V K / M P Ó S T U R PABBIOG MAMMA FARAÍ TAUGARNAR ÁMÉR Kæri Póstur. Ég les alltaf Póstinn í Vikunni og líkar vel. En mitt vandamál er að pabbi og mamma fara alveg ferlega í taugarnar á mér. Ég er á fyrsta ári í fjölbrautaskóla og mig langar mikið til að fara í eitthvert framhaldsnám. Þess vegna vil ég ekki velja hvaða braut sem er. En hún mamma, sko, ég þoli það ekki. Hún er alltaf að draga úr mér og segja að lífið sé ekki bara lærdómur heldur eigi mað- ur að njóta þess að vera ungur og lifa lífinu. Hún er svo ferlega gamaldags. Hún segir að ég eigi eftir að giftast og því komi ég ekki til með að hafa not fyrir það nám sem ég er í, kvenna bíði ekkert annað en barna- uppeldi og heimilisstörf. Ég verð alveg snælduóð þegar hún segir þetta því þó ég sé stelpa sé ég ekki að það eigi að bitna á mér og ég þurfi að verða heimavinnandi húsmóðir, það er einhvern veginn það hall- ærislegasta sem ég veit. Ef það kemur fyrir að einhver strákur býð- ur mér í bíó þá fer mamma alltaf að hlæja og spyr hvort þetta sé tilvonandi tengdason- ur. Þá verð ég enn skapverri og það liggur við að ég sitji heima til að sýna henni að ég sé ekki upp á karlkynið komin. Kannski æsi ég mig óþarflega yfir þessu, ég vil fá álit þitt á því. Á bara fyrir mér að liggja að verða húsmóðir og ekkert annað? Er ekki sjálfsagt að maður hafi einhvern metnað þó maður sé stelpa? Með von um svar. Dísa. Ef til vi'II finnst henni móður þinni afskap- lega gaman að striða þér. Þú lætur hana kannski æsa þig einum of mikið upp. hver veit. Alltént tekur þú þetta óstinnt upp. En án gamans hefur hún ef til vill mjög gaman af sjálfstæði þinu. En inn i það getur bland- ast hræðsla við að nýjum straumum i má/efnum kvenna geti fylgt einhverjir van- kantar engu siður en öðrum nýjungum. Hennar líf hefur án efa grundvallast á öðrum þáttum en nú þykja raunhæfir. í huga Pósts- ins er enginn munur á andlegri getu stráka og stelpna. Því telur hann að kvenfólk hafi til að bera hæfileika og metnað til jafns við hitt kynið. En þú skalt reyna að setja þig í spor móðurþinnar og jafnframt gefa þér tima til að útskýra fyrir henni þin sjónarm/ð I bróð- erni. Það gæti komið þér þægilega á óvart að innst inni væri hún þér sammála i stórum dráttum. Um fram allt skaltu temja þér að hafa stjórn á skapiþínu. það vinnst nefnilega lítið með offorsi og látum. KENNARAAST Blessaður, póstmeistari. Við erum þrjár stelpur sem eigum heima austur á fjörðum og við erum æðislega hrifn- ar af kennaranum okkar. Hann er fimm árum eldri en við og æðislega sætur. Hann hefur þrisvar boðið okkur í partí og við höfum farið en engri okkar hefur tekist að klófesta hann. Getur verið að hann viti ekki hverja okkar hann eigi að velja. Okkur dreymir hann á hverri nóttu og við tölum um hann allan daginn. Okkur finnst við líta alveg þokkalega út svo ekki ætti það að draga úr áhuga hans á okkur. Hvað eigum við að gera til að ná í hann? Um daginn fréttum við að hann hefði verið með einni skólasystur okkar sem er ári yngri en við svo ekki ætti aldurinn á okkur að skipta neinu máli. Með kveðjum. Austfjarðadísir. Eina ráðið ykkur til handa. sem Pósturinn kann, er að þið látið ykkur nægja að dreyma um manninn á nóttunni og ef þið eigið erf- itt með svefn ættuð þið að nota tímann til heimalærdóms. þá er a/drei að vita nema Óli lokbrá læðist inn. Hvort sem kennarinn ykkar hefur sýnt einni ykkar eða öllum kynferðislegan áhuga ættuð þið að reyna að forðast allt slíkt. Slíkt getur haft i för með sér leiðinlegar afleiðing- ar fyrir alla aði/a. Þið ættuð að velta því fyrir ykkur hvort maðurinn sé ekki alltof gamall fyrir ykkur. Póstinum finnst allt benda til þess að hið eina sem hann hafi áhuga á sé að nota ykkur sem stundargaman og það er tæpast það sem þið hafið áhuga á, eða hvað? Annars er erfitt að dæma um sök kennarans I þessu máli því þið virðist ekki hafa neitt á móti þessum imyndaða eða ekki imyndaða áhuga hans á ykkur. Hvort hann hefur verið með skólasystur ykkar, sem gæti allt eins verið kjaftasaga, kemur þessu máli ekkert við. Reynið að vera eðlilegar i fram- komu við kennarann. hvorki of aðtaðandi né of fráhrindandi, til þess að eyðileggja ekki eðlilegt samband kennara og nemenda. Ef þið eruð jafnmiklar þokkadísir og þið viljið vera láta ætti ykkur ekki að vera skota- skuld úr þvi að ná ykkur í stráka á ykkar aldri - og þá helst einn fyrir hverja svo að málin verði ekki óþarflega flókin. Svo vonar Póst- urinn einungis að þið séuð læknaðar af þessari kennaraást þegar þið lesið þetta svar. PENNAVINIR Jeffrey A Scott 4 McMillan Court Girvan KA 26 9HP Ayrshire Scotland Jeffrey er 27 ára gamall. Áhugamál hans eru margvísleg, þó aðallega tónlist, lestur, tungumál og dýravermd. Jeffrey vill skrifast á við karl eða konu á aldirnum 20-27 ára. Hann skrifar á dönsku og norsku auk ensku. Anette Carlsson Prástgárdsvágan 1A 663 00 Skoghall Sverige Anette er 24 ára gömul. Hana langar að eign- ast íslenskan pennavin á svipuðum aldri. Hún skrifar á ensku og sænsku. Kaki Mohamed Hassi Bah Bah (w) Djelfa Algeria Kaki er 21 árs kennari sem langar til að skrif- ast á við Islendinga. Hann skrifar á ensku. Jon Spencer USCGC Courageous (WMEC-622) Key West FL 3040- 6695 USA Jon er amerískur sjómaður frá Flórída, að eigin sögn myndarlegur 31 árs karlmaður, bláeygður. Hann langar til að skrifast á við íslenska konu með vináttu eða hjónaband i huga. Áhugamál hans eru siglingar, tennis, skíði, kvikmyndir og tónlist. George Fultz Box 1 30-F Newport Kentucky 41071 USA George er 31 árs, bandarískur ríkisborgari. Hæðin er 1 80 cm og þyngdin 73 kíló. Hann er bláeygður, með Ijóst hár. Áhugamálin eru vinir, saga, bókmenntir. kvikmyndir, leikhús, Ijósmyndun, langir göngutúrar og siglingar. Hann vill skrifast á við konu um þrítugt sem reykir ekki, með hjónaband í huga. Beatrix Wylesich Anton Fischer Ring 28 Postdam 1500 DDR Beatrix er tæplega sautján ára. Áhugamál hennar eru popptónlist. uppáhaldshljóm- sveitirnar eru Wham og A-HA. Hún safnar póstkortum og finnst gaman að fylgjast með tennis. Beatrix skrifar bæði á ensku og þýsku. 1. TBL VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.