Vikan


Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 01.01.1987, Blaðsíða 35
- Getur gullsmíðin ennþá verið gefandi eft- ir tuttugu ár? „Hún gefur mér alltaf eitthvað. Ég hef gam- an af henni en það sem er með orðusmíðina, smíði mína fyrir lögregluna, Oddfellow og fleiri, að allt er þetta rútínuvinna. Þess vegna hef ég mjög gaman af því þegar ég fæ tæki- færi til að smíða sérpantanir. En það er alltof lítið af því. Verkstæðið er þannig byggt upp að við erum með mikið af föstum verkefnum þannig að tækifærin eru fá til að smíða það sem mann langar. Ég hef oft verið að hugsa með mér að ef börnin mín væru komin hérna sem gullsmiðir gæti ég bara lokað mig af og leikið mér í smiðinni. En það er svo margt sem maður ætlar að gera í ellinni að nú er ómögulegt að segja til um það. Svo er það líka pólitíkin, maður er á fundum í Mosfells- sveitinni, það tekur svolítinn tíma frá manni. En ég er svo heppinn að ég er með gott fólk með mér svo að ég get staðið í þessu.“ - Finnst þér fálkaorðan falleg? „Já, mér finnst hún falleg. Það eru hreinir litir í henni, hvítt, blátt og gylling. Þetta minnir svolítið á landið okkar, þetta hvíta og bláa, hafið og jöklarnir, og gyllingin er kannski gullroði morgunsins. Hér er ég með bók um allar orður í Evrópu. Margar þeirra eru mjög skrautlegar eins og þú sérð en þessi íslenska er mjög stílhrein og falleg við hliðina á þeim mörgum sem eru með miklu meira i kringum sig.“ Fyllistu stolti þegar þú sérð einhvern bera orðuna? „Eg veit ekki hvort ég fyllist stolti sem slíku, að ég hugsi sem svo: Þetta smíðaði ég, þetta var í höndunum mínum. Nú, Vigdís ber hana alltaf við setningu Alþingis ásarnt fleiri fyrir- mönnum, Juan Carlos Spánarkonungur fékk forsetakeðju þegar hún fór þangað, Hollands- drottning, Danadrottning og fleiri, þetta eru allt saman verk sem maður er búinn að fara höndum um“ Kynntist fyrstu orðunni í móðurkviði „Þegar verið er að raða forsetakeðjunum saman þarf alltaf að máta þær utan um háls- inn og niður á maga svo að þær passi rétt. Móðir mín sagði mér frá því að þegar faðir minn var að gera keðju fyrir Svein Björnsson, sem var svona svolítið framsettur, hefði hann notast við hana til að fá réttar stillingar fyrir Svein. Þá var ég einmitt í maganum á henni og það er svolítið einkennileg tilviljun að ég skuli einmitt hafa orðið orðusmiður!" - Telurðu að orðuveitingar eigi rétt á sér og að margir þeir sem beri orður eigi þær skilið? „Þetta er svolítið erfið spurning að spyrja mig því að þetta tengist mér og ef ég segi eitt- hvað munu allir segja: Nú, hann þénar á þessu! En ég er búinn að velta þessu heilmik- ið fyrir mér með orðuna. Þeir sem þekkja ekki til segja að þetta sé húmbúkk og vitleysa og finnst voðalega asnalegt að fólk sé að hengja eitthvert pjátur framan á sig. En þeir sem þekkja til sjá að konsúlar og aðrir þeir sem vinna fyrir íslands hönd eru fólk sem ekki er hægt að borga í peningum. Þetta er yfirleitt fólk sem á nóg af peningum og sæk- ist heldur ekki eftir þeim. En þegar slíku fólki eru veittar þessar orður fyllist það mikilli lotn- ingu - að fá orðu frá íslenska ríkinu fyrir að þjónajjví - og það er því miklu meira virði. Fyrir Island er mjög ódýrt að veita eina orðu en sá sem hefur fengið hana vinnur margfalt betur fyrir ísland á eftir. Mér hefur verið sagt, haft eftir Oddi Guð- jónssyni, sem var sendiherra í Moskvu og vann mikið í samninganefndum, að ef menn færu að tala utan að orðu, að hugsanlegt væri að nefna einhvern vegna orðunnar, breyttust allt í einu allir samningar og menn yrðu miklu jákvæðari. Fólk er að fussa yfir því að sendiráðsfólk okkar erlendis sé kannski komið með orðu eftir stuttan tíma. En þannig er, til dæmis með sendiráðsmann í veislu, að ef hann er ekki með orðu öðlast hann ekki eins mikla virðingu sendiherra og fulltrúa annarra landa og ella.“ - Stöðutákn? „Já, þetta er að vissu leyti stöðutákn og þegar menn eru komnir með viðurkenningu ná þeir meiri tengslum við aðra. Þú finnur það sjálfur ef þú lítur á tvo menn, annan í tötrum og hinn vel klæddan, og þú þarft að leita til þeirra út af einhverju máli, þú ferð náttúrlega beint til þess vel klædda og að þessu leyti hjálpar orðan til. Og síðan er gagnrýnisvert á íslandi að fólk segir: Af hverju fær Jón Jónsson orðu en ekki ég? Og fyrir hvað fékk þessi orðuna? Þessi okrari og svindlari, hann fær orðu en ekki hinn... Svona hlutir eru alltaf mjög erfiðir í svona litlu þjóðfélagi, það er afbrýðisemi og margt annað í gangi við orðuveitingar og þá hafa margir afþakkað orðuna. Hér áður fyrr var mönnum bara veitt orða en í dag tilnefn- ir orðunefnd aðila sem eiga að fá orðuna og svo er tilnefningin lögð fyrir forseta. Síðan er viðkomanda sent bréf, honum tilkynnt að hann sé tilnefndur til orðuveitingar og spurt hvort hann sé tilbúinn að taka við henni.“ - Og hafa margir neitað? „Ekki veit ég um það en ef ég man rétt eru það kratar sem taka almennt ekki við orðum, það er bara þeirra stefna.“ í samtali við for- setaritara var þetta staðfest, menn neituðu orðum, en hann vildi orða það þannig „að þetta kæmi fyrir". Ennfremur staðfesti hann að enn hefði enginn verið sviptur orðunni fyrir uppvíst misferli. Fálkaorðan á haugunum! Samkvæmt forsetabréfi um orðuveitingar ber tafarlaust að skila orðu aftur til forseta- embættisins eftir andlát viðkomandi. Það hefur þó ekki alltaf gengið eftir. Óskar dregur úr pússi sínu orðu af gömlu gerðinni sem veitt hafði verið fyrir 1944. „Þessa orðu fann ég hjá myntsafnara í Þýskalandi. Það hefur skeð þannig að fólkið hefur farið til skransala eða myntsafnara og „Islensk gullsmíði é við sama vanda að etja og fálkaorðan frá upphafi segir Óskar Kjartansson gullsmiður erlenda samkeppni." 1. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.