Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 29

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 29
b COSA NOSTRA Cosa Nostra vakti töluverða athygli á síðasta ári þegar breiðskífan Answers Without Questions kom út. Af henni komst eitt lag hátt á lista rásar 2. Eftir þetta heyrðist lítið til þeirra í Cosa Nostra. En nú eru þau að vinna nýtt efni sem ætlunin er að gefa út einhvem tímann í nánustu framtíð. Ég fór á stúfana, talaði við Mána Svavarsson og frasddist dálítið nánar um hljómsveitina. Frumútgáfa hljómsveitarinnar nefndist 1. To 3. Hún varð til í byrjun árs 1984. Þegar Guð- mundur Sveinbjömsson starfaði sem plötusnúður á unglingaskemmtistaðnum Traflfic hafði hann samband við Mána Svavarsson og bað hann um að hitta sig einhvem tímann til að taka upp ein- hver stef sem væri hægt að blanda saman við lögin þegar þau væm spiluð. Það varð úr að þeir hittust einn daginn og tóku upp það sem áætlað var. Síðan fóm þeir að leika sér að hljóm- borðinu og ræða saman um músík. í ljós kom að báðir höfðu áhuga á að stofna hljómsveit. Þeir vom ekkert að tvinóna við hlutina heldur hófu strax að líta í kringum sig eftir söngkonu. Hana fundu þeir fljótlega og þar með var staðan orðin: Guðmundur Sveinbjömsson, hljómborð. Máni Svavarsson, hljómborð og prógrammering. Ólöf Ástriður Sigurðardóttir (Addý), söngur. Ekki löngu seinna bættist fjórði meðlimurinn við, um leið breyttu þau nafninu. Fjórði meðlim- urinn var Pétur Hallgrímsson gítarleikari sem starfar nú með hljómsveitinni Prófessor X. Hug- ntyndina að Cosa Nostra nafninu fékk Máni þegar hann las Mac Bolan bók. Þar tók hann eftir að með öllum fjölskyldunöfnunum í maf- íunni stóð Cosa Nostra (sem ku vist þýða okkar málefni). Þegar þau vom svo komin með góðan fjölda af lögum fóm þau i stúdíó til að koma sköpunar- verki sínu á plast. Við það nutu þau dyggrar aðstoðar Þorsteins Jónssonar. Breiðskífan Aris- wers Without Questions kom svo út í byijun nóvember 1985. Lagið Waiting for an Answer náði mestum vinsældum af henni. Þau gerðu myndband við það lag, í samvinnu við félagið Alvöm, þá Viktor Heiðdal og Ásgrím Sveinsson. Myndbandið þótti með þeint betri sem gerð vom á þessum tíma þó endirinn haft verið mjög um- deildur meðal almennings. Plötuna og mynd- bandið fjármögnuðu þau algerlega sjálf eins og margir íslenskir tónlistarmenn gera. Þau vom heppnari en sumir, komu út alveg slétt, með þvi að taka engin laun sjálf. Cosa Nostra fékk nokkra gagnrýni vegna þess að söngurinn var allur á ensku en nýja lagið þeirra, sem kemur út á safnplötu sem Vímulaas æska sendir frá sér, er sungið á íslensku. Ég spurði Mána hvort það mætti rekja til þessarar gagn- rýni. Hann svaraði því að þau væm orðin sáttari við íslenskuna en þegar Answers Without Questi- ons kom út, þau gerðu sér líka grein fyrir að markaðurinn kallaði á íslensk lög með íslenskum texta. Þetta lag, sem um ræðir, ber nafnið S. O.S. en þar syngur Máni aðalröddina ásamt Addý. Hann er samt að hugsa um að láta Addý eftir sönginn að mestu leyti það sem eftir er. Cosa Nostra er sem stendur bara dúett. Pétur ákvað að segja skilið við danstónlist og fara yfir í rokkið og stuttu seinna hætti Guðmundur af Ueknilegum orsökum. En ef framhaldið verður í samræmi við nýja lagið, sem ég tel vel vert áheym- ar, er hægt að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar þau senda frá sér nýja plötu. Vestræntpopp til Rússlands Þær eru fáar, vestrænu hljómsveitirnar sem hafa haldið tónleika í Rússlandi. Þær sem hafa gert það hafa notið ómældra vinsælda eftir það. Boney M á víst enn töluvert stóran hóp aðdáenda eftir tónleikaferð fyrir nokkr- um árunt, þó sveitin heyri nú sögunni til. Reagge hljómsveitin UB40 hélt nokkra tón- leika þar fyrir stuttu og er vist aðalgrúppan þar í landi nú. Þarlendum ráðamönnum leist svo vel á framlagið að UB40 hefur verið boð- ið þangað aftur og þá með aðrar hljómsveitir með sér. Þær sern hafa verið nefndar til farar- innar eru Eurythmics, Simple Minds og U2. Eurythmics og U2 hafa ekkert viljað tjá sig um málið en talsmaður Simple Minds sagði að ferðin væri möguleiki, lofaði þó engu. Múrinn virðist sem sagt vera farinn að hrynja. Madonna og Nick Kamen Eins og alþjóð veit hafa Madonna og Sean Penn slitið sambandi sínu, bara eftir að koma pappírunum á hreint. Ástæðan fyrir því að Madonna ákvað loks að segja skilið við Sean heitir Nick Kanten. Hann er aðeins yngri en Madonna, laglegur og áður en hann kynntist henni hafði hann helst unnið sér til frægðar að leika í gallabuxnaauglýsingum. En nú er veröldin önnur. Madonna ætlar sem sagt að gera úr honunt stjörnu. Hún samdi lag fyrir hann sem heitir Each Time You Break M y Heart og hefur náð að klifra vinsældalista víða um heim. Hvernig þetta kemur til með að takast verður tíminn að leiða í ljós. 1. TBL VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.